Bæjarins besta


Bæjarins besta - 24.09.2003, Qupperneq 9

Bæjarins besta - 24.09.2003, Qupperneq 9
MIÐVIKUDAGUR 24. SEPTEMBER 2003 9Lestu nýjustu fréttir daglega á www.bb.is var í á Þingeyri. Hann hefur orð á því við mig hvort við eigum ekki að kaupa okkur bát saman. Vorið 1992 kaup- um við bát ásamt þriðja aðila sem þá var í rekstri hér. Við duttum niður á bát sem við höfðum alltaf kallað gamla Hauk Böðvars. Böðvar Svein- björnsson og Eiríkur sonur hans létu smíða þennan bát og gáfu nafnið Haukur Böðvars- son í höfuðið á syni Böðvars og bróður Eiríks sem fórst í sjóslysi. Þessi bátur var smíðaður 20 metra langur út af togveiði- hólfi sem var út af Straumnes- reiknuðum alltaf með því að veturinn yrði erfiður fyrir bát af þessari stærð. Á heildina litið gekk þetta ljómandi vel og fór mjög vel af stað miðað við það hvernig við vorum undirbúnir með veiðarfæri og ýmislegt þegar við kaupum skipið. Það má segja að þetta hafi gengið þangað til að á fundi með sjómönnum hér í Bol- ungarvík að við bendum á að til standi að fara að stækka hólfið. Þá voru tvö hólf fyrir togbáta innan tólf mílna á Vest- fjörðum. Annað út af Dýra- firðinum og hitt sem við höfð- um stundað út af Aðalvíkinni. Einhverjar hugmyndir voru komnar á kreik hjá nefnd sem var að endurskoða landhelgis- lögin um að þessi hólf þyrftu að vera stærri og þyrftu að vera opin fyrir 26 metra báta. Togbátarnir fyrir sunnan voru flestir af þeirri stærð og þannig sáum við að þeir myndu flykkjast hingað norð- ur þegar hólfin opnuðu á haustin og yrðu tiltölulega fljótir að hreinsa upp blettinn. Hugmyndirnar gengu líka út að stækka hólfin út yfir mest- alla línuslóðina sem minni bát- arnir voru farnir að stunda. Við stungum þá upp á að menn myndu sameinast í að leggja til einhverjar nýjar tillögur, t.d. að menn þyrftu að hafa veiði- leyfi í innfjarðarrækju eða eitthvað í þá veruna til að reyna að koma í veg fyrir að við fengjum allan flotann yfir okk- ur – en við þyrftum þá líklega að sætta okkur við að þessi samræming gengi yfir og að hámarksstærð báta í hólfinu yrði 26 metrar. Síðan þurfti að setja þetta niður á blað og sonur minn var settur í þá nefnd. Hann var aldrei boðaður heldur settust tveir trillukarlar niður með bæjarstjóranum og bjuggu til einhverja ályktun sem var und- inu. Hann hafði verið gerður út frá Ísafirði og farið síðan á flakk, fyrst suður fyrir land en endað á Dalvík. Þar sem hólfið var ennþá til staðar þótti okkur alveg sjálfsagt að skoða þetta. Með bátnum keyptum við um 380 tonn af aflaheimildum sem var úthlutað þá. Síðan datt þessi aðili sem var með okkur mjög fljótlega út úr dæminu og við höfum rekið þetta síðan, ég og sonur minn. Ekki reiknað með tog- bátum á Vestfjörðum – Hvernig hefur útgerðin lukkast þennan rúma áratug? „Þessi útgerð okkar feðg- anna hefur í sjálfu sér gengið vel en við höfum lent í óhöpp- um. Þau hafa bæði verið af manna völdum og eins vegna þátta sem enginn fær ráðið við. Sem betur fer höfum við verið lausir við slys nema son- ur minn tók framan af putta í víravitleysu einhverri. Það fór þó betur en á horfðist. Þegar við kaupum bátinn þá var hann ætlaður í þetta hólf fyrir togbáta allt að 20 metra stærð þar sem er mjög gott að vera á haustin, 4 til 12 mílur undan landi, og fiska kola, ýsu og stóran þorsk. Þetta töldum við okkur vita. Við irrituð og send þingmönnun- um. Þannig varð það að Vest- firðir eru eini fjórðungurinn á landinu þar sem engin tog- veiðihólf eru innan 12 míln- anna og greinilega ekki ætlast til að slíkir bátar séu gerðir út hérna.