Bæjarins besta - 22.01.1997, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAGUR 22. JANÚAR 1997 3
Atvinna
Vegna aukinna umsvifa vantar okkur ungt
starfsfólk í veitingasali og í önnur störf.
Nánari upplýsingar veitir framkvæmdastjóri
alla virka daga frá kl. 8:00 - 17:00.
Atvinna
Starfskraftur óskast til almennra prent-
smiðjustarfa. Um er að ræða framtíðarstarf.
Nánari upplýsingar gefur Halldór í síma
456 4560.
Þakkir
Innilegar þakkir færi ég öllum þeim sem
glöddu mig á 75 ára afmælinu, með góðum
gjöfum, kveðjum og heimsóknum.
Einnig þakka ég öllum þeim sem veittu
mér ómetanlega aðstoð að þessu tilefni.
Óska ég ykkur farsældar um alla framtíð.
Arnór Stígsson.
Fyrrverandi framkvæmdastjóri Júpíters hf.
Ákæran kom mjög á óvart
Fyrrverandi framkvæmda-
stjóri Júpíters hf., í Bolungar-
vík hafði samband við blaðið
og vildi koma eftirfarandi á
framfæri vegna opinbers máls
sem ríkissaksóknari hefur
höfðað á hendur honum, en þar
er framkvæmdastjórinn fyrr-
verandi ákærður fyrir 22,7
milljóna króna skattalagabrot.
,,Í fyrsta lagi eru liðin tæp
fjögur ár frá gjaldþroti Júpíters
hf. Þær skuldir sem nú er ákært
fyrir voru ljósar þá, og engin
tilraun var gerð til að draga þar
nokkurn hlut undan, allar
skýrslur lágu skýrar fyrir.
Í öðru lagi lá fyrir samkomu-
lag við Lífeyrissjóð Bolungar-
víkur um greiðslu iðgjalda.
Jafnframt var í febrúarmánuði
1993 gert greiðslusamkomulag
við sýslumanninn í Bolungar-
vík um greiðslu þeirra vanskila
á staðgreiðsluiðgjöldum og
virðisaukaskatti sem þá voru
til staðar.
Í þriðja lagi er það ljóst að
enginn ákveður að biðja um
gjaldþrotaskipti fyrr en eftir
að allar hugsanlegar leiðir hafa
verið reyndar. Í tilfelli Júpíters
var hvoru tveggja reynt, að fá
nýja hluthafa til liðs, og kannað
með sölu skipsins. Hvorug
leiðin tókst, og gjaldþrot var
staðreynd. Það að biðja um
gjaldþrot, er ekki lögbrot. Við
gjaldþrot duga ekki eignir fyrir
útistandandi skuldum. Í flest-
um tilfellum er um vanskil að
ræða á ýmsum rekstrargjöldum
þ.m.t. launatengdum gjöldum
og svokölluðum vörsluskött-
um. Í túlkun laganna heitir það
fjárdráttur ef fyrirtæki skilar
ekki inn lífeyrisiðgjöldum. Þar
er ekki um það að ræða að
fjármunum hafi verið stungið
undan af framkvæmdastjóra
eins og einhverjir gætu skilið
fréttaflutning af slíkum málum.
Algengara er að það sé eins og
í mínu tilviki, að framkvæmda-
stjóri verði fyrir fjárhagslegu
tjóni með því að hluti af launum
hans tapast, en hann er eini
starfsmaðurinn sem ekki fær
þau bætt við gjaldþrot. Það er
því sjaldnast af ásetningi að
umrædd gjöld eru ekki greidd.
Rekstrartekjur duga einfald-
lega ekki fyrir öllum þeim
greiðslum sem standa þarf skil
á, peningarnir eru ekki til
staðar. Því verður ekki trúað
að tilgangur lagasetningarinnar
hafi verið að lögsækja menn
við aðstæður sem þessar.
Í fjórða lagi er hægt að
fullyrða að í tilviki Júpíters
hf., er ekki hægt að ásaka
stjórnendur fyrir að of seint
hafi verið beðið um gjaldþrota-
skipti, eins og reyndin er í
sumum tilvikum. Í sjávarút-
veginum eru oft meiri sveiflur
en í öðrum greinum. Ekki síst
hvað varðar uppsjávarfiska.
Þótt lægð hafi verið í verði
loðnuskipa á vormánuðum
1993, var stutt í uppsveifluna.
Þannig má benda á, að 1. júlí
1993, aðeins tæpum þremur
mánuðum eftir gjaldþrotið,
hófst mesta ævintýrið til þessa
í loðnuveiðum Íslendinga. Það
má því til sanns vegar færa að
aðeins hefði þurft þrjá mánuði
til viðbótar til að bjarga fyrir-
tækinu frá gjaldþroti og lána-
drottnum frá skaða þeirra. Þess
skal getið hér að skipið var selt
eftir gjaldþrotið á kr.
