Bæjarins besta


Bæjarins besta - 24.09.2003, Page 8

Bæjarins besta - 24.09.2003, Page 8
8 MIÐVIKUDAGUR 24. SEPTEMBER 2003 Lestu nýjustu fréttir daglega á www.bb.is „Vona að það fari að komast ró á hlutina“ – segir Jón Guðbjartsson útgerðarmaður í Bolungarvík Kastljós fjölmiðlanna beindist að Jóni Guðbjarts- syni, bifvélavirkja og útgerðarmanni í Bolungarvík, þegar hann ritaði bæjarstjórn Bolungarvíkur bréf og lýsti þeim ásetningi að flytja úr bænum, breytti bæjar- stjórnin ekki háttum sínum og hætti gagnrýnislausum stuðningi við málflutning smábátasjómanna. Jón segir baráttu þeirra fyrir svonefndri línuvívilnum í reynd ekki snúast um annað en að færa aflaheimildir á milli útgerðarmanna – eða eins og hann kemst að orði: Að taka atvinnuréttindi af einum manni til að færa öðr- um. Jón segist í sjálfu sér ekki hafa horn í síðu smá- bátamanna, lífsbaráttan sé hörð í sjávarútveginum og menn reyni að verja sína hagsmuni og helst að gera betur. Hins vegar sé honum nóg boðið þegar sveitar- stjórnin sé farin að sækja björg í bú fyrir smábáta- menn á hans kostnað. Lífið er ekki eingöngu póli- tík og Jóni Guðbjartssyni er það mætavel ljóst. Hann hefur varið mestallri starfsævinni í Bolungarvík ásamt Sigríði Símonardóttur konu sinni og alið þar upp börnin sem nú eru flogin úr hreiðrinu. Út- gerðarfélag fjölskyldunnar heitir Birnir ehf. og gerir út togarann Gunnbjörn ÍS. Þar er Guðbjartur sonur Jóns skip- stjóri. Bestu stundum sínum segir Jón verja um þessar mundir í sumarbústaðnum í Hattardal í Álftafirði. Þangað reyni þau Sigríður að fara um hverja helgi. Lengst af hefur Jón starfað sem bifvélavirki í Bol- ungarvík, fyrst fyrir aðra hús- bændur en frá árinu 1979 í eigin rekstri. Jón var um árabil ötull í starfi Slysavarnafélags- ins í Bolungarvík. Hann segir einn helsta hvatann að því hafa verið hörmuleg sjóslys sem gengu yfir byggðirnar við Ísa- fjarðardjúp á 7. og 8. áratugn- um – þar sem hann hafi kvatt marga samferðamenn sína. Útgerðarreksturinn hófst ekki fyrr en árið 1992 en Jón segist hafa yndi af tengslunum við sjóinn sem hafi alltaf verið nálægur þó starfsævinni hafi hann varið í landi. Hann er Dokkupúki að eigin sögn, uppalinn á Eyrinni á Ísafirði. „Ég ólst upp með miklu liði úr Silfurgötunni og Smiðju- götunni, við kölluðum okkur alltaf Dokkupúka. Þá var hin eina sanna Dokka þar sem rækjuverksmiðja Miðfells stendur í dag. Pabbi átti brygg- juna sem lóðsbáturinn og björgunarbáturinn liggja við í dag. Í næsta bólverki fyrir inn- an var Hermann Hermannsson frá Ögurnesi, Kristmann gamli og Alexander þegar hann kom úr Jökulfjörðunum. Þar á milli var Gestur með hrefnuskurð- inn og Bæsi gamli, frægur trillukarl. Mér finnst það mikil upp- hefð að hafa fengið að alast upp í þessu umhverfi. Pabbi minn er kominn í land þegar þetta er og farinn að vinna sem verkstjóri á netaverkstæði sem togararnir á Ísafirði gerðu út í Hvíta húsinu, sem við köll- uðum svo. Það var svo mikið af góðum mönnum á þessu svæði, í Dokkunni, sem voru í kringum okkur púkana, að ein- hvern veginn fengum við mjög gott uppeldi. T.d. vorum við nokkrir búnir að komast yfir bát og farnir að leggja net ung- ir að aldri. Ég held að við höfum ekki verið nema tíu ára og farnir að róa út í Bása. Ég hef oft grínast með að það var farið að blæða undan nöglunum á Halldóri Guð- bjarnarsyni fyrrum Lands- bankastjóra og Tryggva Sig- tryggssyni sem voru með mér í netalögnunum. Við vorum að berjast heim aftur á þessum þunga báti þegar vindur snerist og við þurftum að róa báðar leiðir. Ég barði þá áfram, að mér fannst. Það er hætt við að verði skáldsagnablær á þegar maður segir frá þessum árum, maður man þetta ekkert allt.