Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2021, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2021, Blaðsíða 11
Hún kvaddi mig svo og sagði: „vertu í bandi“.“ „Ég hugsaði bara, einmitt,“ bætir Ellý við, sem bjóst ekki við að heyra í honum aftur. Súkkulaðikakan „Á sunnudeginum sendi ég henni mynd af súkkulaðiköku þegar ég er að loka Horninu og skrifaði: viltu köku?“ Ellý brosir. „Mér fannst það svolítið skemmtilegt. Hann var ekki að spyrja í hverju ég væri.“ Ellý sló til og var mætt stuttu seinna. „Ég kem inn, staðurinn er lokaður og það eru kertaljós, súkkulaðikaka og rjómi.“ „Svo fórstu og ég kyssti þig á kinnina bless,“ segir Hlynur. Á þessum tíma bjó Ellý í herbergi fyrir ofan skemmti­ staðinn Strawberries í Lækj­ argötu. Ellý röltir heim með vinkonu sína í símanum sem er að fletta Hlyni upp á Goo­ gle. „Ég vildi vita hver hann væri.“ Á meðan er Hlynur heima að velta sér upp úr því af hverju hann hafi ekki boðið Ellýju heim. Hugrekkið magnaðist með fram eftirsjánni og hann sendi henni skilaboð. „Ég hefði átt að bjóða þér heim.“ Þau hlæja bæði innilega. „Ég svaraði og sagði: viltu að ég komi? Ég var ekki að fara að leika neina leiki. Þú finnur það á fyrstu 4 mínútunum ef það er eitthvað við manneskj­ una. Og það var eitthvað. Þú bara finnur orkuna.“ Það eru þrjú ár síðan og í dag eru þau alsæl í sam­ búð, trúlofuð og bíða þess að mamma Ellýjar sem býr í Lúxemborg komi til landsins svo þau geti gift sig. „Kjóllinn er tilbúinn og allt,“ segir Ellý. Skömmin að mistakast „Ellý var mjög brotin þegar við kynntumst. Hún ætlaði sér alls ekki í neitt samband og var alltaf tilbúin með töskuna sína. Skyldi aldrei neitt eftir hjá mér. En ég fattaði hana strax. Ég þurfti að vanda mig ef ég ætlaði ekki að missa hana út um dyrnar.“ En hvernig líður þér núna? „Mér líður vel. Börnunum mínum þremur gengur vel, ég er orðin amma og við erum með ömmu­ og afabarnið einu sinni í viku. Hlynur er rosa­ lega góður afi,“ segir Ellý, uppfull af ró. En það er ekki langt síðan að taugakerfið víbr aði og hún var á stöðug­ um flótta. Flótta undan erfið­ leikunum sem fylgja ljótum skilnaði og því að missa ver­ aldlegar eigur sínar. „Það eru tvö ár eftir af þessu gjaldþroti. Ég klára þetta gjaldþrot og byrja nýtt líf en ég ætla aldrei að eiga neitt aftur,“ segir Ellý og segir skömmina sem fylgir gjald­ þroti mikla. „Ég er enn að eiga við það. Þetta er alveg glatað. Að mér hafi mistekist. Af hverju gerði ég þetta? Af hverju leyfði ég það að allt væri sett á mitt nafn?“ Hlynur horfir fast á hana. „Manni mistekst alls konar. Þér mistókst bara þetta – og mér mistókst eitthvað annað. Þetta er bara lífið.“ Ekki reyna að stjórna Það er mikil ró inni á heimil­ inu og ástin áþreifanleg. Val­ entínusardagurinn er á sunnu­ daginn og því gott að leyfa sér að heiðra og veita ástinni meiri athygli – og sérstaklega því sem virkar. Spurð um hvað þurfi til að láta sambandið ganga svarar Hlynur: „Það er ekkert sem heitir að láta sambandið ganga upp. Ef þú ert í lagi í hausnum, ert ekki að stjórna, drekka, í einhverju rugli, ert heiðar­ legur og opinn með sjálfan þig, þá er þetta ekkert mál.“ Foreldrar Hlyns giftust á Valentínusardaginn og mamma Hlyns, arkitekt ástar þeirra, verður sjötug á Val­ entínusardaginn svo ástin er sannarlega í hávegum höfð þar á bæ. „Við tókum strax ákvörðun um að tala alltaf fallega við hvort annað. Ég hafði ein­ hvern tíma sagt: æi, vertu ekki svona stressuð,“ segir Hlynur DV 12. FEBRÚAR 2021 Mér fannst ég ekki nógu góð fyrir þig. Mér fannst ég vera í skítnum. FRÉTTIR 11

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.