Bæjarins besta


Bæjarins besta - 06.03.2002, Blaðsíða 14

Bæjarins besta - 06.03.2002, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 6. MARS 2002 Huldumaðurinn helgardagbókin skemmtanir · fundir · fólk · sjónvarp · veður · íþróttir · fréttir · kirkjustarf Sportiðí beinni○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ ○ Ríkissjónvarpið Laugardagur 9. mars kl. 14:25 Þýski boltinn: Leikur óákveðinn Laugardagur 9. mars kl. 16:25 Íslandsmótið í handbolt karla: Selfoss – Haukar Sunnudagur 10. mars kl. 21:30 Stórmót ÍR í frjálsum íþróttum í Laugardalshöll Sýn Miðvikudagur 6. mars kl. 19:50 Enski boltinn: Liverpool – Newcastle Laugardagur 9. mars kl. 17:20 Enski boltinn: Newcastle United – Arsenal Huldumaðurinn, eða Hollow Man, er spennumynd með Kevin Bacon og Eliza- beth Shue í Aðalhlutverkum sem Stöð 2 sýnir kl. 22:00 á laugardagskvöld. Hrokagikkurinn Sebastian Caine er afar snjall vísindamaður. Hann vinnur að þróun efnis sem gerir mönnum kleift að verða ósýnilegir. Caine er sjálfur til- raunadýr í þessum rannsóknum og svo fer að honum tekst ætlunarverk sitt. Aukaverkanirnar eru hins vegar slæmar. Caine tekst ekki aftur að verða sýni- legur og hið nýja efni hefur jafnframt mjög slæm áhrif á skapgerð hans. Myndin sem er frá árinu 2000 er stranglega bönnuð börnum. veðrið Horfur á fimmtudag: Norðaustan og austan 5-13 m/s og víða dálítil snjókoma eða él. Frost 1-10 stig. Horfur á föstudag: Norðaustan og austan 5-13 m/s og víða dálítil snjókoma eða él. Frost 1-10 stig. Horfur á laugardag: Norðaustlæg átt og dálítil él, en bjart verður sunn- antil. Frost 2-12 stig. Horfur á sunnudag: Norðaustlæg átt og dálítil él, en bjart verður sunn- antil. Frost 2-12 stig. Horfur á mánudag: Norðaustlæg átt og dálítil él, en bjart verður sunn- antil. Frost 2-12 stig. Föstudagur 8. mars 17.05 Leiðarljós 17.50 Táknmálsfréttir 18.05 Stubbarnir (81:90) 18.35 Nornin unga (19:24) 19.00 Fréttir, íþróttir og veður 19.35 Kastljósið 20.10 Gettu betur. Spurningakeppni framhaldsskólanna. Fyrri undanúrslita- þáttur. 21.15 Billy sigrar Bobby. (When Billy Beat Bobby) Sjónvarpsmynd frá 2001 um sögulegan tennisleik milli meistarans Bobby Riggs og femínistans Billy Jean King árið 1973. Aðalhlutverk: Holly Hunter og Ron Silver. 22.50 Flóttinn. (The Getaway) Spennu- mynd frá 1994 um mann sem lendir í háskalegum ævintýrum eftir að glæpa- foringi fær hann lausan úr fangelsi. Aðal- hlutverk: Alec Baldwin, Kim Basinger, Michael Madsen, James Woods og David Morse. 00.45 Útvarpsfréttir í dagskrárlok Laugardagur 9. mars 09.00 Morgunsjónvarp barnanna 09.02 Stubbarnir (83:90) 09.35 Bubbi byggir (24:26) 09.45 Litlu skrímslin (35:52) 09.50 Sprikla (4:5) 10.00 Pokémon (36:52) 10.25 Gulla grallari (19:26) 10.45 Búrabyggð (39:92) 11.10 Kastljósið 11.35 Mósaík 12.10 At 12.35 Skjáleikurinn 13.10 Snjókrossið 2002 (1:12) 13.40 Markaregn 14.25 Þýski fótboltinn. Bein útsending frá leik í úrvalsdeildinni. 