Bæjarins besta


Bæjarins besta - 06.03.2002, Qupperneq 11

Bæjarins besta - 06.03.2002, Qupperneq 11
MIÐVIKUDAGUR 6. MARS 2002 11 Á fundi bæjarráðs Ísafjarð- arbæjar 25. febrúar sl. voru lögð fram drög að samningi milli Ísafjarðarbæjar og Skíðafélags Ísfirðinga um rekstur þjónustuhúss göngu- manna á Miðbrún á Selja- landsdal. Jafnframt voru lögð fram drög að rekstrarsamn- ingi milli Ísafjarðarbæjar og foreldrafélags skíðabarna um rekstur skíðaskála á efri hæð og risi skíðaskálabyggingar á skíðasvæðinu í Tungudal. Samkvæmt samningsdrög- unum felur Ísafjarðarbær Skíðafélagi Ísfirðinga um- ráðarétt yfir þjónustuhúsinu á Miðbrún á Seljalandsdal og mun göngunefnd félagsins hafa full umráð yfir því fyrir hönd félagsins. Ísafjarðarbær mun sjá um greiðslur opin- berra gjalda, trygginga, raf- magns og hita á tímabilinu 1. október til 31. maí ár hvert, auk þess sem sveitarfélagið greiðir árlega efniskostnað til viðhalds hússins að upphæð kr. 75.000 miðað við núver- andi vísitölu. Göngunefndin tekur hins vegar að sér alla vinnu við breytingar og lagfæringu á húsinu við flutning og stand- setningu þess á Miðbrún ásamt venjulegu viðhaldi, án þess að greiðsla komi fyrir. Einnig mun nefndin taka að sér að byggja tímatökuturn of- an á húsið ásamt væntanlegri stækkun og sjá til þess að umhverfi hússins verði ávallt til fyrirmyndar. Þá skal göngu- nefndin sjá um sölu á göngu- kortum og renna tekjur af þeim til nefndarinnar en Ísa- fjarðarbær fær yfirlit yfir söl- una. Samkvæmt drögum þess- um er gert ráð fyrir að samn- ingurinn komi til endurskoð- unar í nóvember 2004. Í samningsdrögum Ísafjarð- arbæjar og foreldrafélags skíðabarna kemur fram að Ísa- fjarðarbær tekur að sér að greiða fasteignagjöld, hitunar- kostnað og rafmagnskostnað allt árið. Þá mun sveitarfélagið greiða félaginu kr. 300.000 á ári hverju til viðhalds á öllum lausafjármunum og innrétt- ingum í skíðaskálanum. For- eldrafélagið greiðir hins vegar tryggingar, viðhald, endur- bætur og annan kostnað er greiða þarf vegna skálans. Þá skuldbindur foreldrafé- lagið sig til að hafa skíðaskál- ann opinn frá 1. desember ár hvert til 1. maí næsta árs þegar lyftur eru opnar. Ísafjarðarbær mun sjá um að ráða rekstrar- aðila, sem samþykktur er af foreldrafélagi skíðabarna, til að sjá um greiðasölu og miðasölu fyrir skíðasvæðið en að öðru leyti semur foreldra- félagið við viðkomandi rekstr- araðila um rekstur hússins. Rekstrarsamningur Ísafjarð- arbæjar og foreldrafélagsins er ótímabundinn en uppsegj- anlegur með gagnkvæmum sex mánaða fyrirvara. Hefur bæjarráð lagt til við bæjarstjórn að ofangreindir samningar verði samþykktir og vísar þeim jafnframt til kynningar í fræðslunefnd. Samið um rekstur skíðaskála Skíðasvæðin í Tungudal og á Seljalandsdal Kristján Rafn Guðmunds- son varð fyrstur Ísfirðinganna í mark í Vasagöngunni sem haldin var í Svíþjóð á sunnu- dag. Hann rann skeiðið á ríf- lega 5 klst. og 35 mín. og varð