Bæjarins besta


Bæjarins besta - 08.08.2002, Page 9

Bæjarins besta - 08.08.2002, Page 9
FIMMTUDAGUR 8. ÁGÚST 2002 9 Sjóskíði dregin af bíl í Holtsfjöru Þrír ungir Ísfirðingar gerðu sér það að leik í síðustu viku að draga sjóskíði með bíl í fjör- unni við Holt í Önund- arfirði. Þeir Þorsteinn Másson, Hákon Blönd- al og Albert Skarp- héðinsson skiptust á að standa á skíðunum meðfram fagurri Holtsfjörunni en tveimur dögum fyrr hafði annar hópur undir forustu Þorsteins gert það sama í sandfjöru í Bolungarvík. Þá olli grútarblandinn sjór við annan enda fjörunnar nokkrum vandræðum og varð Holt þess vegna fyrir valinu þegar leik- urinn var endurtekinn. Ekki er vitað til þess að sjóskíði hafi áður verið dregin af bíl á Íslandi. Hafmeyjan, sigurverkið í ár. Sandkastalakeppnin á Holtsfjöru Hátt í 300 manns mættu til leiks í ár Hátt í 300 manns lögðu leið sína á Sandkastalakeppnina í Önundarfirði á laugardag en hún hefur verið haldin árlega á sendinni Holtsfjörunni í ára- tug. Sigurverkið í keppninni var myndarleg hafmeyja með þarablöðkur fyrir hár og steina fyrir augu og fóru höfundar hennar heim klyfaðir verð- launum frá Bókhlöðunni og Sparisjóði Vestfirðinga. Einn aðstandenda mótsins, Guð- mundur Björgvinsson, sem oft er nefndur sandkastala- kóngur, segir ómögulegt að segja til um hver hafmeyjar- smiðurinn var. „Við erum alveg hætt að skrá hver gerir einstök verk, yfirleitt er þetta fjöldi manns sem sameinast við vinnuna og aðalatriðið er að hafa bara gaman af þessu. Fyrst og fremst snýst kastalakeppnin um að fara út að leika sér með börnunum sínum“, segir Guð- mundur. Dómnefnd í keppninni skipuðu þær Elísabet Gunn- arsdóttir, arkitekt, Dorothee Lubecki, ferðamálafulltrúi, og Sigríður Björk Guðjónsdóttir, sýslumaður Ísfirðinga. Höfðu þær ærinn starfa við að velja sigurverk úr hópi þeirra fimm- tíu listaverka er litu dagsins ljós þennan gráa laugardag. Peningar eru fólki ávallt hugleiknir, líka við sandkastala- smíðar, eins og þessi hundraðkall ber vitni um.

x

Bæjarins besta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.