Blik - 01.12.1941, Page 15

Blik - 01.12.1941, Page 15
B L I K 29 gengur, geta sjómenn látið liggja vel á ser, — ekld sízt á leið- inni til Siglufjarðar, og skyldi eng- inn lá þeim það. Ve. 14.-11.-1941 Erlingur Eyjólfsson. (3. bekk) Á GÆGJUM, Heil og sæl, nemendur og kenn- árar Gagnfræðaskólans. 1 vetur hefi ég haft betri að- stöðu en oft áður til þess að fylgj- ast með félagsmálum og skemmt- analífinu í skólanum ykkar. Því veldur náið vinfengi við Sollu og Gunsu, Rúa og Adda. Einnig hafa þeir Fiddi og Sæmi verið mér hlið- hollir á stundum. Af sérstakri tilviljun sá ég söng- leikinn “Kúrekarnir frá Texas“, sem var hrífandi og listrænn. Leikstjóri var Árni Guðjónsson frá iBreiðhol'ti, en aðalleikandinn var nefið á B. T. Sá drengur mun vissulega geta sungið með sínu nefi, þegar það stækkar og fest- ist. Ég sá einnig ástaræfintýrið “Björsi barón á biðilsbuxunur*i.“ Það féll mér vel í geð. Sérstaklega dáðist ég að séra Dodda, hversu hann bað hennar Bertu eðlilega og -ásthrifinn. ó, ég hugsaði til mjnna æskuára, þegar ég hafði biðla á hverju.m fingri og meira en það. En aldrei bað mín neinn eins einlæglega og Doddi bað Bertu í leiknum. Satt að segja fann ég til afbrýðisemi, þótt gömul sé. — Já, hann Doddi sá kemur til með að geta biðlað, drengurinn sá, þegar honum vex fiskur Um hrygg. — Þá dáðist ég ekki isíður að henni Bertu, hvað: hún hryggbraut hann meðtmiktum myndugleik, enda var “Björsi ba- rón“ hálfgerður flibbaræfiIL Þannig eigum við að vera, stúlk- urnar. Við erum tíðum of gin- keyptar í ástamálum og makkinu, og metum okkur sjálfar of lítils oft og tíðum, þegar mannleysur og drykkjularfar leita eftir kunnings- skap okkar eða ástum. Ég hefi mikla Jífsreynslu í þessum efnum, því að ég hefi nú slitið barnsskón- um fyrir tugum ára og látið ást- arvíti gelgjuskeiðsins og duggara- bandsáranna verða mér til vjarnað- ar. Annars hefði ég kannske lent í branzanum nú eins og hinar fitlgjörnu drósir. Ójá, en sleppum því hér og snúum okkur að leikn- um. — Þarna lék hún Sólveig stút- ungsrontu af hreinni snilld, Ella vinnukona var “réttur maðut á rétt um stað, — já, afbragð. Þá var háðfuglinn hann Skúli með sirt- ingspottlokið svarta svona heldur bærilegur. Hann minnti á gamlan útlifaðan kardínála frá miðöldum.

x

Blik

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Blik
https://timarit.is/publication/1522

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.