“ Viðgerðin entist ekki í sólarhring „Okkur fannst við vera verulega sviknir þarna. Um þetta leyti sendum við bátinn til Póllands í breytingar þar sem hann var breikkaður um tvo metra og lengdur um sex metra. Þetta tókst mjög vel og báturinn kom heim dálítið ljót- ur en í réttu formi miðað við það sem átti að gera í framtíð- inni. Þegar reglugerðin loksins kemur út þá hljóðar hún upp á 29 metra báta, þannig vorum við kannski ekki mjög heppnir í því. Okkar skip var ekki mjög stórt en þurfti alltaf að vera fyrir utan 12 mílur og gat því aldrei verið í vari. Vindstrengurinn hérna út af Vestfjörðum er geysilega skýr lína. Oft getur verið ljómandi veður út á 8 og 9 mílur en þar fyrir utan bræla. Á svona skipi fyrir utan tólf mílurnar áttu á hættu að eiga aldrei góðan dag. Auðvitað er hægt að fara t.d. suður á Snæfellsnes en þá þarf að berjast til baka heim ef að gerir brælu og því var komin upp allt önnur staða hjá okkur í þessari útgerð. Þetta breytti mynstrinu töluvert hjá okkur, strákarnir þurftu að fara af meiri varkárni í sjósóknina. En þetta tókst og við höfum fiskað bærilega. Út- hafsrækjan var sótt á sumrin en síðan farið á fiskitroll yfir- leitt frá 1. september en heldur fyrr ef við þurftum að klára kvóta. Vorið 1999 þegar við erum að fara á rækju fáum við einhvers konar olíutruflun í aðalvél sem sprengir af sér spíssa og dót með heljarinnar látum. Þetta kom okkur á óvart því ári fyrr höfðum við ráðist í heilmikla klössun á vélinni en nú þurfti að fara í kostnað- arsamar viðgerðir. Þær entust hins vegar ekki nema í tuttugu tíma. Þegar búið var að gera við vélina í annað skipti á ári var farið á sjó en tæpum sólarhring síðar var allt fast og ónýtt. Þá var ekki um það að tala lengur, vélbúnaðurinn í skipinu var ónýtur. Þá var staðan sú að við áttum eftir að klára skrokk- bygginguna á skipinu og þurfti að skipta um vélbúnaðinn. Úr verður að við leigjum bát og togum skipið með okkar eigin áhöfn til Póllands í breytingar. Þar létum við setja í hann Mercedes Benz vél, Motor Turbo Union, sem er lítið not- uð hér heima. Við köllum hana McLaren en þetta er sams kon- ar vél og var í gamla björgun- arbátnum á Ísafirði. Hún er notuð mikið í fljótabátum í Evrópu og járnbrautarlestum. Þessi vél er meiriháttar sérstök og við höfum varla getað hætt að dásama hana. Þannig hef ég nokkrum sinnum neitað að sleppa enda þegar þeir voru að fara á sjóinn því ég heyrði ekki í vélinni. Vélin er átta strokka en gengur bara á fjór- um í hægaganginum og ann- arri túrbínunni. Síðan þegar hún er komin í smá álag bætir hún hinum strokkunum og túr- bínunni við. Hún eyðir afskap- lega lítilli olíu miðað við aðrar vélar. Við teljum að hún eyði 30 til 40 prósent minna en vél af sömu stærð frá Caterpillar. Auk þess heyrist varla að það sé aðalvél í gangi, hvorki í borðsal né mannaíbúðum. Við erum alveg yfir okkur hrifnir af þessum mótor og skiljum ekki í því hvað menn eru íhaldssamir að hafa ekki skoð- að þetta því ennþá er Gunn- björn eini báturinn hérna með svona vél.