16.25 Íslandsmótið í handbolta. Bein útsending frá leik Selfoss og Hauka í Essódeildinni. 18.00 Táknmálsfréttir 18.05 Forskot (3:40) 18.54 Lottó 19.00 Fréttir, íþróttir og veður 19.35 Kastljósið 20.00 Milli himins og jarðar 20.50 Sabrina. (Sabrina) Rómantísk gamanmynd frá 1995. Dóttir bílstjóra hjá auðugu fólki á Long Island snýr heim eftir tveggja ára fjarveru og hefur afdrifarík áhrif á gang mála hjá fjölskyld- unni. Aðalhlutverk: Harrison Ford og Julia Ormond. 22.55 Eitt sinn stríðsmenn... (Once Were Warriors) Nýsjálensk bíómynd frá 1994 um maórafjölskyldu í Auckland þar sem allt er í báli og brandi vegna skapofsa og drykkju fjölskylduföðurins. Aðalhlutverk: Rena Owen og Temuera Morrison. 00.35 Hjaðningavíg. (Weapons of Mass Distraction) Bandarísk bíómynd um samkeppni tveggja fjölmiðlajöfra sem magnast upp í eitt allsherjarstríð. e. Aðalhlutverk: Gabriel Byrne og Ben Kingsley. 02.05 Útvarpsfréttir í dagskrárlok Sunnudagur 10. mars 09.00 Morgunsjónvarp barnanna 09.02 Disneystundin 10.22 Babar (36:65) 10.55 Stafakarlarnir (22:24) 11.05 Nýjasta tækni og vísindi 11.20 Kastljósið 11.45 Skjáleikurinn 15.05 Maður er nefndur 15.40 Mósaík 16.15 Markaregn 17.00 Geimferðin (12:26) 17.50 Táknmálsfréttir 18.00 Stundin okkar 18.30 En hvað það var skrítið (3:4) 18.40 Óli Alexander 19.00 Fréttir, íþróttir og veður 19.35 Kastljósið 20.00 Í görðum Ósíris (4:4) (Un pique- nique chez Osiris) Franskur verðlauna- myndaflokkur um þrjár konur sem fara til Egyptalands um aldamótin 1900 og kynnast þar nýjum og spennandi heimi. Aðalhlutverk: Dominique Blanc, Domin- ique Reymond og Marina Hands. 20.55 Sönn íslensk sakamál (3:4) Árið 1990 var framið óvenjulega hrottalegt morð á bensínstöð Esso við Stóragerði í Reykjavík. Þeir sem frömdu þetta ódæð- isverk voru á kafi í fíkniefnaneyslu og voru á höttum eftir peningum til að fjár- magna hana. Þessi þáttur er ekki við hæfi barna. 21.30 Stórmót ÍR. Bein útsending frá frjálsíþróttamóti í Laugardalshöll. Aðal- keppnisgreinar eru stangarstökk kvenna, sjöþraut karla og langstökk kvenna. Vala Flosadóttir og Þórey Edda Elísdóttir keppa við heimskunnar erlenda stangar- stökkvara. Jón Arnar Magnússon og Ólafur Guðmundsson keppa við kunna erlenda kappa í sjöþraut. Í langstökki kvenna keppa m.a. Sigurbjörg Ólafsdótt- ir Íslandsmeistari og Sunna Gestsdóttir sem fyrir skömmu bætti 17 ára gamalt Íslandsmet Bryndísar Hólm á móti í Noregi þar sem hún býr og æfir. 23.00 Ljótur leikur. (Funny Games) Austurrísk bíómynd frá 1997. Fjölskylda sem fer til dvalar í sumarhúsi sínu býr við ógnir og skelfingu eftir að tveir ungir menn gera sig heimakomna þar. Aðal- hlutverk: Susanne Lothar, Ulrich Mühe, Arno Frisch og Frank Giering. 