Blik - 01.12.1941, Page 5

Blik - 01.12.1941, Page 5
B L I ,K 19 hönd konunnar. Þær bar hratt yfir og innan Iítillar stundar námu þær staðar fyrir utan lítið hús í út- jaðri þorpsins. Þær stöppuðu af sér snjóinn og gengu inn. Að innan hljómuðu glaðværir barnahlátrar. Þeir þögnuðu samt brátt, þegar umgangurinn heyrðist. \ Þrjú börn komu hlaupandi á móti ferðafólkinu. Þau heilsuðu mömmu sinni og litu forvitnisaugum til Söru. Eftir vanalegum mælikvarða hefði þetta ekki þótt fínt hús. En í augum Söru var þarna allt mjög ríkmannlegt. Á hillunum stóðu látúnsstjakar oig skinu og ljómuðu, nýfægðir og gljáandi. í einu horninu stóð grenitré og beið eftir að verða skreytt. Við eldavélina stóð gamáll mað- ur og hellti uppá könnuna. “Gott kvöld, Anna mín,“ sagði hann “hefir þú jólagest með þér?“ “Já, pabbi, ég fann hana liggj- Andi í ;s\kafli við veginn. Þar hefði hún sjálfsagt helfrosið, hefði ég ekki fundið hana. “Guð blessi litla jólagestinn okk- ar,“ svaraði gamli maðurinn og kinkaði kolli til Söru. Nú koru ejnhver inn. “Guðs frið í bæ- inn,“ sagði hajin. Þetta var maður Önnu. “En hvað þú hefir skemmtilega jófagjöf með þér,“ mælti hann og leit vingjamlega til Söru. Hún hlustaði á allt þetta og vissi hvorki í þennan heim né annan. Hversvegna voru al'lir svona góð ir núna? Jú! Mamma hafði ein— hverntíma sagt, að á jólunum væru allir menn svo góðir, af því að þá fæddist Jtsú-barnið. Kannske var þetta ástæðan. En þetta var allt of dásamlegt, til þess að það gæti varað lengi. En Sara litla var orðin alvarlega veik og varð að 'Uggja í rúmjnu. En |hú skulum við hverfa frá þessum litla hamingjusama hóp og líta inn í annað húd í bænum'. Á hverju aðfangadagskvöldi var það alvanalegt í Straumvík, að heyra fátæku börnin segja hvert við annað: „Bráðum kemur seðill- inn frá Helgu frænku.“ En hver var svo þessi frænka, sem átti svona marga litla frænda og frænkur? Jú, það er einmitt hún, sem við skuhim heimsækja. Hún var skipstjóraekkja og bjó í stóru húsi í miðju þorpinu á- samt dóttur sinni. Á hvetjum jólum sendi hún fá- tækustu börnum þorpsins 10 kr. seðil hverju. Þetta var kærkomin gjöf, og fyrir þetta hlaut hún nafnið frænka. En eitt var sérstakt við þessa gjöf. Sá, sem bezt notaði hana, Framhald á 31. síðu

x

Blik

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Blik
https://timarit.is/publication/1522

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.