“ McLaren-aðdáendur – Heppnuðust breytingarnar vel? „Já, við teljum það. Verkið tók á sjöunda mánuð. Skipið var hækkað upp, byggt á það nýtt stýrishús og lengt um 3 metra. Að auki var skipt um botninn í skipinu undir vélar- rúminu. Þar með vorum við komnir með bátinn upp í 29 metra og búnir að fá almenni- lega skutrennu, ekki svona bratta eins og við höfðum ver- ið með. Núna er raunverulega ekkert eftir af gamla bátnum nema ein og ein plata sem við vitum af auk spilbúnaðarins sem er gamall. Með því að fara varlega hefur hann dugað hingað til og gerir það vonandi eitthvað áfram. Við reyndum að vera klókir í samningaviðræðum vegna breytinganna. Það er geysi- mikill áhugi á Formúlunni meðal skipverja á Gunnbirni og m.a. höfum við tvisvar farið út til að fylgjast með keppni. Við feðgarnir erum miklir Mc- Laren-aðdáendur og höfum verið alla tíð. Þess vegna fannst okkur mikið til þess koma að eiga viðskipti við þá, að okkur fannst, því þessi fyr- irtæki tilheyra öll sömu sam- stæðunni. Við buðum þeim að auglýsa hjá okkur, að þeir fengju að mála bátinn svartan með silfurör, síðan væri hægt að hafa Häkkinen og Coult- hard sitt hvoru megin á rassin- um og Benz-merkið á kinn- ungnum. Þeir hlógu bara að okkur helvískir og fannst lítill akkur í því að auglýsa á Ís- landsmiðum en okkur fannst þetta bráðsnjallt innlegg.“ Auðlindagjald eingöngu á sjávarútveginn – Útgerð hefur sjálfsagt allt- af verið óvissu háð. Framan af voru menn kannski fyrst og fremst að kljást við náttúruna, veðrið og fiskana í sjónum en í seinni tíð hefur orðið sífellt mikilvægara að kunna á kerfið og vera réttu megin við breyt- ingarnar á því. Hvernig blasir þetta við ykkur? „Fyrir fimmtíu árum var þetta spurning um hvort menn væru aflasælir, færu vel með og gætu vanið að sér góðan mannskap. Þetta voru menn- irnir sem stóðu upp úr að mér fannst. Þeir þurftu ekki endi- lega alltaf að vera toppmenn- irnir en að fiska þokkalega til að halda kaupi og koma vel fram við mennina – helst að vera varkárir líka. Núna seinni ár hefur komið til þetta kerfi sem stjórnvöld settu á. Ég sé ekkert að því, það var orðin þörf á stýra sókninni og bar öllum saman um það. Ég kem inn í útgerð eftir að þetta skipulag er komið á og þá finnst mér að það kerfi sem hefur verið sett á þurfi að vera eitthvað meira en einhver tuska sem sífellt er verið að veifa til og frá. Það er eitthvert mesta orða- rugl sem ég heyri að kvóti sé ekkert annað en óveiddur fisk- ur í sjó. Þetta heyrir maður meira að segja þykka og mikla fyrrum togaraskipstjóra sem nú eru komnir á þing tala um. Kvóti er ekkert annað en at- vinnuréttindi, leyfi stjórnvalda til mín að ég megi fiska svo og svo mikið úr sameign þjóðar- innar. Ég á ekkert í sameign þjóðarinnar nema minn hlut í þjóðinni en hef heimild til þess að sækja í þessa auðlind alveg eins og bændur hafa heimild til að beita á fjöll og Lands- virkjun hefur heimild til að virkja fossa. Á meðan að fólkið í Reykja- vík borgar mér ekki fyrir að nota heita vatnið mitt sem fell- 38.PM5 18.4.2017, 11:489

x

Bæjarins besta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.