Bæjarins besta - 22.01.1997, Side 7
MIÐVIKUDAGUR 22. JANÚAR 1997 7
Sveinbjörn var spurður hvort
hann hafi nokkuð velt fyrir sér
kvótakerfinu þegar það var sett
á 1984 og hvort það hafi
nokkuð komið við smábáta þá?
„Ég tók strax við mér þegar ég
sá hvað var að gerast. Við
Vestfirðingar höfðum búið í
nokkur ár við sóknarstýringu
þar sem engin aðför var gerð
að yfirburðum okkar til fiski-
miða. Við búum við það eins
og flestir vita, að hér eru gjöful
fiskimið. Það var stór þorsk-
torfa hérna 30 mílur fyrir utan
og reyndar er svo enn í dag.
Það voru auðvitað stór forrétt-
indi, fyrir daga kvótans, að búa
nálægt þessari torfu, miklu
meiri forréttindi en í dag þegar
allar þessar takmarkanir eru í
gildi. Ég áttaði mig mjög
snemma á hvert þetta myndi
leiða og ég held að það hafi
verið ´85 eða ´86 sem ég gerði
skýrslu fyrir Útvegsmanna-
félag Vestfjarða þar sem ég
spáði fyrir um hver þróunin
yrði. Orðalagið í skýrslunni
var reyndar með hátíðlegra
móti því að á þessum árum
aðhylltist ég kenningar Lao Tse
og Fritz Schumacer. Ég orðaði
þetta á þann veg, að kvótakerfið
myndi hygla hinum stóru og
centrölsku á kostnað hinna
dreifðu og smáu og að það
myndi leiða til samþjöppunar
aflaheimilda. Það myndu sem
sagt verða hinir dreifðu sem
byggju í útjöðrum þjóðfél-
agsins sem yrðu fórnarlömb
þessa kerfis. Ég á reyndar
skýrsluna ekki til lengur en mér
hefur fundist athyglisvert hvað
margt sem þar kom fram hefur
ræst.“
Enginn smábátur ef
kerfið fengi að ráða
En hvernig kom Sveinbjörn
að stofnun Félags smábátaeig-
enda? „Það er 1985 sem Arthur
Bogason gengst fyrir stofnun
Sambands smábátaeigenda og
var ég einn af stofnfélögum og
var m.a. í stjórn ein 6 eða 7 ár
með þátttöku í þeim baráttu-
málum sem uppi voru hverju
sinni. Það hafði sýnt sig að það
var greinilegur ásetningur
kvótakerfisins að útrýma öllum
smábátum og það má eiginlega
segja að þetta félag hafi bjargað
því sem bjargað hefur verið,
bæði hvað varðar frelsi til
útgerðar þannig að aðrir en
stórtækar útgerðir gætu sótt
sjóinn og einnig til bjargar
ýmsum byggðarlögum eins og
t.d. þorpinu mínu Suðureyri,
sem væri ekki til í dag ef þetta
landssamband hefði ekki orðið
til. Við höfum frá upphafi barist
með markmið einstaklings-
frelsis í huga og mottó félagsins
hefur verið; krókaveiðar frjáls-
ar. Að vísu hafa menn orðið að
semja um eitthvað til að afstýra
styrjöldum sem þeir treysta sér
ekki í, en megin inntakið hefur
verið einstaklingsfrelsi, réttur
og að smáir aðilar hefðu
ákveðinn forgang. Í raun má
segja að smábátum hafi fjölgað
meira vegna kvótakerfisins
heldur en ef kvótakerfið hefði
aldrei verið til. Viðbrögð
manna og sjálfsbjargarhvöt
urðu til þess að menn fóru
meira og meira inn í kerfið.
Þetta var ákveðinn öryggis-
ventill og við getum borið þetta
saman við gufuvél sem hleypti
út þrýstingnum meðal sjó-
manna og jafnvel byggðarlaga
sem gátu bjargað sér á þennan
hátt. Ég trúi því að ef kerfið
hefði fengið að ráða baráttu-
laust, þá væri nánast ekki til
smábátur á Íslandi í dag.