00.50 Kastljósið 01.15 Útvarpsfréttir í dagskrárlok Föstudagur 8. mars 06.58 Ísland í bítið 09.00 Glæstar vonir 09.20 Í fínu formi 09.35 Oprah Winfrey (e) 10.20 Ísland í bítið 12.00 Nágrannar 12.25 Í fínu formi 12.40 Dharma og Greg (15:24) (e) 13.00 Jack Frost - Kjötkrókur 14.40 Andrea (e) 15.05 NBA-tilþrif 15.35 Simpson-fjölskyldan (6:21) (e) 16.00 Barnatími Stöðvar 2 (2:26) (e) 18.05 Vinir (6:24) (e) 18.30 Fréttir 19.00 Ísland í dag 19.30 Simpson-fjölskyldan (18:21) 20.00 Digimon. Ævintýramynd fyrir hressa krakka á öllum aldri. Það steðjar hætta að veröld Digimona. Þrír útvaldir liðsmenn þeirra fá það vandasama hlut- verk að berjast við grimma útsendara óvinarins. Fram undan er æsispennandi barátta sem tekur á sig ýmsar myndir. 21.25 Draugahúsið. (The Haunting) Al- vöru draugasaga! Doktor David Marrow er kominn til stuttrar dvalar á gömlu óð- alssetri, í fylgd þriggja aðstoðarmanna. David hefur sagt fólkinu að hann hyggist njóta aðstoðar þeirra við rannsókn á svefnröskun. Fljótt renna þó tvær grímur á aðstoðarfólkið því það er engu líkara en einhverjir fleiri hafist við í húsinu. Aðalhlutverk: Liam Neeson, Catherine Zeta-Jones, Lili Taylor, Owen Wilson. 23.20 Fallinn engill. (Fallen) John Hobbes kemur fjöldamorðingja á bak við lás og slá og verður vitni að aftöku hans. En eftir það eru framin morð af svipuðum toga og sá látni var dæmdur fyrir. Hobbes þarf nú að kljást við morð- ingja sem hann hefur aldrei þurft að kljást við áður, eða hvað? Aðalhlutverk: Denzel Washington, John Goodman, Donald Sutherland. 01.20 Jack Frost - Kjötkrókur. (Touch of Frost 6 - One Man´s Mea) Frost rann- sakar dauðsföll stúlkna sem struku að heiman og heilbrigðismálafulltrúa en talið er að dauði þeirra tengist notkun ólöglegra efna þó á ólíkan hátt. 03.00 Ísland í dag 03.25 Tónlistarmyndbönd Laugardagur 9. mars 08.00 Barnatími Stöðvar 2 10.35 Litla risaeðlan 3 11.50 Glæstar vonir 13.55 60 mínútur (e) 14.45 Enski boltinn. Bein útsending frá 6. umferð bikarkeppninnar. 17.05 Best í bítið 17.40 Oprah Winfrey 18.30 Fréttir 18.55 Lottó 19.00 Ísland í dag 19.30 Dharma og Greg (1:24) 20.00 Vinir (7:24) 20.30 Paradiso hótelið. (Guest House Paradiso) Gamanmynd um félagana Richie og Eddie sem reka lélegasta hót- elið í Bretlandi. Hótelið stendur við hlið- ina á kjarnorkuveri og því allt eins líklegt að gestunum sé boðið upp á geislavirkan mat. Raunar er lítið eldað á hótelinu þessa dagana, bæði er kokkurinn stung- inn af og eins eru engir gestir væntanlegir. En daginn sem ítölsk kvikmyndastjarna rekur inn nefið færist heldur betur fjör í leikinn. Aðalhlutverk: Rik Mayall, Adr- ian Edmondson, Vincent Cassel. 22.00 Huldumaðurinn. (Hollow Man) Spennumynd sem fær hárin til að rísa. Hrokagikkurinn Sebastian Caine er afar snjall vísindamaður. Hann er að þróa efni sem gerir mönnum kleift að verða ósýnilegir. Caine er sjálfur tilraunadýr í þessum rannsóknum og svo fer að hon- um tekst ætlunarverk sitt. Aukaverkanir- nar eru hins vegar slæmar. Caine tekst ekki aftur að verða sýnilegur og hið nýja efni hefur jafnframt mjög slæm áhrif á skapgerð hans. Aðalhlutverk: Elizabeth Shue, Kevin Bacon, Josh Brolin. 