Vinnan - 01.12.1948, Blaðsíða 28
Slys á vinnustað
Á síðastliðnu ári skipaði samgöngumálaráðherra, Emil
Jónsson, milliþinganefnd til að endurskoða lög um efirlit
með verksmiðfum og vélum og reglugerðir settar samkvæmt
þeim. Voru skipaðir í nefndina Jón E. Vestdal, verkfræð-
ingur, og Sæmundur Ólafsson, gjaldkeri Sjómannafélags
Reykjavíkur, án tilnefninga og hinn fyrrnefndi sem formaður.
Samkvæmt tilnefningu Alþýðusambands Islands var skipaður
Kristinn Ág. Eiríksson, járnsmíðameistari, Landsambands
iðnaðarmanna Guðmundur H. Guðmundsson, húsgagna-
smíðameistari, og samkvæmt tilnefningu Félags íslenzkra
iðnrekenda Fáll S. Pálsson, lögfræðingur.
Lög þau, er að ofan getur, miða að því, að eftirlit sé
haft með velflestum vinnustöðum í landi, svo að verkamenn
hafi viðunandi aðbúnað og frá öllu sé þannig gengið, að
slysahætta sé sem minnst. Hafa lögin áreiðanlega gert mikið
gagn á undanförnum áratugum. En þau eru nú tuttugu ára
gömul, og margt hefur breytzt á þeim árum til hins betra,
einkum þó hvað aðbúnað verkamanna á vinnustöðvum snert-
ir. En eigi er það samt alls staðar, sem slík breyting hefur
orðið til hins betra. Sums staðar eiga verkamenn við lítt
betri kjör að búa að þessu leyti en verið hefur á síðustu
öld. Það er því eigi að ófyrirsynju, að lagafyrirmæli þessi
séu endurskoðuð.
Nefndin hefur fyrir nokkru afhent ráðherra frumvarp til
laga um öryggisráðstafanir á vinnustöðvum, er hún hefur
samið. Mun það verða lagt fyrir Alþing það, er nú situr.
Frumvarpinu er skipt í 10 kafla, og er það alls 53 greinar.
Því fylgir ýtarleg greinargerð, sem verkamenn ættu að kynna
sér eftir föngum. En „Vinnunni“ þykir ástæða til að taka
upp einn kafla úr greinargerðinni, slys á vinnustað, og fer
hann hér á eftir:
Engar skýrslur er hægt að fá um það, hve tíð
slys eru á vinnustað. Fréttir af öllum minni háttar
slysum berast lítt eða ekki út fyrir hvern einstakan
vinnustað, enda er þeim, sem fyrir slysinu verður,
eigi bætt tjónið að öðru leyti en því, sem vinnu-
veitandinn gerir hverju sinni. Um bætur fyrir slys
er þá fyrst að ræða, þegar sá, sem fyrir slysinu
verður, deyr af völdum þess, verður öryrki eða
verður óvinnufær lengur en 10 daga, en hér teljast
þ þeir einir til öryrkju, sem misst hafa 15 % eða
meira af starfsorku sinni. Eru fá önnur slys tilkynnt
Tryggingarstofmm ríkisins en þau, sem eru þess
eðlis, að um bætur geti verið að ræða. En gera má
ráð fyrir, að öll eða langflest þess konar slys séu til-
kynnt. Um þau eru því til nákvæmar skýrslur. Hef-
ur Tryggingarstofnun ríkisins góðfúslega látið
nefndinni í té ýmsar upplýsingar varðandi þessi
slys, og er það sem hér fer á eftir, byggt á þeim
uppíýsingum, og aðeins þau slys tekin með, sem eru
bótaskyld samkvæmt ofanrituðu.
Þess ber að geta, að iðntrygging sú, sem hér er
um að ræða og upplýsingar Tryggingarstofnunar
ríkisins byggjast á, náði eigi til annarrar landbúnað-
arvinnu en vélavinnu, engrar skrifstofuvinnu og
engrar vinnu við húshjálp. Er slík vinna því eigi
talin hér með, hvorki að því er snertir tryggingar-
tíma né slys.
Eigi vannst tími til að sundurliða eftirgreindar
skýrslur eftir starfsgreinum, eins og æskilegt hefði
verið, heldur varð að fara eftir flokkun þeirri um
áhættu, sem iðgjöld til Tryggingarstofnunar ríkisins
er bundin við. í hverjum áhættuflokki eru margar
starfsgreinar, og vísast um það í reglur um áhættu-
flokkun og ákvörðun iðgjalda fyrir slysatryggingar
nr. 222/1939. Lægst eru iðgjöld fyrir 1. áhættuflokk,
þ. e. talin er vera minnst hætta á slysum í þeim
starfsgreinum, sem honum heyra til. Iðgjöldin fara
síðan hækkandi frá flokki til flokks og eru hæst
fyrir 10. áhættuflokk.
f eftirgreindri töflu I má sjá, hve víðtæk sú trygg-
ing er, sem hér er um að ræða. í fyrsta dálkinum
eru áhættuflokkarnir, en í næstu þrem dálkunum er
tryggingartími iðntryggingarinnar eftir áhættuflokk-
um fyrir árin 1944—46, og er hann gefinn upp í
vikum. Sé gert ráð fyrir, að sérhver hinna tryggðu
hafi starfað allt árið og í sömu starfsgrein, má finna
fjölda „ársmannanna" með því að deila tryggingar-
viknafjöldanum með 52. Hefur svo verið gert, og
má sjá útkomuna í þrem síðustu dálkunum.
í næstu töflum (tafla II—IV) má sjá fjölda þeirra
slysa, sem bætt hafa verið hin umræddu ár (1944—
’46), og er þess þar jafnframt getið, hve mörg slys
hafi valdið dauða og hve mörg örorku. í þessum
töflum eru sömuleiðis sundurliðaðar greiðslur trygg-
inganna vegna slysanna. Um þá sundurliðun viH
Tryggingarstofnun ríkisins láta þess getið sérstak-
lega, að gera megi ráð fyrir enn meiri útgjöldum
vegna þessara slysa en fram kemur hér, einkum þó
272
VINNAN