Bæjarins besta - 22.01.1997, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 22. JANÚAR 1997
Útgefandi:
H-prent ehf.
Sólgötu 9,
400 Ísafjörður
% 456 4560
o 456 4564
Ábyrgðarmenn:
Sigurjón J. Sigurðsson
Halldór Sveinbjörnsson
Ritstjóri:
Sigurjón J. Sigurðsson
Blaðamaður:
Magnús Hávarðarson
Netfang:
hprent@snerpa.is
Stafræn útgáfa:
http://www.snerpa.is/bb
Bæjarins besta
Stofnað 14. nóvember 1984
Bæjarins besta er aðili að samtökum bæjar- og héraðsfréttablaða.Eftirprentun, hljóðritun, notkun ljósmynda og annars efnis er óheimil nema heimilda sé getið.
?Spurning
in
Eru Vest-
firðingar á
netflugi?
LeiðariLafði Díana
Þegar frammámenn hins vestræna heims taka sig hátíðlega,
tala þeir af fjálgleik um hversu gott við eigum að búa við lýðræðislegt
stjórnarfar, sem svo er nefnt. Þar sé ólíku saman að jafna við löndin
þar sem einræðisseggir skammta almúganum skít úr hnefa í skjóli
hervalds, meðan þeir sjálfir baða sig í gullhaugum líkt og Jóakim
frændi.
Þetta er allt saman gott og blessað. Þegar okkar sjálfumglöðu
leiðtogar mata okkur á lýðræðisást sinni eru þeir snillingar í að
gleyma hversu gjarnt þeim er að hundsa almenning eða gera lítið
úr skoðunum hans og afstöðu. Þessi árátta leiðtoganna birtist
einkum með tvennum hætti. Í fyrsta lagi með algjörri þögn, þeir
þegja hlutina í hel, og í annan stað með yfirlýsingum um
þekkingarleysi viðmælanda í viðkomandi máli.
Hin eina og sanna lafði Díana vogaði sér fyrir nokkru að hvetja
leiðtoga þjóða til að taka höndum saman um að banna notkun
jarðsprengja. Árlega örkumlast og deyja um þrjátíu þúsund manns,
einkum börn, af völdum þessa hættulega vopns, sem ómögulegt
er að forðast. Viðbrögð stjórnmálaleiðtoga við orðum Díönu voru
eftirtektarverð. Leiðtogar breska íhaldsflokksins umturnuðust og
sökuðu prinsessuna um gáleysislegt tal og þekkingarleysi.
Sérfræðingar í stríðsrekstri voru kallaðir til vitnis. Vel má vera að
lafðina skorti þekkingu á hagsmunum vopnaframleiðenda og á
refilstigum stjórnmálanna. Henni kom gott eitt til og voru ljósar
afleiðingar þessa hræðilega vopns, sem börn að leik eru varnarlaus
fyrir. Hvað sem líður geðveikiskasti stjórnmálamanna út af orðum
prinsessunnar á hún þakkir almennings skilið.
Íslenskir stjórnmálamenn hafa í ríkum mæli tileinkað sér þagnar-
og þekkingarleysistæknina, þegar afstaða almennings kemur
þeim illa. Þegar óþægilegar spurningar eru bornar fram, kjósa
þeir að þegja. Bréfum og blaðagreinum er ekki svarað. Fólk er ekki
virt viðlits. Komist þeir ekki upp með þögnina er gripið til
ásökunarinnar um þekkingarleysi. Hver kannast ekki við þetta
algenga svar stjórnmálamannsins: Þú skilur þetta ekki! Þetta er á
misskilningi byggt! Þar með er málið afgreitt. Því miður virðast æði
margir sveitarstjórnarmenn vera litlir eftirbátar fyrirmyndanna á
alþingi og í stjórnmálaflokkunum.
Afskipti lafði Díönu komu við kaunin á hagsmunaaðilum, sem
voru fljótir að kippa í spottann á stjórnmálamönnunum.
Hagsmunaaðilum, sem ráða ferðinni í heimi stjórnmálanna. Það
fyrirbrigði þekkjum við vel hér á landi. s.h.
Sautján ára bolvískur hjálparsveitarmaður
Lenti í snjóflóði í Esjunni
Gestur Pálmason, 17 ára
bolvískur félagi í Hjálparsveit
skáta í Garðabæ, barst um 150-
200 metra með snjóflóði í
Grafardal í Esju á sunnudag,
er hann var við æfingar með
félögum sínum. Gestur var
fastur í snjóflóðinu í um hálfa
klukkustund en þá tókst félög-
um hans að grafa hann upp. Í
fyrstu var talið að hópur hjálp-
arsveitarmanna hefði lenti í
flóðinu, en síðar kom í ljós að
fimm höfðu lent í flóðinu og
tókst fjórum þeirra að krafla
sig úr því strax.
Talið er að Gestur hafi verið
á nær tveggja metra dýpi er
hann fannst. Þar sat hann fastur
en hafði samt ákveðið rými til
að anda. Gestur var með snjó-
flóðaýlu innan á sér og er talið
fullvíst að það hafi flýtt mjög
fyrir því að hann fannst. Gestur
slapp án meiðsla en var nokkuð
kaldur fyrst eftir að hann hafði
verið grafinn upp úr snjónum.
Gestur er sonur leikarans
góðkunna Pálma Gestssonar og
Soffíu Vagnsdóttur, sem bæði
eru fædd og uppalin í Bolungar-
vík.