23.55 Dansinn dunar. (A Night at the Roxbury) Steve og Doug Butabi vilja koma á fót næturklúbbi sem á að veita svalasta klúbbnum í bænum, Roxbury, harða samkeppni. Gallinn er sá að þeir eru fjarri því að vera svalir náungar en eru þó reiðubúnir að gera hvað sem er til þess að ná takmarki sínu. Aðalhlutverk: Will Ferrell, Chris Kattan, Molly Shann- on. 01.15 Amerískur varúlfur í París. (Am- erican Werewolf in Paris) Þrír ungir há- skólanemar fara í ævintýraferð til Evrópu og hyggjast sletta heldur betur úr klauf- unum í París. Þar kynnist Andy sjálfri draumadísinni, hinni dularfullu og und- urfögru Serafinu. En þegar fullt tungl nálgast fer gamanið að kárna, draumur- inn breytist í martröð. Aðalhlutverk: Julie Delpy, Tom Everett Scott. 02.50 Tónlistarmyndbönd Sunnudagur 10. mars 08.00 Barnatími Stöðvar 2 12.00 Nágrannar 13.50 Ást á nýrri öld (2:6) (e) 14.15 60 Minutes II (e) 15.00 Rámur: Björgunin mikla. (Rusty: The Great Rescue) Skemmtileg mynd fyrir alla fjölskylduna um hundinn Rám sem gerir allt sem hann getur til að bjarga systkinunum Jory og Tess úr klóm vondrar frænku og enn verri frænda. Hér heyrum við dýrin tala og fylgjumst með þegar þau reyna að afstýra vandræð- um eins og þeim einum er lagið. Aðal- hlutverk: Hal Holbrook, Laraine New- man, Charles Fleischer. 16.45 Andrea (e) 17.10 Sjálfstætt fólk (e) 17.40 Oprah Winfrey 18.30 Fréttir 19.00 Ísland í dag 19.30 Viltu vinna milljón? 20.25 Bræðrabönd 21.50 60 mínútur 22.40 Björgun óbreytts Ryans. (Saving Private Ryan) Raunsæ lýsing á stríðs- átökum seinni heimsstyrjaldarinnar er bandamenn gera sögulega atlögu að her Hitlers í Normandí á norðausturströnd Frakklands. Mitt í stríðsátökunum leitar vaskur hópur hermanna að óbreyttum Ryan til þess að koma honum heim. Þrír bræður hans hafa látist á vígvellinum og er því ákveðið að hlífa fjölskyldu Ryans við enn frekari hörmungum. Stórmynd sem var tilnefnd til 11 Óskarsverðlauna. Aðalhlutverk: Tom Hanks, Tom Size- more, Edward Burns. 01.25 Tónlistarmyndbönd Föstudagur 8. mars 18.00 Heklusport 18.30 Íþróttir um allan heim 19.30 Alltaf í boltanum 20.00 Gillette-sportpakkinn 20.30 Trufluð tilvera (7:14) 21.00 Oscar og Lucinda. Óvenjuleg saga prests og auðugrar konu sem eru bæði haldin spilafíkn. Áráttan leiðir þau á ystu nöf þegar þau veðja um hvort presturinn geti flutt heila glerkirkju áfallalaust til óbyggða Ástralíu. Aðal- hlutverk: Ralph Fiennes, Cate Blanchett, Ciarán Hinds, Tom Wilkinson. 23.10 Síðustu dagar Frankie flugu. (Last Days of Frankie the Fly) Frankie er smákrimmi sem er á mála hjá mafíu- foringjunum Sal og Vic. Hann verður ástfanginn af fyrrverandi klámmynda- stjörnu og reynir að beina henni á rétta braut. En fyrst verður hann að kljást við Sal sem hefur sérstakan áhuga á stúlk- unni. Aðalhlutverk: Dennis Hopper, Daryl Hannah, Michael Madsen, Kiefer Sutherland. 