Bæjarins besta


Bæjarins besta - 08.08.2002, Qupperneq 5

Bæjarins besta - 08.08.2002, Qupperneq 5
FIMMTUDAGUR 8. ÁGÚST 2002 5 smáar Hlíðarvegspúkar! Nú er komið að því! Hið árlega Hlíðarvegs- púkapartý verður haldið laugar- daginn 10. ágúst kl. 17. Gleym- ið ekki góðgætinu á grillið og góða skapinu. Verð kr. 1.000 fyrir fullorðna. Hlíðarvegspúk- ar og nágrannar eru velkomnir. Sjáumst hress og kát! Nefndin. Til sölu er lítil uppþvottavél til að hafa ofan á bekk, eins árs gömul. Uppl. í síma 456 5789. Óska eftir að kaupa Nintendo eða Sega leikjatölvu með leikj- um. Uppl. í síma 840 4010. Íbúar á Urðvegi! Munið götu- grillið á laugardaginn. Mætum hress kl. 17 með borð og stóla og mat á grillið. Leikir, skemmt- un, tónlist, flugeldasýning og fleira. Nefndin (Ingi Þór). Vegna ofnæmis á heimilinu verðum við að gefa hundinn okkar og við vonum að einhver geti tekið hann að sér. Hann er hlíðinn og auðvitað heimilisvan- ur. Hann er að skríða í níunda mánuðinn í aldri og er blend- ingur af BorderColly + íslensk- ur. Uppl. í símum 865 1587, 849 0120 og 846 2710. Hjartagangan 2002 á Ísafirði fer fram laugardaginn 10. ágúst kl. 14. Gengið verður frá sjúkra- húsinu. Stjórnin. Hjartagangan 2002 í Bolungar- vík fer fram laugardaginn 10. ágúst kl. 14. Gengið verður frá sundlauginni. Stjórnin. Óska eftir 2ja herb. íbúð til leigu, helst á eyrinni. Uppl. í síma 690 2250. Til sölu eða leigu er íbúð að Austurvegi 12. Upplýsingar í síma 456 4181. Óska eftir slöngubát og 4-10 hestafla utanborðsmótor fyrir lítinn pening. Upplýsingar í síma 869 4845. Til leigu er 3ja herb. íbúð að Urðarvegi 49, kjallara. Uppl. í síma 456 3547 og 895 0339. Til sölu er Zetor traktor, 4x4, árg. 1999 með ámoksturstækj- um ásamt flatvagni. Uppl. í s. 892 3652 og 456 7358. Vantar tvær notaðar útihurðir með karmi. Uppl. í síma 892 3652 og 456 7358. Til sölu er 24m² sumarbústaður í Dagverðardal, utan snjóflóða- hættusvæðis. Húsgögn fylgja. Verð kr. 500 þús. Upplýsingar í síma 456 3663 eftir kl. 19. Sjóngleraugu töpuðust á brenn- unni í Tunguskógi. Finnandi vinsaml. hringi í s. 899 0743. Vantar sérbýli á Ísafirði á leigu í gamla bænum. Upplýsingar í síma 849 0113. Bæjaryfirvöldum í Ísafjarð- arbæ barst fyrir nokkru bréf frá eigendum húss á Flateyri, búsettum í Noregi, þar sem þess var krafist að sveitarfé- lagið keypti húsið á helming brunabótamats eða rétt tæpar átta milljónir króna. Bréfið var lagt fram á fundi bæjarráðs sem hafnaði erindinu. Í bréf- inu er Ísafjarðarbær ásakaður um að hafa eyðilagt fasteigna- verð á Flateyri með því að leigja út sumarbústaði allt árið um kring og selja hús á snjó- flóðahættusvæði á lágu verði. Í bréfinu segir meðal annars um útleigu bæjarins á sumar- bústöðum: „Þessi útleiga ykkar hefur eyðilagt sam- keppnisstöðu okkar um út- leigu á okkar húsi. Fólk hefur frekar leigt ódýrt sumarhús en eitt raðhús, þannig að við höfum þurft að leigja það undir kostnaðarverði í 4 og ½ ár. Við viljum líka benda á að húsin sem Ofanflóðasjóður keypti, hefur Ísafjarðarbær verið að selja langt undir sölu- verðmæti húsanna, þannig að það vill enginn kaupa á eðli- legu verði.“ Í niðurlagi bréfsins segir: „Við gefum ykkur þrjár vikur frá dagsetningu þessa bréfs [19.7.2002] til að svara þessu, ef við fáum ekki svar innan þess tíma, verður málið sent í félagsmálaráðuneytið.