í 1276. sæti. Elías Sveinsson gekk á rúmlega 8 tímum og 4 mínútum og varð nr. 6646, og Gunnar Pétursson, sem nú fagnar því að 50 ár eru liðin síðan hann tók fyrst þátt í þessari keppni, kom í mark á rúmlega tíu og hálfum tíma og varð nr. 11507. Fjórði Ís- firðingurinn, Guðmundur Rafn Kristjánsson þurfti hins vegar að hætta keppni. Sigurvegari varð heima- maðurinn Daniel Tynell, en hann gekk á rétt tæpum fjórum klukkustundum. Andrus Verp- aluu frá Eistlandi, nýbakaður gull- og silfurhafi af Ólympíu- leikunum varð að gera sér 8. sætið að góðu og sigurvegar- inn í Vasagöngu síðasta árs, Henrik Eriksson varð í 9. sæti. Um 25 Íslendingar voru skráð- ir til leiks, þar af fjórir Ísfirð- ingar. Það var jaxlinn Haukur Ei- ríksson sem kom fyrstur Ís- lendinga í mark, gekk á 5 tím- um og tveimur mínútum og varð í 515. sæti. Kristján Rafn varð fyrst- ur Ísfirðinganna í mark Vasagangan í Svíþjóð Margt góðra gesta á opnu húsi VoiceEra VoiceEra ehf. fagnaði eins árs starfsafmæli sl. föstudag og í tilefni þess var opið hús hjá höfuð- stöðvum fyrirtækisins að Lambhaga í Bolungarvík frá klukkan 16 til 19. Þar gafst bæjarbúum og öðrum gestum tækifæri til þess að kynna sér starf- semina og hugbúnað- arlausnir fyrirtækisins ásamt því sem boðið var upp á léttar veitingar. Formleg dagskrá hófst klukkan 17, en þá flutti Hallur Hallsson, forstjóri VoiceEra, stutt ávarp þar sem hann greindi frá því helsta sem fyrirtækið hefur fengist við á sínu fyrsta starfsári og hvað væri framundan hjá því. Á eftir honum hélt Kristinn H. Gunnarsson, alþingis- maður, stutta tölu um mikilvægi þess að há- tæknifyrirtæki eins og VoiceEra kjósi að starfa í Bolungarvík og nauðsyn þess að efla nýsköpun í atvinnulífi á Vestfjörðum. Á skrifstofum fyrir- tækisins voru helstu hugbúnaðarlausnir keyrðar, m.a. íslenskur raddþekkir og talgervill, og kynntu starfsmenn lausnirnar og svöruðu spurningum. Þá var einnig íbúð búin búnaði sem gerir kleift að nota radd- skipanir við stjórnun raftækja til sýnis, en það er verkefni sem fyrirtækið vinnur nú að í samstarfi við Öryrkjabandalag Íslands. VoiceEra hefur á sínu fyrsta starfsári náð að festa sig vel í sessi og skapað sér afgerandi forskot í hagnýtingu raddtækni hér á landi en upphaflega var markmið fyrirtækisins fyrst og fremst að útvega íslenska markaðinum tungu- tæknivörur, þ.e. íslenskan raddþekki og íslenska texta í talvél. Fyrirtækið hefur síðan gengið til samstarfs við önnur fyrirtæki og beint spjótum sínum að íslenskum samtökum sem geta hagnast á gagnvirku upplýsingarkerfi byggðu á tungutækninni. Fyrirtækið býður nú m.a. upp á raddstýrt notendaviðmót í gegnum símkerfi með eðlilegum íslenskum setningum og upplýs- ingarkerfi. Starfsfólk VoiceEra í afmælisfagnaðinum. Ólafur Kristjánsson bæjastjóri í Bolungarvík og Kristinn H. Gunnarsson, alþingismaður voru á meðal gesta í afmælinu.

x

Bæjarins besta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.