Vinnan - 01.12.1948, Blaðsíða 16
JÓN SIGURÐSSON:
Tuttugasta og fyrsta þing
Alþýðusambands Islands
Tuttugasta og fijrsta þing Alþýðusambands ís-
lands var haldið dagana 14.—20. nóv. s. 1.
Aðdragandi og undirbúningur þessa þings verka-
lýðssamtakanna var með nokkuð öðrum hætti en
undanfarið hefur verið.
í nóvemher 1944 náðu kommúnistar meirihluta á
18. þingi sámbandsins með ýmsum bolabrögðum
svo sem með því að gera afturreka fulltrúa frá félög-
um er ekki náðu að kjósa á hinum tilsetta tíma
o. s. frv.
Þessum meirihluta héldu svo kommúnistar þar til
nú, eða í fjögur ár, og notuðu sér aðstöðuna innan
samtakanna óspart til áróðurs fyrir flokk sinn komm-
únistaflokkinn, og til þess að útbreiða hina rúss-
nesku einræðisstefnu.
Á s. 1. sumri tókst samvinna milli allra lýðræðis-
sinna innan samtakanna um það, að bjarga verka-
lýðssamtökunum úr klóm kommúnista, og varð bar-
áttan í kosningunum nú, harðari en nokkru sinni
fyrr.
Kosningunum lauk, eins og kunnugt er, með
glæsilegum sigri lýðræðissinna er áttu 140 fulltrúa
í þingbyrjun en kommúnistar aðeins 109 fulltrúa.
Eftir skrifum kommúnista að dæma mátti búast
við að reynt yrði að beita einhverjum ofbeldisráð-
stöfunum af þeirra hálfu, til þess að halda sam-
bandinu enda reyndist það svo, eins og nú verður
að vikið.
Þingið var sett kl. 2 e. h. sunnudaginn 14. nóv.
eins og til stóð og voru þá flestir fulltrúar mættir.
Gert hafði verið ráð fyrir því að fundi yrði haldið
áfram eftir þingsetningu, en vegna þess að kjör-
bréfanefnd hafði ekki unnist tími til að ljúka störf-
um var að þingsetningu lokinni frestað fundi til kl.
9 um kvöldið.
Þrátt fyrir það að lög Alþýðusambandsins og
þingsköp mæli svo fyrir um, að kjörbréfanefnd sé
skipuð þrem dögum fyrir þingbyrjun, var hún skip-
uð miklu seinna og ekki kölluð saman til starfs fyr
en aðeins þrem klst. áður en þing átti að hefjast.
Jón SigurSsson
í kjörbréfanefnd voru skipaðir: Lúðvík Jósefsson
og Guðmundur Vigfússon af hálfu kommúnista og
Jón Sigurðsson fyrir lýðræðissinna. Kærur lágu fyrir
á 12 félög, þar af frá sambandsstjórn á 8 félög.
Aðal kæruefni frá sambandsstjórn var, að félögin
hefðu látið undir höfuð leggjast að senda meðlima-
skrá til skrifstofu sambandsins og auk þess hefðu
sum félög stórfalsað kjörskrá, að hennar dómi.
Akærur J)essar höfðu við lítil og engin rök að
styðjast, og því ógerningur að taka þær til greina.
Fundur hófst að nýju kl. 9 um kvöldið og byrjaði
með því að forseti skýrði frá því að samkomulag
hefði ekki orðið í kjörbréfanefnd um afgreiðslu kjör-
bréfa og kæmi því álit hennar í tvennu lagi.
Lúðvík Jósefsson er hafði framsögu fyrir meiri-
hluta nefndarinnar, þ. e.' kommúnista, lagði til, að
kjörbréf allra fulltrúa væru tekin gild nema um 50
fulltrúa frá um 12 félögum, þar á meðal Sjómanna-
félags Reykjavíkur, Bifreiðastjórafélagsins Hreyfill,
Vlf. Akraness, Vlf. Baldur á ísafirði og Verkal,- og
sjóm.fél. Keflavíkur.
Jón Sigurðsson er var í minnihluta nefndarinnar
og hafði framsögu fyrir lýðræðissinna mótmælti sak-
aráburði á hin ýmsu félög sem algerlega ástæðulaus-
260
VINNAN