Bæjarins besta


Bæjarins besta - 22.01.1997, Page 1

Bæjarins besta - 22.01.1997, Page 1
Blaðsíða 12Blaðsíða 9 Stórsigur KFÍ gegn Breiðablik Bæjarins besta Miðvikudagur 22. janúar 1997 • 3. tbl. • 14. árg. ÓHÁÐ Á VESTFJÖRÐUMFRÉTTABLAÐ Stofnað 14. nóvember 1984 • Sími 456 4560 • Fax 456 4564 • Netfang: hprent@snerpa.is • Verð kr. 170 m/vsk Fyrrum framkvæmdastjóri Júpiters hf. Ákærður fyrir 22,7 millj- óna króna skattalagabrot Ríkissaksóknari hefur höfð- að opinbert mál fyrir héraðs- dómi Vestfjarða á hendur fyrr- um framkvæmdastjóra Júpiters hf., í Bolungarvík, sem úr- skurðað var gjaldþrota 16. apríl 1993, fyrir brot á lögum um virðisaukaskatt, brot á lögum um staðgreiðslu opinberra gjalda og fjárdrátt. Nýtt þing- hald í málinu fer fram 26. febrúar nk., og er málflutningur ráðgerður í mars. Ákærða er gefið að sök að hafa eigi staðið innheimtu- manni ríkissjóðs skil á virðis- aukaskatti sem félagið hafði innheimt á árunum 1992 og 1993, samtals að fjárhæð kr. 11.184.010. Þá er ákærða gefið að sök að hafa eigi staðið ríkissjóði skil á kr. 8.978.419, sem haldið hafði verið eftir af launum starfsmanna félagsins á árunum 1992 og 1993, sam- kvæmt ákvæðum laga um stað- greiðslu opinberra gjalda nr. 45/1987, sbr. lög nr. 90/1987. Ákærða er einnig gefið að sök að hafa eigi staðið Lífeyrissjóði Bolungarvíkur skil á lífeyris- sjóðsgjöldum, samtals kr. 2.630.575, sem haldið var eftir við útborgun launa starfsmanna félagsins á árunum 1992 og 1993, til greiðslu iðgjalda þeirra til lífeyrissjóðsins. Ríkissaksóknari hefur krafist þess að ákærði verði dæmdur fyrir framangreint brot. Ákærði kvaðst fyrir héraðsdómi ætla að halda uppi vörnum í málinu, en sagðist engu að síður vera reiðubúinn að tjá sig stuttlega um ákæruna. Hann taldi sig ekki hafa gerst brotlegan við þau ákvæði laga, sem tilgreind eru í ákæru, en varðandi 1. og 2. kafla ákæruskjals, er lítur að broti á lögum um virðisauka- skatt og broti á lögum um staðgreiðslu opinberra gjalda, sagði ákærði hafa verið í gildi samkomulag milli Júpiters hf., og innheimtumanns ríkissjóðs um skil á umræddum gjöldum. Þá hafi einnig verið fyrir hendi samkomulag milli félagsins og Lífeyrissjóðs Bolungarvíkur um skil á lífeyrissjóðsgjöldum. Ákærði kvaðst því hvorki hafa gerst sekur um fjárdrátt, né brotið gegn lögum um virðisaukaskatt, lögum um staðgreiðslu opinberra gjalda eða 262. gr. almennra hegn- ingarlaga. Sigmundur Hannes- son hrl., hefur verið skipaður verjandi ákærða í málinu en Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumaður á Ísafirði, sækir málið af hálfu ákæruvaldsins. Lið KFÍ vann stórsigur á botnliði úrvalsdeildar, Breiðabliki, í íþróttahúsinu á Torfnesi á laugardag. Lokatölur leiksins urðu 92-63 fyrir heimamenn. Með KFÍ lék nýjasti leikmaður liðsins, Kanadamaðurinn Chiedu Odiatu, og stóð hann sig vel, þrátt fyrir að hafa aðeins náð að mæta á eina æfingu fyrir leik. Ungir áhangendur KFÍ flykktust að Chiedu í leikslok og hafði hann í nógu að snúast við að gefa þeim eiginhandaráritanir. Suðureyrarhreppur Rannsókn á viðskiln- aði sveitarstjóra Rannsóknarlögregla ríkisins hefur nú til meðferðar beiðni lögmanns Ísafjarðarbæjar, um opinbera rannsókn á viðskiln- aði og fjárreiðum fyrrverandi sveitarstjóra á Suðureyri. Málið kom upp þegar unnið var að milliuppgjöri á reikn- ingum hjá sveitarfélaginu en þá komu í ljós atriði sem stjórnendur Ísafjarðarbæjar vildu fá nánari skýringar á. Sveitarstjórinn sem um ræðir lét af störfum á síðasta ári og tók þá við starfi sparisjóðs- stjóra á Þórshöfn. Hann mun hafa sagt upp því starfi í byrjun þessa árs. Héraðsdómur Vestfjarða Málum fækkaði á síðasta ári Málum sem bárust til héraðs- dóms Vestfjarða á síðasta ári fækkaði lítillega frá árinu 1995, samkvæmt upplýsingum sem blaðið fékk frá dómnum fyrir helgi. Árið 1995 bárust dómn- um 317 mál en á síðasta ári voru þau sextán færri, eða 301 talsins. Gjaldþrotamálum fjölgaði um fjögur mál á milli áranna 1995 og 1996, úr 50 málum í 54. Einkamálum fækkaði hins vegar um 28, úr 199 málum í 171 mál. Sjóprófsmálum fjölg- aði um sex mál, úr átta málum í fjórtán og ákærumálum fjölg- aði um tvö mál, úr 60 í 62 mál. Ísafjarðarflugvöllur Beintengd vefsíða með nýj- ustu upplýsingum um flug Flugleiða og Flugfélags Norð- urlands til Ísafjarðar er komin á Internetið. Á vefsíðunni eru upplýsingar um komu- og brottfarartíma flugvéla framan- greindra flugfélaga og endur- nýjast upplýsingarnar á þriggja mínútna fresti. Á vefsíðunni eru flug Flug- leiða merkt með bláum lit og flug Flugfélags Norðurlands með rauðum. Ef ófært er til Ísafjarðar koma fram athuga- semdir, þar sem greint er frá því hvenær flug skuli athugað næst. Þá er á vefsíðunni að- gangur að nýjustu veðurspá sem og að upplýsingum um flug til og frá Keflavíkur- flugvelli. Vefsíðunni er haldið við af starfsmönnum Flugleiða á Ísafjarðarflugvelli en um- sjónarmenn hennar eru þeir Gunnar Atli Jónsson og Björg- vin Arnar Björgvinsson. Þegar blaðið skoðaði vefsíð- una á mánudagsmorgun, höfðu 694 heimsóknir borist á síðuna. Netfang upplýsingasíðunnar er: http://www.ismakk.is/flugleidir/ Upplýsingar um flug á Netinu Blaðsíða 6 Kvótakerfið er eins og krabbamein Sólarskáldið Guðmundir Ingi níræður Kaupir Ísa- fjarðarleið keppinautinn?

x

Bæjarins besta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.