Bæjarins besta


Bæjarins besta - 24.09.2003, Blaðsíða 16

Bæjarins besta - 24.09.2003, Blaðsíða 16
ÓHÁÐ Á V E S T F J Ö R Ð U MFRÉTTABLAÐ Stofnað 14. nóvember 1984• Sími 456 4560 •Fax 456 4564 • Netfang: bb@bb.is • Verð kr. 250 m/vsk Sævar Óskarsson annar frá hægri ásamt starfsmönnum Pólsins. þetta. Það eina sem hefur komið manni á óvart er að allar pappírslegar yfirfærslur þessu tengdar ganga á hraða snigilsins. Þannig erum við fyrst núna að klára þessa pappírsvinnu.“ Aðspurður segir Sævar Pólinn mestmegn- is hafa starfað á norðanverðum Vestfjörðum. Fyrirtækið sé hins vegar stöðugt að líta í kringum sig eftir verkefnum. „Við höfum verið að gera tilboð bæði í Fáskrúðsfjarðar- og Héðinsfjarðargöng en eins höfum við verið að skoða verkefni hjá virkjanaaðilum. Ennþá hafa verkefni þar ekki fallið okkur í skaut en við ætlum að fylgjast vel með. Ætlunin er að reyna að vera svolítið „aggressífir“ og sjá hvort við náum ekki einhverj- um verkum þarna. Við erum í sambandi við rafverktakafyrir- tæki fyrir austan og myndum með þeim ansi gott teymi“, sagði Sævar Óskarsson. – kristinn@bb.is breytingar nú að fullu um garð gengnar. Sævar segir verk- efnastöðu hafa verið góða og er ánægður með gang rekstrar- ins í sumar. „Ég er þokkalega kátur með gamla Pólsins og sér um rekstur fasteigna hans og Pólinn ehf. sem tók við rekstri gamla félagsins. Sævar Ósk- arsson, framkvæmdastjóri fyrirtækjanna, segir þessar Snemma sumars var greint frá að skipta ætti rafþjónustu- fyrirtækinu Pólnum hf. á Ísa- firði upp í tvö fyrirtæki, eignar- haldsfélagið Gamla kompaníð sem starfar undir kennitölu Prýðilegur gangur í rekstrinum í sumar grasið ætti þetta að liggja í hlutarins eðli“, segir Björn. Samningaviðræður standa nú yfir milli Ísafjarðarbæjar og Boltafélags Ísafjarðar um rekstur íþróttasvæðisins. „Gæslan hefur ekki verið mjög góð þar sem ekki er búið að ganga frá fyrirkomulagi rek- strarins þó að Boltafélags- menn hafi verið liðlegir við að hjálpa okkur“, segir Björn. Aðspurður segir hann nokk- urn byrjendabrag einkenna umgengnina um íþróttasvæð- ið. „Eitthvað hefur verið um að keppt sé á hjólum á hlaupa- og stökksvæðunum sem hefur skilið eftir sig gúmmírákir frá dekkjunum. Að öðru leyti held ég að þetta sé í lagi. Það tekur dálítinn tíma að koma á réttum umgengnisvenjum. – kristinn@bb.is Nýi gervigrasvöllurinn á Ísafirði var þrifinn fyrir skemmstu og kom þá ýmislegt óvænt upp. Innan við tveir mánuðir eru liðnir frá því að völlurinn var tekinn í notkun en þegar höfðu safnast fyrir tyggjóklessur og drykkjarrör í sandinum undir gervigrasinu. Einna mest komu þó á óvart allmargir sígarettustubbar sem þar leyndust en bannað er með öllu að reykja á svæðinu. Björn Helgason, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi Ísafjarðar- bæjar, segir þetta ekki gott mál. „Við þurfum greinilega að herða á umgengnisreglun- um, tyggjó fer til dæmis ekki vel með völlinn. Á þessu þarf að skerpa hjá notendum. Það eru tvö skilti á íþróttasvæðinu sem banna reykingar en þó að þau séu ekki akkúrat við gervi- Nýi gervigrasvöllurinn á Torfnesi á Ísafirði. Snjórinn er kominn Norðanáhlaupið sem reið yfir Vestfirði um síðustu helgi kom mörgum í opna skjöldu enda var síðasti vetur í raun- inni enginn vetur. Fjallvegir urðu ófærir og víða var leiðin- leg færð jafnvel á láglendi. Á Vestfjörðum urðu verulegar truflanir bæði á rafmagni og á útsendingum útvarps og sjón- varps eins og fram kemur annars staðar í blaðinu. Ekki er skyndileg vetrar- koma þó öllum til ama. Börnin fagna snjónum eins og börn hafa gert frá örófi alda enda fylgja honum nýir leikir og ný viðfangsefni. Þar er ekki verið að hafa áhyggjur af vetrar- dekkjum eða útvarpsleysi. Jafnvel er tímabundið raf- magnsleysi kærkomin og spennandi tilbreyting og þá auðvitað helst þegar myrkur er úti. Myndin að ofan var tekin á mánudagsmorguninn á leiksvæðinu við Grunnskól- ann á Ísafirði þar sem heimur- inn hafði skipt mjög um svip frá því á föstudag. Renni- brautin í leikjakastalanum var óspart notuð ásamt því sem mannskapurinn veltist í snjónum og hnoðaði kúlur. – hlynur@bb.is Kærkomin tilbreyting fyrir yngsta fólkið Börnin leika sér á lóð Grunnskólans á Ísafirði. Tyggjóklessur og sígarettu- stubbar og fleira ósæmilegt Nýi gervigrasvöllurinn á Torfnesi á Ísafirði hreinsaður Skiptingu Pólsins á Ísafirði í tvö fyrirtæki lokið 38.PM5 18.4.2017, 11:4816

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.