Gisp! - 01.06.1991, Qupperneq 42

Gisp! - 01.06.1991, Qupperneq 42
Gisp! á göngum Mennta- málaráðuneytisins Veggir menntamálaráðuneytisins eru ágætir til sýninga, sérstaklega á mynda- sögum. Þeim sem ekki hafa ennþá skropp- ið þangað í heimsókn er bent á að sann- reyna það fram til 30. júlí en þá lýkur Gispí-sýningunni sem opnuð var á göng- unum tveimur mánuðum fvrr. Markmið ráðuneytisins með þessum sýningarstað er að gefa ungum. óþekktum myndlistarmönnum tækifæri og þótt sýn- ingamarsjái fyrstogfremstþeirsem leiðeiga um bygginguna er hún opin almenningi á venjulegum skrifstofutíma. A þessari þriðju samsýningu Gisp! (hin fyrsta var í Djúpinu í september á síðasta ári og önnur í Asmundarsal í febrúar á þessu ári) er að finna 30 verk eftir meðlimi ritstjómar svo og stúlkumar tvær sem áttu efni í öðm tölublaði, þær Helenu og Freydísi. Sum verkanna hafa hvergi birst áður. Þórarinn B. Leifsson hefur í maí og júní birtmyndasögurí vikublaðinuPressunni þar sem stjómmál og stjómmálamenn gegna meginhlutverki. Sumt af þessu efni átti að vera á sýningunni í menntamálaráðuneytinu en varekki sett upp. Eftir nokkur blaðaskrif (sjágreinúrÞjóðviljanum)hefurmáliðverið leyst á einfaldan hátt - myndimar hanga nú á veggjunum Iíkt og til stóð íbyrjun. B.H. Er ritskoðun í menntamála- ráðuneytinu? Um þessar mundir stend- ur yfir sýning á myndasögum í menntamálaráðuneytinu. Þjóðviljanum var tjáð að eftir að sýningin var sett upp hafi tvær myndir verið tekn- ar og fjarlægðar af siðferðis- ástæðum. Þjóðviljinn hringdi í Þór- unni Hafstein, deildarstjóra í menntamálaráðuneytinu, og spurði hana hvort satt væri frá sagt. Þómnn sagðist taka alla ábyrgð á þessu máli. Engar myndir hefðu að vísu verið teknar niður, en hún hefði stað- ið fyrir því að fluttar voru myndir sem henni þóttu vera á mörkum þess að geta staðist. Þær blöstu við öllum þar sem þær héngu, sagði Þórunn. Aðspurð sagðist Þórunn tæpast telja að hægt væri að kalla þetta ritskoðun. Taldi miklu frekar eðlilegt að starfs- menn menntamálaráðuneytisins hefðu hönd í bagga með því hvað sýnt væri í þeirra húsum. Tvær myndir voru fjarlægðar. Önnur myndin mun vera skrípamynd af núverandi ríkisstjóm, og fram kemur slag- orðið: Freisi og mannát, sagði heimildamaður Þjóðviljans. A myndinni sat þessi teiknaða rík- isstjóm við borð og var að éta mann. Þómnn Hafstein staðfesti að mannát hefði verið gefið í skyn. -kj Tóti í Berlín (Gisp!) MargirlesendursaknaeflaustÞórarins B. Leifssonar. Við líka í ritstjórninni. Ekki bara vegna jákvæðra lífsviðhorfa og kristilegrar ungmennafélagsgleði heldur einnig vegna þess að a) hann er ómissandi höfundur í blaðið. b)^ og c) hann er sérlegur tengiliður Gisp! við Norðurlönd. Þaraðauki er alltaf einhver skandall og blaðaskrif í kringum hann sem kitlar okkur þessa borgaralegu í ritstjóminni og veitir útrás leyndum þrám. Ef þessir skandalar ýttu undir sölu Gisp! væmm viðennþá ánægðari en reynslan virð- ist sýna að svo erekki, kannski vegna veiga- meiri skandala annars staðar í þjóðfélaginu sem grípa alla athygli eða hreinlega vegna skandalsofmettunar. Illar tungur halda því reyndar fram að Tótihafiflúiðlandvegna"menntamálaráðu- neytismálsins” og óljósra lykta “finnlands- sölunnar” en við vitum að svo er ekki. I kjölfar sameiningu þýsku ríkjanna ákvað hann hins vegar að kanna aðstæður í Berlín og leggja uppbyggingarstarfinu lið sitt. Mun hann, eftir því sem við best vitum, starfa í þjónustu japansks framkvæmdamanns og hyggur ekki á heimferð fyrr en með haust- inu. Efhannkemurþáheim. En um þetta allt er best að spyrja Tóta sjálfan. P.S. Ef þetta skyldi nú berast þérerlendis, Tóti, þá voru Ericson og Hansen að reyna að ná í þig. Þeir voru með einhverjar athuga- semdir vegna Gisp! 2. B.H. 42
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Gisp!

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gisp!
https://timarit.is/publication/1525

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.