00.45 Ljótur leikur. (Strip Search) Ekk- ert kemur löggunni Robby lengur á óvart. Nýjasta verkefnið er að finna Billy sem starfar sem nektardansmær og vændis- kona. Leitin gengur fjótt og vel en þegar stúlkan er fundin renna tvær grímur á lögguna. Sá sem réð Robby til verksins sagði bara hálfan sannleikann og vill ekki sjá stúlkuna á lífi. Aðalhlutverk: Michael Pare, Pam Grier, Caroline Nér- on, Lucie Laurier. 02.15 Dagskrárlok og skjáleikur Laugardagur 9. mars 17.00 Toppleikir 18.50 Lottó 19.00 Hálendingurinn (8:22) 20.00 MAD-rásin. Geggjaður grínþáttur þar sem allir fá það óþvegið. Heiti þáttar- ins dregur nafn sitt af samnefndu skop- myndablaði sem notið hefur mikilla vin- sælda. 21.00 Á bláþræði. (Edge, The) Milljóna- mæringur og tískuljósmyndari týnast í óbyggðum Alaska og þurfa á öllum sín- um kröftum að halda til þess að komast af. Ótt bjarndýr hundeltir þá og þeir komast að því að þeir eiga mun fleira sameiginlegt en ætla mætti í fyrstu. Aðal- hlutverk: Anthony Hopkins, Alec Bald- win, Elle Macpherson. 22.55 Hnefaleikar - Paulie Ayala. Út- sending frá hnefaleikakeppni í Las Vegas. Á meðal þeirra sem mætast eru bantamvigtarkapparnir Paulie Ayala og Clarence Adams. 01.00 Bráðin. Bráðin er erótísk íslensk stuttmynd þar sem segir frá óvenjulegum kynlífsþríhyrningi á vinnustað í Reykja- vík. Myndin er hispurslaus og djörf og höfðar jafnt til karla og kvenna. Handritið skrifaði Ágúst Borgþór Sverrisson. Að- alhlutverk: Halldóra Jónsdóttir, Karl Grönvold, Júlíus Freyr Theodórsson. 01.20 Brúður forðar sér. (Bride on the Run) Erótísk kvikmynd. 02.40 Dagskrárlok og skjáleikur Sunnudagur 10. mars 11.15 Enski boltinn. Bein útsending frá 6. umferð bikarkeppninnar. 13.45 Ítalski boltinn. Bein útsending. 15.55 Enski boltinn. Bein útsending frá 6. umferð bikarkeppninnar. 18.00 NBA. Bein útsending frá leik Or- lando Magic og Toronto Raptors. 20.00 Golfmót í Bandaríkjunum. 21.00 Meistarakeppni Evrópu. Farið netið Vefsíðan cheatplanet. com er hentug síða fyrir þá sem finnst gaman að spila tölvuleiki en hafa kannski ekki þolinmæði til að liggja endalaust yfir þeim þrautum sem leik- irnir bjóða upp á og vilja bara halda áfram. Þetta er ein stærsta og fjölsóttasta vefsíðan á netinum sem býður upp á aðstoð við tölvuleiki. Inni á Cheat Planet er hægt að finna margvíslegar leiðir til að svindla í fjölmörgum vin- sælum tölvuleikjum og skiptir þá engu máli hvort um er að ræða leiki fyrir PC-tölvur, Playstation, Nintendo 64, Gameboy eða Dreamcast. Þarna eru vísbendingar, svindl- leiðir, dulkvótar, æfingar- leikir og margt, margt fleira. Fyrirtækin sem framleiða leikina reyna stundum að breyta þeim þannig að uppgefnar svindlaðferðir virka ekki en aðstandendur Cheat Planet er yfirleitt fljótir að bæta úr því. Þeir státa sig af því að uppfæra svindlin reglulega og að bæta nýj- um við daglega þannig að enginn þarf að eyða löng- um tíma í að leysa erfiðar og úthugsaðar þrautir leikjanna. www.bb.is – góður auglýsingamáti!

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.