225.000.000.- með öllum afla-
heimildum sínum. Með því
misstu Vestfirðingar eina
loðnukvóta sinn. Þar að auki er
mikið horft til aukinnar síld-
veiði, þar sem stór og öflug
skip eins og Júpíter duga best.
Vegna góðrar afkomu í veiðum
og vinnslu loðnu og síldar hefur
verð nótaskipa og aflaheimilda
í síld og loðnu hækkað veru-
lega. Varlega áætlað er sölu-
verðmæti Júpíters nú með þeim
aflaheimildum sem skipið
hafði, 800-900 milljónir
króna.”
Björgunarskóli Landsbjargar og SVFÍ
Fyrirlestur um mat á snjóflóðahættu
við snjóflóði og öryggisbúnað.
Fundurinn er ætlaður öllum
sem ferðast utan alfaraleiðar
að vetri til, hvort sem þeir eru
gangandi, á skíðum, á vélsleð-
um eða öðrum ökutækjum. Í
frétt frá skólanum segir að
atburðir síðustu helgar, þar sem
a.m.k. þrír aðilar lentu í snjó-
flóði hér á landi, sýni svo ekki
verði um villst, að full ástæða
er til að ferðamenn auki þekk-
ingu sína á snjóflóðum sem og
þeim hættum sem þau hafa í
för með sér.
Þátttökugjald fyrir fyrirlest-
urinn er 1.000 krónur og er
veglegt fræðslurit innifalið.
snjóflóðahættu fyrir ferðamenn
í Skátaheimilinu á Ísafirði, á
morgun, fimmtudaginn 23. jan-
klukkustund, verður meðal
annars fjallað um snjóþekjuna,
leiðarval í fjalllendi, viðbrögð
úar og hefst fundurinn kl. 20.
Á fræðslufundinum, sem
áætlað er að standi yfir á þriðju
Ísafjörður
Hljómsveitin Rós
tekur til starfa
Hljómsveitin Rós, sem
er nýtt innlegg til tón-
listarflutnings á Ísafirði,
hefur nú hafið starfsemi
og hyggst hasla sér völl
á öldurhúsum Ísa-
fjarðarbæjar og ná-
grennis. Hljómsveitina
skipa þau Þórunn
Snorradóttir, Jón H.
Engilbertsson og Alfreð
Erlingsson en þau léku
m.a. með hljómsveitinni
Dolby um árabil við
góðan orðstír.
Alfreð Erlingsson, Jón H. Engilbertsson og Þórunn Snorra-
dóttir.
Að sögn Alfreðs
Erlingssonar, hljóm-
borðsleikara sveitarinnar,
er ætlunin að leika tónlist í
víðasta skilningi þess orðs
og verður hún ætluð
öllum aldurshópum.
Hljómsveitin, sem form-
lega var stofnuð í haust,
hefur verið við æfingar í
nokkrar vikur og er nú
tilbúin í slaginn. Alfreð
segir að hljómsveitin hafi
tekið tæknina í þjónustu
sína til að fá meiri breidd í
hljóðfæraleikinn og að
það muni gefa mun meiri
möguleika bæði í hljómi
og lagavali.
Þeim sem áhuga hafa á
að nýta sér þjónustu
hljómsveitarinnar er
bent á að Alfreð sér um
bókanir í síma
456 4027.
Björgunarskóli Íslands og
Slysavarnafélag Íslands standa
fyrir fræðslufundi um mat á
Hótel Ísafjörður
Andblær
liðinna tíma
Menningarmiðstöðin
Edinborg, Litli Leik-
klúbburinn, Hótel Ísa-
fjörður og Byggðasafn
Vestfjarða hafa ákveðið
að efna til þorrablóts á
Hótel Ísafirði, laugar-
daginn 8. febrúar nk. Á
þorrablótinu verða flutt
fjölbreytt skemmtiatriði,
tónlist, rímur og fleira auk
þess sem stiginn verður
léttur dans við undirleik
harmonikku-hljómsveitar.
Í frétt frá Hótel Ísafirði
segir að þorra verði blótað
í þjóðlegum stíl, með trogi
á borðum, fullu af hákarli,
harðfiski, súrmat, sviðum
og fleira góðgæti sem
tilheyrir þessum árstíma.
Miðasala og upplýsingar
um þorrablótið fást á
Hótel Ísafirði.
Sama dag munu
Vesturferðir á Ísafirði efna
til ,,smakkferðar um
Ísafjarðarbæ og nágrenni.
Farið verður í söfnin í
Ósvör og Neðstakaupstað
og í hákarls- og harðfisk-
verkun þar sem smakk-
aður verður vestfirskur
þorramatur. Skráning í
ferðina er hjá Vestur-
ferðum í síma 456 5111.
Hótel Ísafjörður hefur ákveðið að efna til vestfirsks þorra-
blóts í samvinnu við þrjá aðra aðila.