Blik - 01.12.1941, Síða 8

Blik - 01.12.1941, Síða 8
22 B L I K Ólafur Björnsson: þjódkynningarstarf Þau íveggja veíra kynni, sem ég hefi haft af Qagnfræðaskólan- um á fsafirði, gem kennari þar, hafa sannfært mig um, að ísfirzk æska er ekki einungis hraust og tápmiki] líkamsræktaræska, heldur einnig — og ekki síður — áhuga- söm fyrir námi, vitandi það, að að kröfur tímans um almenna menntun fara vaxandi og undan þeim verður ekki flúið. Þegar ég lít í huganum yfir þann hóp ungra Isfirðinga, sem nú sækja ýmist aðra skóla eða eiga að skipa sitt rúmí í ísfirzka veiðiflotanum, finnst mér ég skulda þeim maklegt lof. Það var því óneitafilega með nokkurri eftirvæntingu, að ég kom híngað í fæðingarbæ minn. En þau stuttu kynni, sem ég hefi baft af Vestmannaeyjaæskunni, hafa enn ekki orðið mér vonsvik. Og ég vænti þess, að svo þurfi ekki að fara. Ég þykist hafa orðið þess var á þeim stutta tíma, sem ég hefi verið hér, að sitthvað sé svipað með ísfirðingum og Vestmannaey- ingum, enda eiga þeir um margt við lík skilyrði að búæ Ég er þess fullviss, að þeir gæbi margt hvorir af öðrum iært, ef í skóium. þeim gæfist góður kostur á heppi- legri kynningu. fsland er ekki stórt, — en þó svo síón að hætt er við, að íbúar 'flarlægra landshluta kynnist aldrei svo almennt sem vert væri og jafn- vel nauðsyn krefur nú á tímum, þegar aþir íslendingar skyldu vera minnugir orðanna: „sameinaðir síöndum vér, sundraðir föllumi vér,“ ekki aðeins fyrir hættum, sem aðsteðja utan frá, heldur einnig innan frá. Ég treysti eng- um betur til að vera fulltrúar í slíku kynningarstarfi, en einmitt heilbrigðri, siðaðri æsku. Menntamönnum margra þjóða er nú ljóst, að heppilegt kynningar- starf milli þjóðanna hefir grund- vallarþýðingu fyrir friðsamlega menningarsambúð. Af þeim ástæð- unr hafa nú vérið tekin upp stúd- entaskipti milli háskóla framandi landa. En væntanjega er þetta aðeins vísir að víðtæku kynningarstarfi, sem stuðlað gæti að vaxandi sam- úð og gagnkvæmum skilningi milli þjóða og samlendra manna.; Ég held, að hér bíði skólanna mikilvægt hlutverk. Það hefir.ver- ið venja, þegar ástæður hafa leyft,

x

Blik

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Blik
https://timarit.is/publication/1522

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.