Bæjarins besta - 06.03.2002, Page 9
MIÐVIKUDAGUR 6. MARS 2002 9
ferðar var platan „Í ræktinni“
sem út kom á haustdögum
1984.
„Í ræktinni var alveg dúnd-
urplata, hún heppnaðist mjög
vel. Vitaskuld seldist hún mest
hér fyrir vestan en við fengum
einnig góðar móttökur um allt
land og héldum nokkra vel-
heppnaða tónleika í Reykja-
vík. Lagið „Megi sá draumur“
sló líka í gegn á Rás 2 og var
mikið spilað.“
Slegið í gegn
Fljótlega eftir útkomu plöt-
unnar fór hugur Herberts að
leita á ný suður yfir heiðar.
Hann flutti til Reykjavíkur á
haustdögum 1984 en hljóm-
sveitin Kan hélt sínu striki og
starfaði áfram um tíma með
Sauðkrækinginn Magnús
Helgason við hljóðnemann.
Herbert var hinsvegar upptek-
inn við að stofna fjölskyldu
og hefja undirbúning að plötu
sem átti eftir að koma honum
á kortið svo um munaði.
„Þegar „Dawn Of The
Human Revolution“ kom út
átti ég aldrei von á svona frá-
bærum viðtökum. Vissulega
hafði ég mikla trú á plötunni
en mig óraði aldrei fyrir því
hversu mjög hún átti eftir að
slá í gegn. Það get ég víst
þakkað vinsælasta laginu sem
ég hef samið til þessa „Can´t
Walk Away“. Lagið er algjör
sprengja, það bregst ekki að
þegar ég tek þetta lag, fara
allir í stuð.“
– Urðu vinsældir plötunnar
aldrei til þess að þig langaði
að „meikaða“ erlendis?
„Vissulega datt manni í hug
að gaman væri að öðlast frægð
á erlendri grundu, en þetta
atvikaðist bara þannig að
þegar ég var kominn á fullt í
tónlistinni, var ég einnig kom-
inn með fjölskyldu og því
fannst mér ég hvorki hafa tíma
né orku í það að fara að beita
mér erlendis og dvelja lang-
dvölum frá fjölskyldunni. Jón
Ólafsson í Skífunni ætlaði að
vísu að reyna að pota mér
áfram en það var aldrei unnið
neitt markvisst að því, enda
erfiðara að kynna einherja tón-
listarmenn en heila hljóm-
sveit. Ég hef hins vegar fengið
einhverja spilun úti og ég veit
að lagið mitt komst á lista í
Noregi og ég fæ því af og til
stefgjöld að utan. Síðast var
ég að fá ávísun fyrir spilun á
laginu „Dawn Of The Human
Revolution“ í Ungverjalandi.
Það er mjög gaman að vita af
eintaki af plötunni sem ég gaf
út 1985 stöddu í Ungverja-
landi.“
Frí frá harkinu
Eftir velgengni „Dawn Of
The Human Revolution“ hélt
Herbert áfram að semja lög
og gefa út plötur með ágætum
árangri þótt ekki tækist honum
að endurtaka velgengni fyrstu
plötunnar. Þannig hélt hann
áfram að starfa í „bransanum“
í hartnær áratug, en tónlistar-
bransinn er lýjandi og árið
1994 var Herbert kominn með
nóg af harkinu og ákvað að
taka frí frá öllum sem viðkom
tónlist. Hann fluttist því ásamt
fjölskyldu sinni til Norrköp-
ing í Svíþjóð þar sem hann
reyndi fyrir sér í veitingarek-
stri.
„Mér leið mjög vel í Sví-
þjóð því þar lærði ég að meta
landið mitt. Það er svo margt
sem maður tekur sem sjálf-
sagðan hlut hér sem ekki er
að finna annars staðar. Ég bjó
í Svíþjóð í þrjú ár og opnaði
þar kaffihús, ísbúð og litla ís-
gerð. Þar framleiddi ég ís á
íslenska vísu og flutti inn allar
íslensku íssósurnar. Þetta
mæltist býsna vel fyrir hjá Sví-
um og reksturinn gekk ágæt-
lega.
– Ísland fór þó fljótleg að
toga í þig aftur.
„Já, það má segja að ég hafi
verið rifinn aftur heim. Á vor-
dögum 1996 var ég staddur í
ísbúðinni minni, með svunt-
una á mér að laga ís, þegar
síminn hringir. Á línunni var
útvarpsstöð á Íslandi, FM 957.
Útvarpsmaðurinn Axel Axels-
son spyr hvort ég sé ekki Her-
bert Guðmundsson og segi ég
svo vera. Þá spyr hann mig
hvort ég viti að lagið mitt sé
orðið vinsælt á Íslandi. Ég
hélt að maðurinn væri að grín-
ast og segi hvumsa: Heyrðu
vinur, lagið mitt? Ég hef ekki
gefið út plötu síðan 1993.
Eftir nokkurn tíma tókst Ax-
el loks að koma mér í skilning
um að þetta væri ekkert grín,
lagið „Can´t Walk Away“
hafði slegið í gegn öðru sinni.
Um þessar mundir var starf-
ræktur einhvers konar „Eight-
ies“ þáttur á útvarpsstöðinni
og þeir opnuðu alltaf þáttinn
á mínu lagi. Þá fóru krakkarnir
að hringja inn og spyrja um
plötuna, hvar væri hægt að
nálgast hana, en hún var nátt-
úrlega löngu uppseld. Því
ákvað ég að snúa heim til að
anna eftirspurn og í samstarfi
við Skífuna var platan endur-
útgefin á geisladisk árið 1996.
