Bæjarins besta - 22.01.1997, Side 9
MIÐVIKUDAGUR 22. JANÚAR 1997 9
Menningarvaka
haldin til heiðurs
hinu aldna skáldi
Sveitungar Guðmundar Inga efndu til blysfarar að heimili hans á afmælisdaginn og sungu fyrir hann lög við nokkur ljóða
hans.
Guðmundur Ingi Kristjánsson á Kirkjubóli níræður
Guðmundur Ingi Kristjáns-
son, skáld og bóndi að Kirkju-
bóli í Bjarnardal í Önundarfirði
varð níræður 15. janúar síðast-
liðinn. Sveitungar Guðmundar
efndu til blysfarar að heimili
skáldsins á afmælisdaginn,
færðu honum gjafir og sungu
fyrir hann lag við ljóð hans,
Önundarfjörður, en ljóðið
samdi Guðmundur árið 1924,
þá sautján ára gamall. Bæjar-
stjórn Ísafjarðarbæjar heim-
sótti skáldið einnig á afmælis-
daginn og færði því bók að
gjöf.
Í ávarpi sem Þorsteinn Jó-
Þorsteinn Jóhannesson, forseti bæjarstjórnar Ísafjarðar-
bæjar, færir skáldinu bók að gjöf frá bæjarfélaginu.
hannesson, forseti bæjarstjórn-
ar flutti við það tækifæri, sagði
hann meðal annars að Guð-
mundur Ingi hefði ávallt verið
maður friðar og sátta. Guð-
mundur Ingi, sem var heiðurs-
borgari Mosvallahrepps og nú
Ísafjarðarbæjar, þakkaði gjöf-
ina og fallegi ummæli í hans
garð frá hinu nýja sameinaða
sveitarfélagi. Hann sagði að
margs væri að minnast á þeim
níutíu árum sem hann hefði
lifað enda hefðu miklar breyt-
ingar átt sér stað. Þegar Guð-
mundur Ingi var beðinn um
góð ráð til reksturs hins nýja
sveitarfélags, kvaðst hann ekki
hafa tök á því, þrátt fyrir störf
sín að sveitarstjórnarmálum til
fjölda ára. Kristján Þór Júlíus-
son, bæjarstjóri Ísafjarðar-
bæjar, sagði að Guðmundur
Ingi hefði þann starfa að vera
og því kæmi ekki á óvart þótt
eitthvað leyndist í pokahorn-
inu. Guðmundur Ingi og eigin-
kona hans, Þuríður Gísladóttir,
sögðu í samtali við blaðið að
afmælisdagurinn hefði verið
hinn ánægjulegasti fyrir þau
hjón.
Á laugardaginn var, efndu
vinir og vandamenn Guð-
mundar Inga til menningar-
vöku til heiðurs afmælisbarn-
inu að Núpi í Dýrafirði. Yfir-
skrift menningarvökunnar var
,,Til þín Guðmundur - 90 ára.”
Þar var boðið upp á fjölbreytta
dagskrá þar sem komu fram
m.a. Sunnukórinn á Ísafirði,
kvartett frá Suðureyri og Leik-
félag Flateyrar, sem flutti
nokkur ljóða Guðmundar, svo
fátt eitt sé nefnt. Þá voru haldn-
ar fjölmargar ræður til heiðurs
hinu aldna skáldi.
markavörður bæjarfélagsins.
Hann sagði að skáldið hefði að
vísu sent sér bréf fyrir stuttu,
þar sem hann benti á að kominn
væri tími til að fara að huga að
nýjum manni til starfsins.
Guðmundur Ingi, sem á að
baki sex ljóðabækur, mun vera
eini núlifandi Íslendingurinn
sem á ljóð í gömlu Skóla-
ljóðunum. Árið 1993 kom út
heildarútgáfa ljóða hans ásamt
nýjustu ljóðunum. Bækur Guð-
mundar Inga hafa átt það
sammerkt að nöfn þeirra hafa
allar byrjað á sól, s.s. Sóldögg,
Sólstafir o.s.frv. Guðmundur
Ingi var kennari að Holti í
Önundarfirði til fjölda ára
ásamt því að starfa að sveitar-
stjórnarmálum í Mosvalla-
hreppi, m.a. sem oddviti. Hann
hefur mikið starfað að félags-
málum og ávallt farið þar
fremstur meðal jafningja,
meðal annars hjá Stéttarsam-
bandi bænda og Búnaðarsam-
bandi Vestfjarða.
Guðmundur Ingi hefur séð
um vísnagerð fyrir þorrablót
Önfirðinga um fjörutíu ára
skeið, síðast árið 1995. Hann
segist lítið yrkja þessa dagana,
og þótt innblásturinn hafi verið
til staðar áður fyrr, þá sé hann
nú búinn að vera. Guðmundur
Ingi er þekktur fyrir hógværð
Afmælisbarnið, Guðmundur Ingi Kristjánsson ásamt eiginkonu sinni, Þuríði Gísladóttir.