“ Uppbygging á fullu í Bolungarvík Ég flyt út í Bolungarvík með konuna 1967, búinn að læra bifvélavirkjun og vera á sjó og fannst ég helvíti góður. Maður var tvítugur og kominn með tvö börn. Ég hélt ég kynni allt en kunni auðvitað ekki neitt. Hér í Bolungarvík var nán- ast engin bílamenning fyrir Óshlíðarveg. Hann er opnaður 1952 og eftir það fara Bolvík- ingar að fá sér bíla og læra að keyra. Vélsmiðja Bolungar- víkur ákveður að setja upp bílaverkstæði 1965 og ræður til þess Pál Kristjánsson, bróð- ur Ólafs Kristjánssonar sem var lengi bæjarstjóri hér. Af einhverjum ástæðum flutti hann í burtu eftir eitt ár þegar verkstæðið var að komast í gang. Hugmyndin var alltaf sú að ég kæmi hingað út eftir til að hjálpa þessu af stað en það var mikið að gera, fljótlega vorum orðnir fjórir á verk- stæðinu og nóg af verkefnum. Mannlífið hérna stóð í mikl- um blóma og var allt öðruvísi en það umhverfi sem ég kom úr á Ísafirði. Þar var ég mikið í íþróttum og þó nokkur hópur sem vann í bönkum og á skrif- stofum var kominn með með tennistöskurnar af stað upp úr fjögur eða fimm á daginn og manni fannst ekkert athuga- vert við það. Þetta var svona þjónustulið en í Bolungarvík var þetta lið ekki til. Ef menn unnu á skrifstofu, þá fóru þeir í slæginguna á eftir. Menn hlupu heim í kvöldmat til að ná að afkasta sem flestum tím- um áður en þeir þyrftu að hlaupa heim til að leggja sig svo þeir gætu byrjað kl. 6 morguninn eftir – þetta var einhvern veginn allt annar kúl- túr. Síðan ef einhver frítími gafst, þá tóku Bolvíkingarnir sig til og kýldu upp leikrit eða gerðu eitthvað stórt og þá fórn- uðu menn öllum sínum tíma í það. Menn voru mjög opnir og drifu áfram allt það félags- og menningarlíf sem tíðkaðist annars staðar. Ég var drifinn inn í öll þessi félagasamtök, tók þátt í leikritum og Lions, yngsti maðurinn sem hafði verið tekinn þar inn á þessum tíma. Þannig var orðið ansi mikið að gera áður en maður hafði tíma til að velta vöngum yfir því að árið sem upphaflega stóð til að vera var löngu lið- ið.“ – Þannig hefur verið mikill atgangur í verstöðinni og menn duglegir í skorpum, hvort sem það var við launa- vinnu eða félagsstörf. „Mjög svo, og mikil sam- heldni að gera hlutina vel og láta þá ganga. Bærinn er að stækka á þessum tíma úr rúm- lega 700 manna byggð þegar ég kem hingað. Ég man að það var haldið upp á það þegar átta hundraðasti íbúinn kom, síðan urðu þeir 900 og eitt þúsund, það var verið að byggja upp hér á fullu.“ Ekkert annað að gera en að hefja atvinnurekstur – Samt var þetta að vissu leyti óvissutími í efnahags- málum, við lok sjöunda ára- tugarins og upphaf þess átt- unda, síldin að hverfa en skut- togaravæðingin ekki hafin al- mennilega ennþá. „Það varð maður aldrei var við hér í Bolungarvík. Á þess- um árum var Einar Guðfinns- son með útgerð um allar triss- ur. Ef ég man rétt þá var hann með þrjá báta sem komu aldrei heim. Þeir voru á síldveiðum í kringum landið og jafnvel suður í Norðursjó. Löngu seinna koma þeir heim og er breytt í línuveiðara. Forystuhlutverk þeirra kall- sins og strákanna var virkilega árangursríkt. Atvinnulega séð var bærinn með pálmann í höndunum. Það var aldrei spáð í það hér í Bolungarvík að eitthvert millibilsástand ríkti, að mér liggur við að segja fyrstu tuttugu árin sem ég er hérna. Raunverulega gerist ekkert sem fólkið hérna verður vart við fyrr en við gjaldþrot EG. Ég sat í bæjarstjórn hérna þá og þetta var í fyrsta skiptið sem eitthvert atvinnuleysi var skráð. Fram að því hafði þessi bók ekki verið til – það þurfti að finna möppu undir þetta. Hér hafði alltaf verið nóg að gera og allir getað unnið myrk- ranna á milli – þetta var mjög sérstakur tími. – Hvenær ferðu að reka þitt eigið verkstæði í Bolungar- vík? „Þegar ég var búinn að vera hérna í um það bil 13 ár fer ég að hugsa að ég verði að eignast eitthvað. Mér fannst ég vera að eyða bestu árum ævinnar í að vinna sem verkstjóri eða verkstæðisformaður í eignar- parti einhverra annarra aðila sem þá var Vélsmiðja Bolung- arvíkur hf. Ég vildi fá að eign- ast einhvern hlut í því. Ég