Í þeirri ferð kom ég fram
nokkrum sinnum en sneri síð-
an aftur út til Svíþjóðar.“
– En stoppaðir ekki lengi?
„Nei. Eftir að ég kom aftur
út var sífellt verið að hringja í
mig og biðja mig um að koma
fram á skemmtunum hjá
menntaskólum, háskólum,
starfsmannafélögum, árshá-
tíðum og öðru slíku. Þetta varð
til þess að mig fór að klæja í
lófana með það að flytja aftur
til Íslands og hamra járnið
meðan það væri heitt. Fjöl-
skyldan flutti heim og höfum
verið hér síðan.“
Síðan þá hefur Herbert not-
ið mikilla vinsælda og gefið
út hverja plötuna á fætur ann-
arri. Hann segir ætla að halda
ótrauður áfram og spila svo
lengi sem einhver vilji hlusta
á hann.
Platan hvarf
í partíum
Þrátt fyrir að upprisa Her-
berts í tónlistarbransanum sé
tiltölulega nýtilkomin, átti
Herbert alltaf fasta aðdáendur
sem aldrei misstu trúna á hann
og fylgdu honum í gegnum
þykkt og þunnt. HG-klúbbur-
inn, félag aðdáenda Herberts
hefur verið starfræktur frá
miðjum níunda áratug síðustu
aldar og segist Herbert ekki
vita nákvæma tölu félaga, en
þegar hann spilaði síðast á
árshátíð klúbbsins, voru þar
samankomnir um 240 manns.
„HG-klúbburinn var stofn-
aður af strákum úr Verslunar-
skólanum. Þetta var á tíma
vínilplatnanna og þeir tóku
eftir því að alltaf þegar platan
mín „Dawn Of The Human
Recolution“ var sett á fóninn
fékk hún að vera þar óáreitt.
Það þótti þeim óvenjulegt því
venjan í partíum var sú lög
fengu sjaldnast að klárast,
hvað þá heilar plötur. Einnig
tóku þeir eftir því að þegar
partíin voru sérstaklega fjör-
ug, hvarf platan oftast. Eftir
að hafa veitt þessu athygli,
jókst áhugi þeirra á mér og
minni tónlist og í kjölfarið
ákváðu þeir að stofna HG-
klúbbinn, sem í fyrstu var lítill
félagsskapur sem hélt Her-
berts-kvöld af og til.“
– Vissir þú af stofnun þessa
klúbbs?
„Ekki fyrr en miklu síðar.
Ég frétti fyrst af starfseminni
þegar þeir höfðu samband við
mig nokkrum árum eftir stofn-
un klúbbsins. Þá voru allar
plöturnar horfnar og árshátíð
klúbbsins framundan. Þeir
hringdu í mig og báðu mig
um að spila á árshátíðinni og
útvega þeim eintak af plötunni
sem ég og gerði. Síðan þá
höfum við verið ágætis kunn-
ingjar og klúbburinn hefur
vaxið mikið. Nú eru árshátíðir
haldnar reglulega og klúbbfé-
lagar hittast oft.“
Herbert segir annan klúbb
hafa verið stofnaðan í vetur á
Akureyri og fyrir stuttu hafi
hann frétt af hressum krökk-
um í Viðskiptaháskólanum á
Bifröst sem hafi stofnað annan
klúbb. Þeir séu því orðnir þrír
í dag. Hann segir það mikla
upphefð að klúbbur sé starf-
ræktur sér til heiðurs, hvað þá
þrír. „Vissulega er mér sýndur
mikill heiður með þessu og
ég er óendanlega þakklátur
því fólki sem komið hefur að
starfsemi klúbbanna. Ég vil
þó taka fram að ég hef hvergi
komið nálægt stofnun þeirra,
þetta fólk hefur tekið það upp
hjá sjálfu sér. Mér finnst það
virkilega ánægjulegt þegar
tónlistin mín nær að sameina
fólk eins hér hefur gerst.“
Dvölin vestra breytti
lífinu til hins betra
Aðspurður um hvort hann
gæti hugsað sér að flytja á ný
til Bolungarvíkur, segir hann
litlar líkur á því, en tekur fram
að hann muni alltaf hugsa vel
til Bolvíkinga sem og annarra
Vestfirðinga.
„Í raun er það að hluta til
Vestfirðingum að þakka að ég
er það sem ég er í dag því það
má segja að strákarnir í Kan
hafi komið mér að nýju í tón-
listina. Svo kynntist ég kon-
unni minni hér og margt annað
gerðist hér á þeim fjórum ár-
um sem ég var hér sem hefur
breytt lífi mínu til hins betra.
Ég væri sjálfsagt á einhverri
annarri hillu, hefði ég ekki
komið hingað. Hér hef ég náð
bestu sambandi við sjálfan
mig, það gerði náttúran, fjöllin
og hafið og svo var mjög vina-
legt að búa í litlum bæ. Maður
var meira með púlsinn á sam-
félaginu þegar ég bjó í Bol-
ungarvík, eða eins og ég söng
með Kan á sínum tíma:
„Ég bjó í verbúð í Bolungar-
vík, þar var nóg um vinnu og
blómlegt líf.
Spiluðum um helgar, vítt
og breitt, á Ísafirði, Hnífsdal
og Bolungarvík.
Fjallanna óður seiddi mig,
ég virtist skilja sjálfan mig.
Eins og úr fjarska þau segja
mér, hví ekki að dvelja lengur
hér?“
haukur@bb.is