Ný upplýsingalög
fram á aðgang að gögnum um
mál þar sem taka á eða tekin
hefur verið ákvörðun um rétt
eða skyldu manna skal beiðni
beint til stjórnvalds sem tekið
hefur eða taka mun ákvörðun í
málinu. Annars skal beiðni
beint til þess stjórnvalds sem
hefur gögnin í sínum vörslum.”
Í 11. grein laganna er fjallað
um málshraða og málsmeðferð.
Þar segir að stjórnvald skuli
taka ákvörðun um það hvort
það verður við beiðni um
aðgang að gögnum svo fljótt
sem verða má. Hafi beiðni ekki
verið afgreidd innan sjö daga
frá móttöku hennar skal skýra
aðila frá ástæðum tafanna og
hvenær ákvörðunar sé að
vænta. Um málsmeðferð fer
að öðru leyti eftir stjórnsýslu-
lögum.
Í 12. grein laganna er fjallað
um ljósrit eða afrit af gögnum.
Þar segir: ,,Stjórnvald tekur
ákvörðun um hvort umbeðin
gögn skuli sýnd eða hvort
ljósrit skuli veitt af skjölum
eða afrit af öðrum gögnum sé
þess kostur. Sé farið fram á að
fá ljósrit af skjölum skal orðið
við þeirri beiðni, nema skjölin
séu þess eðlis eða fjöldi þeirra
svo mikill að það sé vand-
kvæðum bundið. Þegar fjöldi
skjala er mikill getur stjórnvald
ákveðið að fela öðrum að sjá
um ljósritun þeirra. Hið sama
á við hafi stjórnvald ekki
aðstöðu til að ljósrita skjöl. Þá
skal aðili greiða þann kostnað
sem hlýst af ljósritun skjalanna.
Forsætisráðherra er heimilt að
ákveða með gjaldskrá hvað
greiða skuli fyrir ljósrit sem
veitt eru samkvæmt lögum
þessum. Reglur 2.-4. mgr. eiga
einnig við um afrit af öðrum
gögnum en skjölum eftir því
sem við á.”
Í 13. grein laganna segir að
ákvörðun stjórnvalds um að
synja beiðni um aðgang að
gögnum eða um ljósrit eða afrit
af þeim skuli tilkynnt skriflega
ef beiðni hefur verið skrifleg.
Lögin eru af
hinu góða
,,Ég vona að við getum orðið við óskum íbúa og annarra
þeirra sem þurfa að leita upplýsinga hjá okkur. Við erum
með sæmilega vel skrásett skjalasafn og við höfum aldrei
legið á upplýsingum, en hins vegar vil ég hafa þann
fyrirvara á að allt sem snýr að persónulegum samskiptum
og persónulegum málum, myndi ég ekki afhenda nema að
ég yrði neyddur til þess,” sagði Ólafur Kristjánsson,
bæjarstjóri í Bolungarvík, aðspurður um hvernig
Bolungarvíkurkaupstaður væri í stakk búinn til að fram-
fylgja hinum nýju lögum.
,,Ég vil meta friðhelgi íbúanna en allt sem snýr að
stjórnkerfinu, ákvarðanatöku, tillögugerð og samþykktum
er opið fyrir alla og hefur alltaf verið. Það hefur ekkert
reynt á þessi nýju lög enn. Allir sem hafa leitað til okkar
hafa fengið upplýsingar. Þessi lög eru af hinu góða að
mínu mati,” sagði Ólafur. Kristján Þór Júlíusson,
bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, sagði í samtali við blaðið að
bæjarfélagið myndi reyna að vinna eftir lögunum eftir
bestu getu.
,,Ég held að það sem kannski helst myndi þvælast fyrir
okkur væri skjalavarslan. Hún er ennþá svo þvælin vegna
þess að skjalasöfn sveitarfélaganna sex sem sameinuðust
á síðasta ári, hafa ekki verið sameinuðu enn. Það mun
eflaust taka sinn tíma að finna skjöl. Það hefur ekki reynt
á þessi lög enn og ég held að upplýsingagjöfin frá
sveitarfélaginu geti gengið snurðulaust. Það hefur hún
gert að mestu leyti og ég held að það verði ekki nein
breyting á því við þessa lagasetningu,” sagði Kristján Þór.
Ekki náðist í Ágúst Kr. Björnsson, sveitarstjóra
Súðavíkur vegna þessa, en eitt mál hefur borist úrskurðar-
nefnd um upplýsingamál vegna Súðavíkurhrepps vegna
nýju laganna, en í því neitaði hreppurinn fréttastofu
ríkisútvarpsins um gögn varðandi málefni hreppsins og
Frosta hf.
veita ljósrit af skjölum eða
afrit af öðrum gögnum.
Nefndin er sjálfstæði í störf-
um sínum og verður úrskurð-
um hennar samkvæmt lögum
þessum ekki skotið til ann-
arra stjórnvalda.
Heimilt er samkvæmt lögun-
um að bera synjun stjórnvalds
um aðgang að gögnum sam-
kvæmt lögum þessum undir
úrskurðarnefnd um upplýs-
ingamál sem úrskurðar um
ágreininginn. Hið sama gildir
um synjun stjórnvalds um að