Námskeiðahald fyrir atvinnulausa á Þingeyri
Ekki hægt að ætlast til þess að
við förum að keyra til Flateyrar
Í desember s.l. var, að undirlagi félagsmálastjóra Ísafjarðar-
bæjar, sett á stofn nefnd atvinnulausra á Þingeyri. Að sögn Val-
dísar B. Kristjánsdóttur, eins nefndarmanna, stendur nefndin
fyrir opnu húsi einu sinni í viku þar sem fólk kemur saman til
skrafs og ráðagerða. „Við erum búin að vera á fullu við að setja
á laggirnar tölvunámskeið fyrir atvinnulausa sem byrjaði 20.
janúar. Það eru tveir 13 manna hópar í gangi og verður til að
byrja með kenndur vélbúnaður tölvunnar og ritvinnsluforritið
Word. Við höfum einnig sett upp aðstöðu fyrir fólk sem hefur
áhuga á smíðum og þess háttar og höfum opið þar tvisvar í viku.
Einnig er í bígerð ýmislegt annað sem ekki hefur verið endanlega
ákveðið og get ég nefnt í því sambandi fyrirhugað vélavarða-
námskeið og fiskvinnslunámskeið.“
Valdís var innt álits á gagnrýnisröddum sem hafa beinst að
Þingeyringum vegna trega þeirra til að sækja vinnu t.d. á
Flateyri þar sem skortur hefur verið á starfsfólki. „Það er ekki
hægt að ætlast til að við förum að keyra til Flateyrar, - fólk sem
er með börn hér á leikskóla þarf að fara fyrr af stað og kemur
seinna heim. Fólk er heldur ekki hrifið af að keyra t.d.
Gemlufallsheiðina þar sem nýlega varð alvarlegt slys eins og
flestir vita, og Hvilftarströndina út á Flateyri sem er þekkt
snjóflóðasvæði.“ Valdís sagði að hún vissi til að einhverjir
Þingeyringar væru komnir í vinnu á Suðureyri en taldi upp á að
einhverjir þeirra væru þar að staðaldri. „ Bæði Freyja á Suðureyri
og Bakki í Bolungarvík hafa auglýst eftir fólki hérna en ég veit
ekki til þess að Flateyringar hafi auglýst.“
Nýtt söluumboð fyrir bifreiðar frá Heklu hf.
Bílagarður tekur til starfa
Nýtt fyrirtæki á Ísafirði,
Bílagarður ehf., hefur
tekið við söluumboði
nýrra bifreiða frá Heklu
hf., í Reykjavík. Bíla-
garður, sem er í eigu
þeirra Sævars Hjörvars-
sonar og Sigurðar Ósk-
arssonar, eigenda Eyrar-
steypu ehf., verður til
húsa að Grænagarði á
Ísafirði, og hefst starf-
semin með mikilli bíla-
sýningu, laugardaginn 1.
febrúar nk. Samhliða
opnun bílasölunnar, opnar
Bílagarður nýja varahluta-
verslun, þar sem boðið
verður upp á algengustu
bílavarahluti frá Stillingu
hf., í Reykjavík. Að sögn
Sævars Hjörvarssonar,
verður í fyrstu einungis
boðið upp á nýjar bifreiðar
en áætlanir standa til að
hefja sölu á notuðum
bílum innan eigi langs
tíma. Viðgerðarþjónusta
fyrir bifreiðar frá Heklu
verður áfram sem hingað
til hjá Bílaverksæði
Sigurðar og Stefáns
á Ísafirði.
Bílagarður verður til húsa að
Grænagarði á Ísafirði.
Kópavogur
Til heiðurs
skáldinu Guð-
mundi Inga
Sunnudaginn 26.
janúar mun Önfirð-
ingafélagið í Reykjavík
efna til afmælishátíðar
í tilefni 90 ára afmælis
Guðmundar Inga Krist-
jánssonar, skálds og
bónda á Kirkjubóli í
Bjarnardal, en það var
15. janúar s.l. Hátíðin,
sem haldin verður í
Digraneskirkju í Kópa-
vogi, hefst kl. 20 og
verður boðið upp á
fjölbreytta dagskrá til
heiðurs hinu aldna
skáldi.Mikill fjöldi lista-
manna mun koma
fram m.a. Sigrún
Hjálmtýsdóttir, Anna
Guðný Guðmunds-
dóttir og Karlakór
Reykjavíkur. Önfirð-
ingafélagið skorar á
sem flesta að mæta
en forsala aðgöngu-
miða verður laugar-
daginn 25. janúar kl.
10-14, í Álfaborg,
Knarrarvogi 4
í Reykjavík.
Arnór Jónatansson,
umdæmisstjóri Flug-
leiða á Ísafirði:
Þetta er sett upp sem
prufa til að byrja með og
ætlunin er að gefa fólki
færi á að fylgjast með
fluginu með hjálp þess-
arar síðu. Þarna eru upp-
lýsingar er varða flug
dagsins t.d. hvort það er
fært eða ekki, veðurspá
og eins hvort flug er á
áætlun. Við byrjuðum á
þessu 16. janúar og
viðbrögðin hafa verið
nokkuð góð og menn
sem eru mikið á netinu
eru mjög ánægðir með
þetta.
Netfarar hér vestra
eiga þess nú kost að
fylgjast með áætlunar-
flugi Flugleiða og Flug-
félags Norðurlands á
Internetinu. Viðbrögðin
hafa verið mjög góð og
hafa um 100 heimsóknir
verið á síðuna daglega
frá uppsetningu hennar.
Síðan er einkaframtak
starsfsmanna Flugleiða
á Ísafjarðarflugvelli.