Blik - 01.12.1941, Qupperneq 7
B L I K '
21
menntun sína, svo að þær geti
fremur orðið dugandi og nýtar
konur í þjóðfélaginu.
Við lærum hér matreiðslu, sauma
vefnað og yfirleitt allt, sem að
hússtjórn lýtur. Auk þess lærum
við heilsufræði, næringarefnafræði,
uppeldisfræði, íslenzku og leikfimi.
Á kvöldin sitjum við allar við
handavinnu og hlustum á útvarp-
ið. Stundum eru lesnar upp sög-
ur, eða sungið og spilað, og er þá
oft glatt á hjalla. Þetta minnir á
kvöldvökurnar í gamla daga, þeg-
ar allt heimilisfólkið sat við vinnu
sína og einn eða fleiri heimilis-
mannanna skemmtu hinum.
Það hefir mikið færzt í vöxt
nú hin síðari ár, að fólk leitaði
skemmtana utan heimilis síns og
því finnist það yfirleitt ekki geta
skemmt sér heima eða fundið á-
nægju þar. Þetta er vitleysa. Fólk
getur vel skemmt sér heima, ef
það aðeins vill. Það er svo ótal-
margt, sem hægt er að iðka sér
tií skemmtunar og fróðleiks á
heimili sínu, en það yrði of langt
niá að fara út í það hér.
Skólinn hér er eitt stórt heimili,
þar sem hver einstckur leggur sig
fram til þess að gera allt vist-
legt ogsskem'mtilegt.
Kostnaðurinn við dvölina í
svona skója er auðvitað nokkur,
og ekki eru það allir, sem geta
kostað sig í þá. Með góðum' vilja
geta menn þó oft gert stórvirki
auralitlir, og margar stúlkur gætu
sparað það mikið við sig, að þær
eignist á tiltölulega stuttum tíma
þá fjárhæð, sem til þess þarf að
stunda nám í þessum skólum.
Við viljum því hvetja allar ung-
ar stúlkur, sem eiga þess kost,
að fara í húsmæðraskóla, því að
þær munu vissulega aldrei iðrast
bess.
Með beztu kveðjum.
Magnea Hannesdóttir.
Gunnþóra Kristmundsd.
Sigurína Friðriksdóttir.
Við þökkum þessum stúlkvm
okkar innilega fyrir bréfiðog ósk-
um þtim blessunar í námi og
starfi. Við vonum, að bréfið verði
öðrum ungum stúlkum til hvatning
ar og húsm^ðraskólamáli Eyjanna
til nokkurs framdráttar.
Ég vil geta þess persónulega,
að mér er ánægja að því að geta
greitt götu ungra og efnilegra
stúlkna hér að húsmæðraskólunum
í svejtum landsins. Etn stúlka héð-
ar. stunda nú nám í Hallormsstaða
skóla og getur sér góðan orðstír,
eftir því sem frézt hefir. Það er
vissulega gleðilegt.
Þ. Þ. V.