Bæjarins besta


Bæjarins besta - 22.01.1997, Blaðsíða 6

Bæjarins besta - 22.01.1997, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 22. JANÚAR 1997 Kvótakerfið er sjúkdómur sem lýsir sér eins og krabbamein – það mun tortíma sjálfu sér Sveinbjörn Jónsson, á Suðureyri, þekkja flestir Vestfirðingar sem á annað borð fylgjast með sjávarútvegsmálum. Sveinbjörn hefur, þrátt fyrir ungan aldur, staðið lengi framarlega í baráttu smábátaeigenda fyrir hagsmunum sínum og tók þátt í stofnun Landssambands íslenskra smábátaeigenda ásamt Arthuri Bogasyni og fleirum árið 1985 og sat hann í stjórn félagsins fyrstu árin. Sveinbjörn komst heldur betur í fréttirnar þegar hann sumarið 1995 gerði ásamt fleirum, uppreisn gegn kerfinu með því að róa á steinbít á banndegi smábáta til að fá úr því skorið hvort það stæðist lög. Sveinbjörn er viðmælandi BB í opnuviðtali að þessu sinni. Í fyrstu sjóferðina 7 ára Sveinbjörn fæddist á Suður- eyri við Súgandafjörð 22. febr- úar 1949. Þar ólst hann upp og þar hefur hann alið allan sinn aldur að undanskildum 5-6 árum þegar hann var í námi í menntaskóla og síðan sím- virkjun. Foreldrar Sveinbjörns eru þau Jón Valdimarsson og Guðjóna Albertsdóttir á Suður- eyri og er Sveinbjörn næst yngstur af fimm systkinum og sá eini af þeim sem búsettur er á Suðureyri. Sveinbjörn og kona hans Elín Bergsdóttir, eiga þrjár dætur, Jónu Láru, Berglindi og Björg. Sveinbjörn hóf sjómennsku- ferilinn snemma og fór hann í fyrstu alvöru sjóferðina með Kristjáni heitnum Ibsen á vélbátnum Frey, aðeins sjö ára gamall. Hann var þó ekki ráðinn í skipspláss hjá Kristjáni eftir þetta en Sveinbjörn segir strákana á Suðureyri hafa leikið sér alla daga í fjörunni, á prömmum og bátum. Eins og algengt var á þessum árum, byrjuðu unglingar á Suðureyri snemma að vinna. „Við byrjuð- um að vinna svona 10-12 ára. Það var algengt að strákar réðu sig upp á hálfan hlut við beitningu á sumrin og þeir sem komust upp á lag við beitn- inguna og kláruðu skammtinn sinn á tiltölulega skömmum tíma, gátu að því loknu farið í fótbolta og ýmsa leiki.“ Að loknu skyldunámi hélt Sveinbjörn til frekara náms, fyrst að Núpi í Dýrafirði og síðan á Akureyri. Þaðan lá leiðin í símvirkjun í Póst- og símaskólanum en að honum loknum fór hann á flakk erlend- is og tók í það eitt ár. „Eftir heimkomuna vann ég í eitt ár hjá bróður mínum í Bernhöfts- bakaríi í Reykjavík en þá hafði Ólafur Þórðarson, fyrrverandi alþingismaður og þá skólastjóri heima, samband við mig til að fá mig til að kenna fyrir vestan. Ég sló til og þetta varð til þess að ég kenndi í níu ár hér við grunnskólann á Suðureyri eða frá 1975-1985. Á sumrin stund- aði ég handfæraveiðar á litlum bát sem við bræðurnir höfðum smíðað en fékk mér seinna annan bát til að nota sem sumarvinnu með kennslunni.“ Sjómennskan er baktería Það sem átti að verða sumar- vinna hjá Sveinbirni, þróaðist út í að verða baktería sem heltók hann og hætti hann því kennslunni og gerðist sjómaður að aðal atvinnu. Varla hafði talið snúist að sjómennsku fyrr en Sveinbjörn var farinn að tala um kvótakerfið. „Það má segja að ein ljótasta hliðin á kvótakerfinu sé svipting þess réttar einstaklinga eins og t.d. gamalla sjómanna, að geta eignast bát og fengið að lifa í tengslum við náttúruna tiltölu- lega lausir við stress. Það er algjör níðingsskapur við fólk að gefa því ekki svigrúm til þess.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.