Sýknaður af kröfum
ákæruvaldsins
En hvað er Sveinbirni minn-
isstæðast úr baráttunni? „Ég er
búinn að starfa mikið að fél-
agsmálum í gegnum tíðina og
hef m.a. verið formaður verka-
lýðsfélagsins og oddviti sveit-
arfélagsins. Reyndar var ég
alþýðubandalagsmaður á árum
áður og einn af stofnendum
Þjóðarflokksins sem litlu mun-
aði að kæmi inn manni á sínum
tíma. Landsamband smábáta-
eigenda er í raun eina félagið
sem ég er tiltölulega ánægður
með hvernig virkaði. Það er
voðalega erfitt að tilgreina
eitthvað eitt atriði sem er
minnisstæðast. Ég gæti samt
vel trúað að ef baráttuaðferðir,
saga Landssambandsins, sem
er 10-12 ára gamalt félag, og
árangur væri skráður, þá kæm-
ust menn að raun um að þar
hefur verið unnið eitt mesta
þrekvirki í varnarbaráttu sem
þekkist í Íslandssögunni.
Eftir að ég hætti í stjórn
félagsins, fór ég að byggja
meira á eigin forsendum en þó
í fullum tengslum við félagið.
Ætli mér sé þá ekki minnis-
stæðast þegar við fórum í
þennan fræga steinbítsróður.
Hann byggðist á því að við
höfðum alltaf varið rétt okkar
með tilvísun í stjórnarskrána.
Það eru ákvæði í stjórnarskrá
um athafnafrelsi annars vegar
og ákveðin jafnræðisregla hins
vegar. Við teljum að kvóta-
kerfið í heild sé á mörkum vel-
sæmis gagnvart stjórnarskránni
og í raun jafnvel brot á henni. Í
þessu tilviki létum við reyna á
ákveðinn þátt sem byggði á að
smábátaflotanum var úthlutað
ákveðnum leyfilegum sóknar-
dagafjölda og var það gert
vegna verndunar á þorski. Þar
sem þær aðstæður eru stundum
fyrir hendi, ákveðinn tíma árs,
að hægt er að veiða nánast
hreinan steinbít, sem ekki var í
kvóta þá, þá fórum við á
banndegi og veiddum steinbít.
Við auglýstum vel hvað við
hyggðumst gera í trausti þess
að stjórnvöld myndu kæra, og
við fengjum reynt á rétt okkar
gagnvart lögunum. Ekki stóð á
málssókninni því Fiskistofa
kærði og í kjölfarið fylgdu
skýrslutökur og yfirlýsingar.
Þegar upp var staðið þá var ég
reyndar einn kallaður fyrir dóm
því þetta var gert að einskonar
prófmáli. Það er skemmst frá
því að segja að ég var sýknaður
af öllum kröfum ákæruvaldsins
sem þýðir raunverulega að við
vorum ekki að brjóta lög á þeim
heldur voru þeir búnir að brjóta
lög á okkur í mörg ár.“ Varð
þetta þá kannski til þess að
kvóti var settur á steinbít?
„Þetta er kannski eitt af þeim
atriðum sem varð þess vald-
andi, en það sem skiptir höf-
uðmáli er að þegar menn búa
til valdakerfi í kringum svona
kvótakerfi þar sem sjávar-
útvegsráðuneytið, í þessu til-
felli, fær umboð frá Alþingi til
þess að stýra út á einhver
markmið, þá mega menn ekki
gleyma stjórnarskrárbundnum
rétti einstaklinga og jafnvel
rétti bundnum alþjóðalögum.“
Kvótakerfið hefur stolið
af okkur milljón tonnum
En hefur þetta ekki orðið til
að þrýsta á að vel flestar ef
ekki allar tegundir verði kvóta-
settar? „Það er auðvitað mark-
miðið hjá þeim, en ef þeir
ímynda sér að hægt sé að búa
til tölvuleik sem líkir það vel
eftir náttúrunni að hægt sé að
nota hann til löggjafar um það
hvernig á að starfa, af hverju
hleypa þeir þá ekki mönnum
til veiða í tölvunni hjá sér? Það
er fáranlegt að ætla að stýra
fiskveiðum, í lífríki eins og er
hér við land, með kvótasetn-
ingu tegunda. Það er efni í heila
bók að fara út í líffræðileg áhrif
t.d. kvótans á þorskstofninn.
Ég held því fram að kvótakerfið
sé búið að stela af okkur milljón
tonnum í veiði á þorski á s.l.
