Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2021, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2021, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIR og Ellý tekur undir. „Þá sagði ég: við skulum stoppa aðeins. Ég kem úr sambandi sem er erfitt. Getum við ákveðið það að tala alltaf fallega saman, af virðingu og ástúð? Við tókum þá bara ákvörðun um að sleppa öllum stælum. Oft talar fólk óvarlega án þess að taka einu sinni eftir því.“ Hlynur bendir á að það þurfi að vera hægt að biðjast afsökunar þó að það sé erfitt. Samskiptin verði að vera góð. „Ég bjóst samt alltaf við því að þetta færi að enda. Hún var alltaf tilbúin að fara. Ég rétti henni lykilinn á tíunda degi sambandsins. Við vorum 47 ára þegar við kynntumst og ég vissi að hún var mann- eskjan. Ég hef hitt alls konar vitleysinga. Mig hafði alltaf langað í konu sem væri dökk- hærð listakona. Það var mín draumatýpa.“ „Og ég fór í sjónvarpið og reyndi allt en hann tók ekkert eftir mér,“ segir Ellý og hlær. Útbrot og áfengi Hlynur og Ellý höfðu bæði verið einhleyp í nokkur ár þegar þau kynntust, með til- heyrandi stefnumótum og tin- dergangi. „Ég man eftir einu skrítnu. Ég var búinn að mæla mér mót við konu en deginum áður en við ætluðum að hittast í fyrsta skipti sá ég hana sitja í bíl fyrir utan heima hjá mér. Það var skrítið. Ég hætti við.“ Ellý hefur fengið alls konar undarleg skilaboð. „Ég fór á Tinder. Ég lenti ekki í neinu hryllilegu en ég fékk skrítin skilaboð frá manni sem sagði að hann langaði að bjóða mér út á stefnumót því ég hefði verið uppáhaldsþulan hans, en hann vildi ekki gera það því hann væri svo hræddur um að verða fyrir vonbrigðum. Svo var einn sem drakk sig allt of fullan og steyptist allur út í rauðum útbrotum.“ Undarlegu stefnumótin leiddu þau þó að lokum til hvors annars – með smá hjálp frá móður og systur Hlyns. „Það hefur aldrei verið neitt drama eða rifrildi hjá okkur. Allt fyrsta árið beið ég eftir sprengjunni,“ segir Ellý. „Það er eitt að rífast en annað að vera heitt í hamsi og ræða um hlutina,“ segir Hlynur. „Svo skiptir máli að skilja manneskjuna og hætta að reyna að breyta fólki. Ég vakna stundum klukkan sex á morgnana og fer að mála. Hann er ekki að skipta sér af því. Ég var að kenna líkams- rækt og lyfta, hann sagðist ekki gera það. Ég minntist ekki orði á það og bað hann aldrei að koma með mér. Þremur mánuðum seinna sagðist hann vilja prófa og við höfum alltaf farið saman síðan.“ „Ellý er í sjálfstæðum rekstri og það er alls konar sem hún gerir sem ég skil ekki. Ég segi ekki við hana ekki kaupa fleiri striga þó þeir komist varla fyrir. Ég tek tillit til þess hver hún er.“ Týndi auganu Hlynur er blindur á öðru auga og hefur verið frá unglings- aldri. Ellý hafði ekki hugmynd um það þegar þau Hlynur fóru að hittast. „Ég stal bílnum og keyrði á vegg þegar ég var 14 ára. Ég var villingur. Rúðan splundr- aðist og ég varð blindur á öðru auga og fékk marga skurði í andlitið. Í dag er ég með gerviauga.“ „Ég vissi það ekki þegar við kynntumst. Manstu eftir því þegar við fórum á deit og þú tókst það úr?“ „Ég missti það,“ segir Hlyn- ur. „Stundum fer augnhár bak við augað og þá þarf ég að taka skelina úr.“ „Hann var að skola skelina en svo missti hann hana og spyr mig: hvar er augað? Ég fór bara að leita,“ segir Ellý og hlær. „Þetta er bara yndislegt. Það var smá aðlögun. Hann rak sig í mig einu sinni í byrj- un sambandsins og ég fékk glóðarauga,“ segir Ellý og vísar í að Hlynur er ekki með fullt sjónsvið. „Ég var með glóðarauga og hann með gerviauga. Það var samt bara fyndið. Það góða við Hlyn er líka að hann skilur svo margt. Hann var með yfir 100 ör í andlitinu eftir slysið. Hann skilur áföll. Hann skilur svo margt sem ég er að reyna að útskýra.“ Pakkinn Sambandið þróaðist hratt og hugmynd um bónorð gerði vart við sig. „Mig langaði að biðja hana að giftast mér eftir sex mán- uði.“ „Ætlaðir þú að biðja mig um að giftast þér eftir sex mán- uði?“ „Ég hugsaði það strax fyrstu vikuna. En ég vissi að það væri betra að bíða svo ég fengi ekki strolluna yfir mig. Þú sagðir líka við mig að þú værir pakki. Opinber mann- eskja með pakka á bakinu. Það eru allir með pakka á bakinu.“ „Mér fannst ég ekki nógu góð fyrir þig. Mér fannst ég vera í skítnum. Ég bjó þarna í þessu leiguherbergi því ég var búin að missa húsið eftir skilnaðinn. Það var allt skrif- að á mig og það stefndi í gjald- þrot, en það gekk reyndar ekki í gegn fyrr enn nýlega,“ út- skýrir Ellý sem flutti úr stóru einbýlishúsi í Hlíðunum í her- bergi fyrir ofan skemmtistað í miðborginni. Þar bjó hún með yngstu dóttur sína 10 ára, sem dvaldi þó einnig hjá föður sín- um, en þau deila forræði. „Ég var að fara úr stóru ein- býlishúsi þar sem mér leið illa og í þetta herbergi, en mér leið vel þó þetta hafi verið erfitt. Ég var frjáls. En svo kynn- ist ég manni sem var ótrú- lega góður við mig. Ég sagði honum strax frá þessu. Að ég byggi þarna og hvernig pen- ingamálin væru.“ Á þessum tíma var Ellý byrjuð að mála sem hún segir vera mikla blessun og hún kenndi einnig í líkamsræktar- stöðinni Reebook. „Það var lifibrauðið mitt og þar komst Ellý var þula um árabil og er ein vinsælasta spákona landsins. Ástina sá hún þó ekki fyrir. MYND/SIGTRYGGUR 12. FEBRÚAR 2021 DV Það er ekkert sem heitir að láta sambandið ganga upp. Ef þú ert í lagi í hausnum, ert ekki að stjórna, drekka, í einhverju rugli, ert heiðarlegur og opinn með sjálfan þig, þá er þetta ekkert mál.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.