Bæjarins besta


Bæjarins besta - 08.08.2002, Page 8

Bæjarins besta - 08.08.2002, Page 8
8 FIMMTUDAGUR 8. ÁGÚST 2002 Stakkur skrifar Verslunarmanna(ó)helgi Netspurningin Stakkur hefur ritað vikulega pistla í Bæjarins besta í mörg ár. Skoðanir hans á mönnum og málefnum hafa oft verið umdeildar og vakið umræður. Þær þurfa alls ekki að fara saman við skoðanir útgefenda blaðsins. Þrátt fyrir það bera ábyrgðarmenn blaðsins ábyrgð á skrifum Stakks á meðan hann notar dulnefni sitt. Netspurningin er birt viku- lega á bb.is og þar geta lesendur látið skoðun sína í ljós. Aðeins er tekið við einu svari frá hverri tölvu. Niðurstöðurnar eru síðan birtar hér. Spurt var: Telur þú rétt að einkavæða rekstur sjúkra- húsa? Alls svöruðu 316. Já sögðu 47 eða 14,87% Nei sögðu 269 eða 85,13% Nú er verslunarmannahelgi lokið. Hún er mesta ferðahelgi ársins og stundum mætti halda að enginn væri maður með mönnum nema að leggja land undir fót. Fólk sest upp í bílana sína og ekur út um land, nú eða flýgur og siglir til Vest- mannaeyja á þjóðhátíð. Löngu áður en helgin rennur upp fara landsmenn að kvíða því hvernig um- ferðin muni nú ganga þetta árið eða hversu mörgum verði nauðgað og hve margt fólk verði barsmíðum að bráð. Læknir á bráðamóttöku Landspítalans lýsti því glöggt hve langt villimennska sumra Íslendinga nær þegar kem- ur að slagsmálum og árásum á aðra. Jón Baldursson yfirlæknir veit sínu viti í þessum efnum. Næg er villimennskan fyrir þótt ekki sé stefnt saman ungmennum sem allir vita að muni leggja fyrir sig drykkjuskap og fíkniefnaneyslu með tilheyrandi afleiðingum. Svo virðist sem nú hafi tekist venju fremur vel til. Umferðin gekk því miður ekki slysalaust fyrir sig. Ungs manns er saknað eftir að bíll sem hann var farþegi í steyptist í Hvítá við Brúarhlöð. Hans var leitað án árangurs alla helgina. Kann- ski hefur þessi hræðilegi atburður haft áhrif á aðra í umferðinni til góðs. Að minn- sta kosti urðu ekki fleiri alvarleg slys. Menn setur hljóða við fréttir af slysum í umferðinni. En skelfingin dugar of skammt. Áður en við vitum af berast fréttir af banaslysum í umferðinni og alvarlegum meiðslum. Allt vegna þess að menn gera umferðina að vígvelli og öðrum vettvangi af tveimur til að fá útrás fyrir ofbeldishvatir sínar. Hinn er skemmtanalífið, sem endar því miður oft með því að saklausir borgarar tapa jafnvel lífinu, eins nýlegt en hryllilegt dæmi sýnir af ungum Ísfirðingi, sem ekkert hafði sér til saka unnið. Svo virðist sem öflugt eftirlit lögreglu um allt land hafi nú skilað árangri í um- ferðinni. Þar er sameiginlegt eftirlit á Vestfjörðum, sem tekið var upp fyrir tilstilli þáverandi lögreglustjóra á Ísafirði 1994, glöggt dæmi um að með því að stilla saman kraftana og leggja mikið undir næst árangur. Hrósa verður lögreglunni á Hólmavík fyrir að hafa nú tekið upp kröftugt eftirlit með umferð á Steingríms- fjarðar- og Holtavörðuheiðum. Vel á annað hundruð ökumenn voru staðnir að hraðakstri sem er eitt hættulegasta athæfið í umferðinni og minnir helst á ofbeldi þeirra sem virða náunga síns einskis og berja viðkomandi án tilefnis. Á sama tíma hefur lögreglustjórinn í Bolungarvík gerst baráttumaður fyrir auknum hraða á vegum um Óshlíð og Eyrarhlíð er kostað hafa nokkur mannslíf, auk slysa þar sem hurð skall nærri hælum með afleiðingum fyrir lífstíð. Slæmar eru fréttirnar um hörðu fíkniefnin sem gerð hafa verið upptæk á útihátíðum um liðna helgi. Furðulegra er að hleypa ósjálfráða börnum innan 18 ára aldurs einum á slíkar samkomur. Íslendingar verða að taka sig á og sýna að ætlunin sé að standa við 18 ára sjálfræðisaldurinn. Hækka verður bílprófsaldurinn í 18 ár. Annars er ekki mark að lögum um sjálfræði. Næsta ár verður að fylgja því strangt að enginn undir þeim aldri sé að þvælast á útisamkomum án fylgdar for- eldra. Bolungarvík Smábátasjó- menn réru 26 daga í júlí Alls komu 947 tonn af bolfiski