12 árum. Ef við hefðum stýrt
með sókn og tekið á þeim
málum sem okkur fannst koma
upp eins og að fyrirbyggja
útkast á fiski og annað slíkt, og
reynt að stýra sóknarmynstrinu
eftir þörfum stofnsins, þá hefði
afrakstursgeta þorskstofnsins
orðið milljón tonnum meiri en
hún varð. Þetta byggi ég
einfaldlega á því að í kvóta-
kerfinu er innifalinn hvati til
að veiða stóran fisk. Þetta helg-
ast af því að verðgildi kvóta er
það sama á kíló hvort sem
kílóið er af eins kílóa fiski eða
tíu kílóa fiski. Verðgildi kílós
af tíu kílóa fiski getur verið
þrefalt miðað við kíló af eins
kíló fiski, undirmálið er kann-
ski þrefalt ódýrara en stór-
fiskurinn. Þetta þýðir það að
sóknin beinist í stærsta fiskinn
og þar komum við inn á líf-
fræðilega þáttinn sem er ein-
faldlega sá, að fræðimenn hafa
reiknað út afrakstursgetu stofn-
sins nánast eingöngu út frá
vaxtarhraða árganga en þeir
gleyma því gjörsamlega að lífið
er hringrás. Holdmyndun 7-8
ára fisks fyrir stofn í formi
frjósemi er margföld á við
holdmyndun þriggja ára fisks í
formi vaxtar og ef við skoðum,
þegar hrygning hefur átt sér
stað, hvað það muni leiða til
mikillar nýliðunar eftir þrjú ár,
þá getur það verið margfeldi
eigin þyngdar hjá átta ára
fisknum en það er ekkert hjá
hinum. Þetta þýðir að með
ímyndaðri verndun á smáfisk
höfum við verið að halda of
miklu vægi á sókn í hrygn-
ingarfisk og komið í veg fyrir
að íslenski þorskstofninn skil-
aði góðri nýliðun. Ég fullyrði
að ef það hefði verið beitt
hagkvæmustu aðferð við sókn-
arstýringu sem hefði tekið tillit
til þarfa stofnsins, frjósemi
hans og samsetningar, þá hefði
stofninn gefið að minnsta kosti
milljón tonnum meira af sér en
hann hefur gert á undanförnum
10-12 árum og væri betri en
hann er. Til þess að stofn geti
vaxið þá er frjósemi lykilatriði,
það er málið í hnotskurn. Það
er ekki meiri ofætlun hjá mér
að setja fram fullyrðingu um
þessi milljón tonn en það væri
hjá fiskifræðingum að afsanna
hana með þeim verkfærum sem
þeir hafa notað.“
Veiðar með skilju hefðu
stútað stofninum
Þrátt fyrir allt þá samþykkir
Sveinbjörn að meiri fiskur sé á
ferðinni nú en fyrir nokkrum
misserum. „Þessi talningavís-
indi sem fiskifræðingar nota
eru svona 30% vísindi og sem
betur fer held ég að hafið sé
réttu megin við vísindin í dag
því að ef tölur þeirra væru réttar
þá væru menn að ganga frá
hrygningarstofninum núna.“
En myndi Sveinbjörn treysta
sér til, í ljósi sannfæringar
sinnar, að gefa út hvað mætti
veiða úr stofninum? „Ég ætla
ekki að segja að það sé allt í
lagi að veiða 100 þús. tonnum
meira en ég get sagt að ef við
hefðum veitt 30-50 þús. tonn-
um meira, og öll viðbótin hafði
verið sá fiskur sem við hentum
og að síðan hefðum við nýtt úr
þriggja ára nýliðun í stað
stórfiskjar, þá myndi stofninn
framleiða meira. Ef við hefðum
hinsvegar veitt þessi 50 þús.
tonn með skilju, þá hefðum
við gjörsamlega stútað frjó-
semi stofnsins. Ef við yfir-
færum þetta á fjárhús, og við
skulum gefa okkur að við
ætlum að hafa viðkomu ár eftir
ár, þá myndum við ekki ávallt
slátra bestu gripunum. Hvort
myndum við frekar taka einn
fjórða úr þriggja ára nýliðun
og vernda hitt, eða vernda
þennan fjórðung nýliðunar og
stúta öllu hinu? Menn verða að
vita um hvað málið snýst.