var með meiriháttar góðar tekjur á þessum tíma en fannst það ekki aðalmálið. Því setti ég það upp við fjölskylduna hvort við ættum að huga að því að flytja okkur eitthvað. Þá sögðu börnin mín þrjú að það kæmi ekki til mála, hér ætluðu þau að vera. Þá förum við út í það sameiginlega að byggja hús undir einhvers konar iðnaðar- starfsemi. Við vorum ekki búin að ákveða þá hvað skyldi vera þar en byrjum að byggja. Þá hætti ég fljótlega að vinna hjá vélsmiðjunni og fer að vinna hér úti í íshúsi hjá EG við stórar breytingar sem gengu þá yfir. Það var svo mikið að gera í bílaviðgerðum, bæði í bílskúrnum hérna heima og eins við lyftarana og tækin úti í íshúsi, að ég sá að það væri ekkert annað að gera en að hefja sjálfstæðan atvinnurekstur. Það breyttist nú skyndilega þegar ég sagði upp í íshúsinu.“ Vann ekki meira fyrir Einar Guðfinnsson „Þessi verk sem ég var ráð- inn í þar voru að verða búin og því fannst mér sjálfsagt að hætta og fór að vinna í mínu húsi, klára það og koma í það horf að ég gæti opnað. Ég hafði varla fengið frí við að vinna fyrir Einar Guðfinnsson. Á virkum dögum, á kvöldin og jafnvel á næturnar var ég að vinna við lyftarana og flutn- ingabílana en um helgar í for- stjórabílunum. Þegar ég opna mitt verk- stæði 1979 eða 1980 tekur al- veg fyrir þessa vinnu. Ég missti alla þá vinnu sem ég var í fyrir þetta fólk. Vinnan hefur því verið fyrir einhverja aðra þessi rúmu tuttugu ár sem ég er búinn að vera sjálfstæður atvinnurekandi. En reksturinn gekk ljóm- andi vel. Börnin hjálpuðu mér mjög mikið fyrst en síðan fara þau að tínast í skóla. Tvö fóru í Menntaskólann á Akureyri og síðan í háskóla en sá þriðji fór í stúdentinn fyrir sunnan og síðan í Stýrimannaskólann. Ég hef oft grínast með að þau héldu okkur hérna, sem okkur hjónunum fannst sjálfsagt, en síðan fóru þau í burtu og skildu okkur eftir ein með stórt bíla- verkstæði og einbýlishús. Sonur okkar var orðinn stýri- maður á Sléttanesinu og bjó á Þingeyri en hin tvö bjuggu í Reykjavík, lögfræðingur og apótekari.“ Missti áhugann á bæjarpólítík „Um þetta leyti sem ég er að flytja hingað til Bolungar- víkur og nokkru áður verða mjög hræðileg slys hérna í Djúpinu. Hnífsdælingar miss- tu blómann af ungu mönnun- um sínum þegar Svanur RE fórst. Ég var þá bara nokkrum mílum frá, hafði unnið í Hrað- frystihúsinu í Hnífsdal og þekkti meira og minna allt þetta lið sem við misstum þarna. Þá um vorið flyt ég til Bol- ungarvíkur og næstu tvö árin farast Freyjan og Trausti í Súðavík og einver fleiri ferleg slys verða hérna. Árið eftir að ég kem hingað ferst Heiðrúnin á sama tíma og Notts County strandar inni á Snæfjallaströnd og Ross Cleveland ferst í Skut- ulsfirði. Þessi slys kipptu í mig og síðan hef ég eytt mestöllum mínum frítíma, þessi rúmu þrjátíu ár sem ég er búinn að vera hérna í Bolungarvík, í slysavarnarmál. Þegar ég hætti sem formaður björgunarsveit- arinnar fyrir nokkrum árum taldi ég upp á við værum búnir að byggja upp, með feikilega góðri aðstoð margra manna, góða aðstöðu og hóp manna sem væru tilbúnir að takast á við þessi mál. Við erum líka búin að missa mikið af góðum mönnum í Djúpið á þessum árum, þetta hafa allt meira og minna verið frændur mínir og vinir. Þetta er saga Vestfirðinga á árabilinu um það bil frá 1967 til 1975. Upp úr slysavarnarstarfinu þvælist ég inn í bæjarpólítík sem utan flokka maður enda hef ég aldrei verið flokksbund- inn. Inni í bæjarstjórinni fannst mér ég ekki vera í neinni vinnu heldur átti maður bara að fylgj- ast með. Fyrst það tókst ekki í annað skiptið að komast yfir í meirihlutann, þá missti ég á þessu áhuga.“ – Hvernig kom útgerðin til? „Upp úr 1990 finnst Guð- bjarti syni mínum að hann sé kominn með það mikla reyn- slu að hann ætti að fá að kom- ast lengra í stöðunni sem hann 38.PM5 18.4.2017, 11:488

x

Bæjarins besta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.