á land í Bolungar- vík í nýliðnum mánuði. Aflahæsti línubáturinn var sem fyrr Guðmundur Ein- arsson en áhöfn hans land- aði 56,5 tonnum í júlí. Þá var Bernskan hæst hand- færabáta með 28 tonn úr 14 róðrum. Vel gaf fyrir bolvíska smábátasjómenn sem reru 26 daga af 31 í júlímánuði. Þá komu 14.036 tonn af loðnu á land í Bolungarvík Vestfirðir Hæstu greið- endur útsvars Tíu hæstu útsvarsgreið- endur á Vestfjörðum eru þessir samkvæmt álagn- ingu 2002: Sveinn Rögnvaldsson, Patreksfirði, kr. 3.742.983, Guðmundur R. Guðmunds- son, Drangsnesi, kr. 2.105.773, Þórhallur Ara- son, Þingeyri, kr. 2.022.727, Þorsteinn Jó- hannesson, Ísafirði, kr. 1.882.786, Jón Björgvin G. Jónsson, Patreksfirði, kr. 1.731.026, Ómar Ellerts- son, Ísafirði, kr. 1.391.837, Gunnar Albert Arnórsson, Ísafirði, kr. 1.384.867, Leif Halldórsson, Patreksfirði, kr. 1.364.627, Kristján Ingi Sveinsson, Bolungarvík, kr. 1.333.167 og Kristinn R. Hermannsson, Ísafirði. kr. 1.325.446. Kynningarátak síðustu ára á Vestfjörðum farið að skila sér Stóraukin umfjöllun um Vestfirði í frönskum blöðum og tímaritum Flugleiðir, Vesturferðir og ferðaþjónar á Vestfjörðum hafa í tvö sumur staðið fyrir kynnisferðum franskra blaða- mannahópa til Vestfjarða, eins og fram hefur komið á bb.is. Sú vinna hefur greinilega skil- að sér í aukinni umfjöllun franskra blaða og tímarita um Vestfirði sem áhugavert ferða- mannasvæði. Mörg þeirra hafa birt íburðarmiklar greinar þess efnis frá því að kynningin hófst, m.a. stórblaðið Le Monde. Í nýútkomnu hefti franska útivistartímaritsins Grands Reportages er að finna feiki- langa umfjöllun um kjálkann. Ljóst er að höfundurinn hefur orðið fyrir miklum hughrifum af heimsókn sinni því ekki sparar hann stóru orðin í lýs- ingum á náttúrufegurð og fjöl- breytni svæðisins. Með grein- inni, sem ber yfirskriftina Des fjords et des hommes (Af fjörðum og fólki), er fjöldi skemmtilegra ljósmynda sem eiga vel við efnistökin. Rúnar Óli Karlsson, ferða- málafulltrúi Ísafjarðarbæjar, segir of snemmt að segja til um það, hvort að aukin um- fjöllun franskra fjölmiðla um Vestfirði eigi eftir að skila sér í fleiri ferðalöngum frá Frakk- landi. Hann telur sig þó greina aukinn áhuga þarlendra ferða- manna á svæðinu. „Við erum farin að heyra það frá ferðaþjónustuaðilum á landinu að við þurfum að fara að gefa út kynningar- og upplýsingaefni á frönsku. Það segir manni að fjöldi fyrir- spurna um svæðið frá Frökk- um hefur aukist“, segir Rúnar Óli. Hann býst við því að framhald eigi eftir að verða á heimsóknum franskra fjöl- miðlahópa til Vestfjarða. „Kynningargildi þessara heimsókna er mikið að mínu mati og full ástæða til þess að halda þeim áfram um sinn.“ Opna í tímaritinu Grands Reportages. Holt Prestsetrasjóð- ur vill kaupa Prestsetrasjóður hefur gert kauptilboð í skólahús- ið gamla í Holti í Önund- arfirði. Tilboðið var lagt fram á fundi bæjarráðs Ísa- fjarðarbæjar og hljóðar upp á 2,5 milljónir króna. Í bréfi sem fylgdi kauptilboðinu kom fram að áformað væri að reka í húsinu kirkju-, og menningarmiðstöð. Samhljóða bréf hefur verið sent menntamála- ráðuneyti. Bæjarráð er já- kvætt fyrir sölu eignarinnar til sjóðsins og fól bæjar- stjóra að kanna afstöðu menntamálaráðuneytisins til tilboðsins. Hin árlega „Hjóna- og parakeppni“ Golfklúbbs Bolungarvíkur fór fram á Syðridalsvelli á laugardag. Keppnisfyrirkomulag var með þeim hætti að dregnir voru saman vanir og óvanir kylfingar sem léku saman 9 holur. Það „par“ sem varð hlut- skarpast í mótinu voru þeir Baldur Smári Einarsson og Jón Steinar Guðmundsson en þeir léku holurnar níu á 47 höggum. Í öðru sæti urðu bræðurnir Benedikt og Páll Guðmundssynir á 50 höggum og í þriðja sæti urðu Benedikt Sigurðsson og Þorbjörg Jónína Harðardóttir á 54 höggum. Á myndinni eru verðlaunahafarnir í Hjóna- og parakeppni GBO. bb.is

x

Bæjarins besta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.