Vinnan


Vinnan - 01.06.1944, Blaðsíða 17

Vinnan - 01.06.1944, Blaðsíða 17
óttarlegri auðsveipni gagnvart frekju stefnandans. Um 70—80 réttarskjöl voru lögð fram í málinu, flest þeirra símsend vottorð frá verkalýðsfélögunum um það, að jafnvel hinni fávíslegu kröfu stefnanda um sérstakt umboð frá þeim til verkfalls, hefði í rauninni verið full- nægt með nægum fyrirvara í þessari deilu. Venjulegur stefnandi og nokkurn veginn siðaður dómstóll mundi hafa talið sér nauðsynlegt og skylt að fá upplýst með framburði vitna hvort hin símsendu vottorð fælu raunverulega í sér það, sem þau gáfu til kynna eða ekki. Félagsdómur tók ekki einu sinni sínar eigin lögskýringar svo alvarlega, að hann léti sig henda slíkt. Eftir kröfu eða skipunum annars málsaðilja, þ. e. ríkisstjórnarinnar, lætur hann vottorðum félaganna nægja hið blinda auga valdmennskunnar og vinnur eins og fjandinn sé á hælunum á honum og að því er virðist með það eitt í huga að hafa lokið verki samkvæmt á- ætlun stefnanda. Skýringin á framkomu ríkis- og dómsvalds í þessu máli er nú orðin lýðum Ijós: Innnan núverandi ríkisstj órnar eru að verki hatröm og kaldrifjuð öfl, sem einskis svífast til að vinna al- þýðu landsins og stéttarsamtökum hennar tjón. Atökin út af vegavinnukjörunum voru sjáanlega fyrirfram und- irbúin og hugsuð af núverandi atvinnumálaráðherra og afturhaldsklíku þeirri, sem að honum stendur. — Þessi klíka hugðist að ráðast á lægsta garðinn í heildarvígi alþýðusamtakanna, þar sem samtökum vegavinnu- og dreifbýlismanna var að mæta. Krafa hennar var: kaup- lækkun, afnám 8 stunda vinnudagsins í allri vegavinnu, ónýting fjölda löglegra kjarasamninga og taxta verka- lýðsfélaga svo sem Verkam.fél Esju, Verkalýðsfél. Olfus- hrepps, Verkamannafél. Raufarhafnar o. fl. og útþurrk- un félagssvæða þeirra, sem þýddi í rauninni sama og að ganga af þessum félögum dauðum. — Til þess að ná uppfylling þessarar óska lét þessi klíka slitna upp úr samningum á síðustu stundu, setti frarn hinar ósvífnu kröfur sínar og auglýsti málshöfðun á hendur Alþýðu- sambandinu með gleiðgosalegum upphrópum í mál- gögnum afturhaldsins. Nú átti að koma rólegri yfir- vegun fólksins í opna skjöldu, með óvæntu óhlaupi og hávaða sprengjum, og brjótast í gegn. Dómstóllinn átti að þjóna sem hraðvirk vél í nútíma hernaði og ríða baggamuninn. En vopnið snerist í höndum upphlaups- manna. Þegar til kom urðu það verkamenn dreifbýlis- ins, sem komu féndum sínum á óvart með öflugri ein- ingu en nokkru sinni fyrr. Strax á fyrsta degi varð verkfall vegavinnumanna algert um land allt, og ýms sterkustu verkalýðsfélög bæjanna svöruðu samstundis málshöfðunargorgeir afturhaldsins með yfirlýsingu um samúðarverkfall við ýms ríkisfyrirtæki. Afturhaldið í ríkisstjórninni sá nú sitt óvænna og hætti við að láta Félagsdóm birta hneykslisúrskurð sinn þar til daginn BÖÐVAR GUÐLAUGSSON: Gráttu barn Gráttu uú barn mitt, gráttu eins og þig lystir. Á gólfinu liggja brotin gullin, sem þú mistir. Himinbláu augun í heitum tárum fljóta, góðu börnin gráta, er gullin sín þau brjóta. Hlusta þú ei á hjal mitt um hörpudiska og báta, láttu sem þú heyrir ei og haltu áfram oð gráta. Heimur jafnan hœðir hláturmilda drengi. Gráttu meira góði, gráttu hátt og lengi. eftir að það hafði orðið að gefast upp og ganga að öllum megin kröfum Alþýðusambandsins. Að endingu þetta: Með úrskurði sínum 19. maí s.l. í máli afturhaldsins gegn íslenzkri alþýðu og stéttarsamtökum hennar hefur Félagsdómur kveðið upp stéttardóm og orðið sér til skammar. Hér skiptir ekki máli hvort á bak við býr fávitahátt- ur, stigamennska eða hvorttveggja. Máli skiptir það, að hér hefur réttarstofnun, sem á að vera óháð og vinna samkvæmt fyrirmælum sérstakra laga reynst háð öðrum málsaðilja og kveðið upp úrskurð, sem fer í bága við bókstaf og anda viðkomandi laga. -—■ Hér hefur skapast fordæmi sem almennu réttaröryggi í land- inu getur stafað hætta af, og annað verra mun á eftir koma, ef þjóðin leyfir að áfram verði haldið á sömu braut. — Þótt samtök alþýðunnar standi nú jafn sterk eftir sem áður, verða þau þegar í stað að reisa kröftug mótmæli gegn þessum stéttardómi og gerræði valdhaf- anna í sambandi við hann. — Gera verður þá kröfu, að þessi stofnun réttar og laga verði ekki framvegis skipuð fulltrúum afturhalds og alþýðufénda, — og ef á þyrfti að halda verður hin vinnandi þjóð að vera við því búin, að gera þennan óskammfeilna stéttarúrskurð Fé- lagsdóms að biðdóm á hann sjálfan. VINNAN 125

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.