“ Eigendur íbúðarhúss á Flateyri rita bæjaryfirvöldum bréf Segja bæinn hafa eyðilagt fasteignaverð Einar Garðar Hjaltason, fyrrum forseti bæjarstjórnar á Ísafirði Sótti um sveitarstjórastarf í Súða- vík en var ráðinn á Stöðvarfirði Einar Garðar Hjaltason, sem lengi var búsettur á Ísa- firði, hefur verið ráðinn sveit- arstjóri Stöðvarhrepps á Stöðvarfirði eystra. Einar starfrækti fiskvinnsluna Sund ehf. á Ísafirði um árabil og hlaut eldskírn sína í sveitar- stjórnarmálum þegar hann var bæjarfulltrúi og forseti bæjar- stjórnar Ísafjarðarkaupstaðar fyrir um áratug. Þá var mikill átakatími í bæjarmálum Ís- firðinga, ólíkt því sem verið hefur síðustu árin. Einar Garð- ar sótti nýlega um starf sveit- arstjóra Súðavíkurhrepps en var ekki ráðinn. Honum kom því nokkuð á óvart þegar ráðn- ingarstofa hafði samband við hann vegna starfs sveitarstjóra á Stöðvarfirði. „Ég sótti um í Súðavík en lenti á Stöðvar- firði. Þetta er dæmigert fyrir mig. Oftast fer allt á annan veg hjá mér en ég ætlaði í upphafi. Niðurstaðan er þó eins ánægjuleg fyrir því“, seg- ir Einar Garðar, „og satt best að segja óska ég Ómari ný- ráðnum sveitarstjóra í Súða- vík gæfu og velfarnaðar.“ Einar Garðar segist hafa sóst eftir sveitarstjórastöðu Súðavíkurhrepps vegna þess að hann hafi verið farið að langa til þess að breyta um umhverfi og atvinnu, en hann hefur verið búsettur á Akur- eyri um nokkurra ára skeið. „Mig langaði í sveitina að fá mér ábrystir og lunda úr Vigur. Þegar ég flutti norður var ég að hasla mér völl í innflutningi á hráefni til rækjuvinnslu og þorski til fiskvinnslu og því starfi var betur sinnt frá Akureyri. Nú er hins vegar umhverfið að breytast í rækjubransanum og ekki mikið pláss fyrir smá- fugla eins og mig þar og því heillaði sveitarstjórastarfið. Mig var farið að langa vestur og því fór svo að ég sótti um í Súðavík“, segir Einar Garðar og bætir því við að hann skilji sáttur við rækjubransann. „Það er skylda hvers Ísfirðings að eyða einhverjum tíma í rækjunni og það er af hinu góða ef maður kemst óskadd- aður gegnum það. Rækjan hefur farið illa með margan góðan drenginn.“ Það er Einari Garðari til- Einar Garðar Hjaltason. hlökkunarefni að takast á við nýtt starf á Stöðvarfirði. „Þetta er ögrandi verkefni sem verð- ur gaman að spreyta sig á. Ég hef heimsótt Stöðvarfjörð í nokkur skipti og sé ekki betur að þetta sé vænsti bær sem jafnast fyllilega á við sam- bærileg þorp á Vestfjörðum.“ Aðspurður hvernig honum líki að vera kominn aftur í pólitík eftir langt hlé segist Einar vissulega til í þann slag. „Það hafa verið að hringja í mig menn og ýmist óska mér til hamingju eða votta mér samúð sína að vera kominn aftur í pólitíkina. Ég fann ekki fyrir neinum fráhvarfsein- kennum þegar ég hætti í póli- tíkinni á sínum tíma. Hins vegar kenndi ég rómantíkur þegar tekið var að auglýsa sveitarstjórastöðurnar í sumar og mig langaði að vinna svona vinnu. Starfið er fjölbreyti- legra en það var á sínum tíma í kjölfar þess að grunnskólar- nir eru komnir inn líka.“ Einar Garðar segir að á vinnutengdum ferðalögum um allan heim hafi hann gert sér grein fyrir því hversu fram- arlega Íslendingar standa í sveitarstjórnarmálum. „Til dæmis hef ég bara á þessu ári verið í Afríku í tvo mánuði og heimsótt Austur-Evrópu og séð nokkuð glöggt hvað menn eiga þar langt í land með ýmis mál er varða sveitarstjórnir. Kerfi sveitarstjórna hér á landi er fastmótað og byggt á mjög traustum grunni en jafnframt er stjórnkerfið opið og lýðræð- islegt. Hrifning mín á íslensk- um sveitarstjórnarmálum jókst eftir því sem ég ferðaðist víðar og ég varð stoltur af því hvernig við rekum þetta hér.