Frjósemi er meiri forsenda
holdsköpunar en vaxtarhraði í
stofni og það þýðir einfaldlega
það að á bilinu 6-8 ára þá verður
verðgildi fisks, sérstaklega í
stofni sem búið er að eyði-
leggja, margfalt meira heldur
en vaxtarhraði árgangs, það
verður miklu meiri stofnþyngd-
ar aukning vegna frjósemi en
vaxtar.“
Verkalýðshreyfingin
brást gjörsamlega
Þegar talið berst að öðrum
þáttum kvótakerfisins og þeirri
togstreitu sem virðist ríkja milli
sjómanna á smábátum og stærri
skipum verður Sveinbjörn
harðorður mjög. „Það sem
gerðist þegar kvótakerfið var
sett á var að veiðiheimildir á
stærri skipum voru settar á
hendur útgerðarmanna sem
voru ekki nema kannski fjórð-
ungs þátttakendur þeirra sem
fengust við sjávarútveg áður
fyrr. Réttur fiskvinnslufólks og
sjómanna var gjörsamlega
hunsaður sem þýðir að ef þetta
er verðgildi þá var því stolið
frá þessu fólki. Munurinn á
smábát og stóru skipi er yfirleitt
sá að á smábátnum er yfirleitt
sjómaðurinn og útgerðarmað-
urinn sami aðilinn sem þýðir
að á smábátnum tókst mannin-
um að verja rétt sinn sem
sjómaður með því að vera
útgerðarmaður. Verkalýðs-
hreyfingin, bæði sjómanna-
félögin og félög landverkafólks
brugðust gjörsamlega þegar
kvótakerfið var sett á. Þau
gerðu sér ekki grein fyrir að
það var verið að verðleggja
frelsi sem var undirstaða
lífsviðurværis þegna þeirra.
Það var ekki um neina baráttu
að ræða frá verkalýðshreyf-
ingunni gegn kerfinu hvorki
fyrir hönd verkafólks né sjó-
manna. Svo eru menn að klóra
í þetta núna sem augljóst var
að myndi gerast. Togstreita í
hagsmunamálum sjómanna og
útgerðarmanna á stóru skipun-
um er svo augljós að hún ætti
ekki að koma neinum á óvart.
Þar er fólk sem búið er að ræna
rétti sínum og er síðan farið
með eins og hverja aðra leigu-
liða. Það sættir sig ekki við
þetta en ég spyr; hvað voru
menn að hugsa ´85-´87 þegar
þetta var að skríða yfir?“
Ég myndi segja bless
Nú hafa borist fregnir af að
viðmiðunarpottur smábáta sem
eru á dagakerfinu svokallaða,
sé búinn fyrir þetta fiskveiðiár.
Ef á heldur sem horfir gæti
þetta leitt til þess að þessi
tegund smábáta fái einungis
að róa nokkra daga á næsta
fiskveiðiári. Hvaða lausn sér
Sveinbjörn á þeim vanda og
mun þetta ekki hafa alvarleg
áhrif á byggðarlög eins og t.d
Suðureyri, sem byggir nær
eingöngu á smábátaútgerð?
„Það eru nú reyndar ekki nema
þrír bátar á Suðureyri sem falla
undir þetta kerfi en þeir eru
allir í alvarlegasta hópnum sem
er línu hópurinn. Hinir eru
flestir á aflamarki sem helgað-
ist af því að þeir voru með
góða aflareynslu og völdu því
aflamarkið til þess að eiga
möguleika á að bjarga sér á
steinbít, ýsu og öðru slíku. Nú
hafa aðeins verið notaðir um
20% afladaga á yfirstandandi
fiskveiðiári í þessu kerfi en
úthlutaður heildarafli er búinn.
Mér skilst að lögin séu þannig
að á þessu ári veiða þeir aðeins
í þá daga sem þeir fengu
úthlutað en mega veiða eins og
þeir geta. Meðalafli á sóknar-
dag verður síðan notaður til að
reikna út þá daga sem þeim
verður ætlað næsta ár til að
veiða það magn sem þeir fá að
veiða. Ef ég tek dæmi: Veiði
þessir bátar helmingi meira á
þessu fiskveiðiári en þeim var
úthlutað, þá fækkar dögum á
næsti ári, sem þeir mega stunda
veiðar á, um helming. Ég er
sannfærður um að stjórnvöld-
um verður ekki stætt á að nota
þessa reglu fyrir næsta ár vegna
þess, að þegar í ljós kemur
hvað skerða þarf mikið, þá
muni menn einfaldlega standa
frammi fyrir því að uppgötva
að skerðingin er of mikil til
þess að hægt sé að bjóða
einstaklingum í þjóðfélaginu
upp á hana. Ég held að það sé
orðið lífsnauðsynlegt að fundin
Þegar forseti Íslands, hr. Ólafur Ragnar Grímsson og eiginkona hans, Guðrún Katrín Þorbergsdóttir heimsóttu Vestfirði
á síðasta ári, komu þau meðal annars við hjá Sveinbirni Jónssyni á hafnarkantinum á Suðureyri.