Vinnan


Vinnan - 01.10.1947, Blaðsíða 6

Vinnan - 01.10.1947, Blaðsíða 6
/■---------------------------A AF ALÞJÓÐAVETTVANGI V.___________________________/ Þrátt fyrir yfirlýsingu foringja amerísku verkalýðs- samtakanna, C. I. 0. og A. F. L., um aS þau muni ekki lúta fyrir þrælalögunum, Taft-Hartley-lögunum, hefur þó pólitískur ágreiningur komiS í veg fyrir allar aS- gerSir af þeirra hálfu fram aS þessu. Lögin mæla svo fyrir, aS allir forystumenn verkalýSs- félaganna skuli, fyrir þar til skipaSri nefnd, N.L.R.B., sverja aS þeir séu ekki kommúnistar eSa stuSnings- menn neinna „óþjóSlegra“ samtaka, en hugtakiS óþjóS- legur er þar ekki útskýrt nánar. Láti starfsmennirnir þetta undir höfuS leggjast, geta þeir ekki notaS sér heim- ild Wagner-tilskipunarinnar um aS mega krefjast at- kvæSagreiSslu undir eftirliti N.L.R.B. á hverjum þeim vinnustaS er ófélagsbundnir menn vinna, og ef meiri hluti verkamannanna greiSir atkvæSi meS verkalýSs- f.élaginu, er þaS orSiS löglegur samningsaSili fyrir alla á vinnustaSnum. Hægri öflin innan C. I. 0. hallast nú mjög aS hinni afturhaldssinnuSu stefnu A. F. L. til þess í samvinnu viS þau aS einangra vinstri öflin. Fram aS þessu hefur Philip Murray haldiS hægri mönnunum í skefjum af ótta viS aS innbyrSis átök gætu liSaS C. I. 0. í sundur. Nú lítur út fyrir aS hægri mennirnir ætli sér aS reyna aS koma í veg fyrir, aS C. I. 0. framkvæmi áætl- un sína um öfluga þátttöku í kosningunum 1948 í öllum kjördæmum, meS því aS leggjast á móti stofnun nýs flokks og í staS þess aSeins aS berjast gegn fáum af þeim mest verklýSsfj andsamlegu þingmönnum, eins og Emil Rieve í klæSiSnaSarsambandinu hefur nýveriS lagt til. * Holland og Belgía hafa gert meS sér samning um aS verkamenn beggja landanna skuli njóta fullra þjóSfé- lagstrygginga, í hvoru landinu sem þeir vinna. * VerkalýSssamtök SuSur-Kóreu hafa mótmælt því viS amerísku hernámsyfirvöldin, aS hægri flokkarnir taki þátt í undirbúningi myndunar LráSabirgSastjórnar í landinu. Telja þau þessum flokki vera stjórnaS af kvisl- ingum. * ÆskulýSssamtök Indónesiu hafa fariS fram á þaS viS verkalýSssamtökin í Egyptalandi, aS þau hindri aS skip á leiS frá Hollandi til Indónesíu fái aS taka kol eSa vistir í egypskum höfnum á leiS sinni í gegnum Suez- skurSinn. Nýlega stöSvuSu þeir skipiS Volendam á leiS til Indónesíu. A. L. N. * Holland tók í ár, í fyrsta sinn eftir stríSiS, þátt í hvalveiSum í suSurhöfum. LeiSangurinn veiddi 750 hvali er gáfu 13.000 smálestir af lýsi. NokkuS af hval- kjöti var soSiS niSur. RáSgerSur er annar leiSangur á næsta ári. * SíSan stríSinu lauk hafa verkalýSssamtök Ástralíu barizt fyrir 40 stunda vinnuvikunni. Fengizt hafSi viS- urkenning á henni í samningum viS ýmsa atvinnurek- endur en nú nýlega hefur Vinnudómstóllinn gert 40 stunda vinnuvikuna aS lögum,' eftir aS verkalýSssam- bandiS hafSi hótaS allsherj arverkfalli í október, ef hún væri ekki viSurkennd. * Landsfélag málmiSnaSarverkamanna í Póllandi telur nú yfir 300.000 meSlimi. ÞaS á nú 150 hvíldarheimili fyrir meSlimi sína og auk þess fjölda af barnahælum, þar sem börn meSlimanna njóta ókeypis dvalar. * AlþjóSasambandiS (W.F.T.U.) gengst í haust fyrir verkalýSsráSstefnu Asíulandanna. VerSur hún haldin í Delhi síSast í október. 22 þjóSir taka þátt í henni auk þess sem brezkir og amerískir fulltrúar mæta þar sem gestir. * Franska verkalýSssambandiS (C.G.T.) hefur krafizt þess, aS matarskammtur iSnverkamanna verSi aukinn. Bendir þaS á aS kartöfluuppskeran sé miklum mun meiri en síSastliSiS ár og aS engin veruleg vöntun sé á helztu fæSutegundunum. HöfuSerfiSleikarnir stafi af lélegu eftirliti stjórnarvaldanna meS dreifingu og skömmtun matvælanna, auk þess sem barlómur Rama- diers í útvarpinu hafi orSiS til þess aS stórlækka verS- lag á ýmsum matvælum, svo sem kartöflum og eggjum. A. L. N. 208 VINNAN

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.