Gisp! - 01.10.1990, Qupperneq 3
PICASSO (nokkuð þekktur listdúllari i Suður - Evrópu) :
Eina eftirsjá lífs míns er að hafa
aldrei gert myndasögur."
ANDERS AND (danskur rikisborgari af bandariskum uppruna):
'Ah, ah, jeg fár kvalme.'
Þegar myndasagan er nefnd dettur sumum kannski
í hug fílapenslar og félagsmiöstöövar. Myndasagan
gæti verið bráöþroska unglingur í vandræðum meö
þreytta foreldra sína og skilningsvana umhverfi.
Hann væri jafnvel stundum og sums staöar gerður
að vandræðaunglingi eöa þá markhópi í nýrri
sölusókn. Svo myndi hann náttúrlega þroskast
smátt og smátt og veröa kannski fullorðinn fyrir rest. Nema þá aö innbyggðir erfiðleikar lífsins
reyndust honum um megn eða hann lenti í rugli og gerðist eilífðarunglingur (sem er alls ekki eins
slæmt og það hljómar því þá slæist hann í fjölmennan hóp öndvegismanna þar sem mikið er
trallað). En um þetta vitum við lítið eða eins og Store stygge Ulv sagði: Jeg kommer pludselig
i tanker om noget meget vigtigt!” Eina sameiginlega og meðvitaða markmið okkar sem að GISP!
stöndum er að blaðið komi út alla vega einu sinni, eða tvisvar en helst reglulega á þriggja
mánaða fresti. Einnig að innihald og frágangur sé þannig að forfeður okkar þurfi ekki að
skammast sín. Og loks að einhver lesi blaðið. Síðustu árin hefur myndasagan tekið miklum
breytingum, bæði vestan hafs og austan og mun halda því áfram. Þeir sem greina í GISP!
eitthvað af RAW, Moebius, tæru línunni, pönki, dúkristu eða þjóðlegum fróðleik eru ekki
alveg á villigötum hvað varðar áhrifavalda, en gætu um leið leitað miklu víðar. í GISP! munu
fyrst og fremst birtast myndasögur en einnig, eftir því sem efni og aðstæður leyfa, greinar
erfjalla um þær eða yfirleitt annað sem okkur finnst sériega áhugavekjandi. Við hvetjum
þá sem lúra á góðum myndasögum að hafa samband, sérstaklega kvenmenn, því þrátt
fyrir að við höfum ekkert á móti drengjamenningu viljum við heidur ekki breytast í rótarí
- klúbb. Að lokum skulum við staldra við orð Sigurðar lngólfssonar:"Gisp! er samnefnari
yfir allt það sem einhver persóna segir í Andrési Önd, sérstaklega þegar hann kemst
í hann krappann. Eins og Jóakim orðaði það svo snilldarlega þegar hann komst að
raun um að Fætter Hojben hafði unnið sér fyrir 25-eyringi einhvertímann og Andrés
spurði hvort hann hefði eitthvað um málið að segja. Þá sagði onkel Jóakim ekkert
sem hægt væri að prenta í
barnablaði. Þetta væri alveg
prýðilega hægt að orða með "Myndasagan er merkasta
5i„ framlag tuttugustu aldarinnar
til heimsmenningarinnar því
frásagnarkraftur hennar tengir
hana sigrinum sem fólst í
listnámi Giottos."
gispi
1. MEDIOS REVUELTOS, SUMARHEFTI 1988 (MADRID) 2. ANDERS AND PA GR0NLAND, 3. ÚTGÁFA 1977
(KAUPMANNAHÖFN) 3. ANDERS AND & CO., NR 31,4. ÁGÚST 1964 (KAUPMANNAHÖFN) 4. KVIKSJÁ, 11.
SEPTEMBER 1990 RÍKISÚTVARPIÐ (REYKJAVlK) 5. MEDIOS REVUELTONS, SUMARHEFT11988 (MADRID)