“ Einar Garðar byrjar störf í þessari viku. Hann segir sitt fyrsta verk þar verða að dusta rykið af reiðhjólinu sínu. Einn starfsmaður eftir hjá VoiceEra og sá er launalaus Starfsfólkið hefur ekki enn fengið launin að minnka við okkur enda minni peningur í rekstrinum nú en áður. Sem stendur er ég eini starfsmaður VoiceEra og vinn launalaust í þokkabót en Hallur Hallsson er enn í Kan- ada ásamt fjölskyldu sinni. Við höfum aflað okkur forrit- ara hér í Reykjavík sem eru reiðubúnir að vinna fyrir hlut í fyrirtækinu og búumst því við að forritunarvinna geti hafist að nýju fljótlega eftir verslunarmannahelgina“, sagði Porter. Aðspurður hvenær fyrrum starfsfólk VoiceEra geti vænst launagreiðslna fyrir vinnu sína í maímánuði segir Porter að hann geti ekki sagt til um það að svo komnu máli. „Ég vona þó að það verði fyrr en seinna og helst í þessum mán- uði. Það veltur allt á því hvern- ig okkur gengur að selja eigur fyrirtækisins. Við þurftum að greiða skatta og lífeyrisgjöld nýlega sem voru meira aðkall- andi en launagreiðslurnar og því urðu þær að sitja á hakan- um í bili. Það var leiðinlegt að fresta launagreiðslunum en nauðsynlegt svo að VoiceEra fengi starfað áfram“, sagði Cameron Porter, stjórnarfor- maður VoiceEra. Fyrrverandi starfsmenn há- tæknifyrirtækisins VoiceEra í Bolungarvík hafa enn ekki fengið greidd laun fyrir maí- mánuð. Öllu starfsfólki Voice- Era var sem kunnugt er sagt upp frá og með mánaðamót- um júní-júlí. Í viðtali er bb.is átti á þeim tíma við Cameron Porter, stjórnarformann Voice- Era, sagði hann að stefnt væri að því að starfsfólkið fengi greitt innan 30 daga og að verið væri að selja eignir í eigu fyrirtækisins til þess að fjármagna launagreiðslurnar. Porter sagði þá m.a. að „pen- ingurinn sem við greiðum starfsfólkinu er sá eini sem mun fara úr rekstrinum á næst- unni“ og tók fram að markmið fyrirtækisins væru enn þau sömu og í upphafi: Að byggja upp öflugt hátæknifyrirtæki í Bolungarvík. Þegar blaðið náði tali af Porter í síðustu viku var hann að leggja síðustu hönd á flutn- ing VoiceEra úr starfsstöð fyr- irtækisins í Reykjavík í minna húsnæði þar í borg. „Við erum Veggirnir við olíutankana á hafnarsvæðinu á Ísafirði hafa aldrei þótt sérstök bæjarprýði en nú hefur orðið þar breyting á. Vinnuskólakrakkarnir í Deild 21 tóku sér fyrir hendur að hreinsa veggina og skrapa og síðan voru þeir skreyttir lit- ríkum og skemmtilegum myndum. Bandaríska listakonan Holly Hughes hafði umsjón með verkinu. Meðal myndefna eru víkingaskip og nautið, sem er ein af landvættunum fjórum og verndari Vestfjarða. Olíufélagið Skeljungur lagði til málninguna í þetta verkefni. Sæmilega fiskaðist í júlí hjá bátum sem gera út frá Suðureyri. Að vísu voru gæftir frekar lélegar en vel veiddist þegar gaf á sjó. Alls komu á land rúm 570 tonn í júlí en í júní komu 775 tonn á land, enda var veður með eindæmum gott snemma sumars. Handfærabátar skiluðu um 460 tonnum á land í júlí og var Unnur þeirra hæst með rúm 28 tonn í 10 löndunum. Línubátar skiluðu 110 tonnum og var Hrönn langaflahæsti báturinn með rúm 62 tonn. Suðureyri Sæmileg- ur afli hjá bátum í júlímánuði

x

Bæjarins besta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.