Gisp! - 01.06.1991, Side 43

Gisp! - 01.06.1991, Side 43
Gisp! Gisp! Frægðar í Finnlandi í Indlandshafi sólarferð Eða öllu heldur Indlandshaf í Gisp! Og reyndar Frakkland líka því nú birtist í fyrsta skipti efni eftir erlenda höfunda í Gisp! Þeir eru að sjálfsögðu álíka heims- frægir í heimalöndum sínum og ritstjórn Gisp! á íslandi. Eric Koo Sin Lin er frá eyjunni Mauri- tius, austanvert við Indlandsskaga, og dvelur þar um þessar mundir þótt síðustu árin hafi hann búið í Frakklandi og skrifi á franska tungu. Þar í landi hafa birst eftir hann stuttar sögur (svipaðar þeirri sem lesendur sjá í þessutölublaði) íblöðumogsafnritum.Flest- ar eiga þessar sögur sameiginlegt að vera sjálfsævisögulegar. Paquito Bolino er Miðjarðarhafsfrakki, búsettur í París og tilheyrir þeim meiði franskra teiknara sent kallaðir hafa verið “graphistes”. Við báðum hann að vinna út frá þemanu “Island” og ekki er annað að sjá en að mikilvægir þættir úr þjóðmenningu okk- ar séu uppistaðan í teikningunni. Paquito hefur gert nokkrar hreyfimyndir en er sér- staklegaþekkturfyrirdúkristurogýmiskonar krot. Eric og Paquito eru báðir á sama besta aldri ogforsvarsmenn Gisp! Þeireru ókvænt- irenannarmunlíklegabúaíóvígðrisambúð. B.H. Halldór Laxness, Jón Páll Sigmarsson, Hófí, Lindaog Sykurmolarnir, Erró, Helgi T ómasson, Vigdís og Gisp! eru þekkt nöfn á erlendri grundu. Atta fyrstnefndu eru gamalkunn og löngu komin í öftustu skúffur Heimsfréttastofunnar. En það síð- astnefnda, þ.e. Gisp!, er sem nýstevpt Is- landsklukka og hljómur þess svo ferskur og aðlaðandi, svo yndislegur, að hann fær blóð jarðarbúa til að renna hraðar fram í hendurnar sem grípa nýjasta tölublaðið. 1 Portúgal býr Lúis Beira. Hann er ntaður athugull og hefur auga fyrir þjóðlegum fróðleik sent og erlendum áhrifum, nt.ö.o. því sem kalla mætti kjama hvers þjóðfélags. I heimabæ sínum Sobreda efnir hann til ntyndasögusýningar ár hvert, með alþjóð- legu sniði. Ritstjóm Gisp! hefur nú borist bréf frá Beira þessum hvar hann óskar eftir þátttöku Islands í næstu sýningu ('92). Þaðer því auðsjáanlegt að Gisp! teygir anga sína inn í hvum krók og kima jarðkringlunnar. Ritstjóminni er það einnig fullkontlega ljóst að það varðar sjálfsögð mannréttindi að Portúgalar fái að berja augunt hið allra besta sent gengur og gerist. Þá velkist ritstjómin ekki í vafa urn að áhrif Gisp! muni vara í Portúgal um langan aldur í fonrii þjóðar- vakningar. Hún hyggst því þiggja boðið og koma islandi þar með í hóp útvalinna þjóða Frægðarsól menningartímaritsins Gisp! heldur áfrain að skína og nú síðast hjá frændum vorum í Finnlandi. Það var í október síðastliðnum sent hinir finnsku blaðamenn Ericson og Hansen (sjá Gisp! 2, bls. 15-23) áttu eitthvað erindi hingað til landsins og voru undrasnöggir að skilja kjamann frá hisminu í íslensku ntenn- ingarlífi. Ekki er að orðlengja að það eina sent þeir vildu hafa með sér til baka var ein- takafGisp! nr. 1 og varsvofrágengiðaðþeir fengju þýðanda og birtu nokkrar sögur eftir meðlimi tímaritsins. Það mun svo hafa gerst einhvem tímann í vorenekki hefurritstjóm- in fengið upplýsingar unt hvar sögumar birt- ust né hafa greiðslur sem okkur var lofað fyrir birtinguna verið lagðar inn á banka- reikning. Þrátt fyrir þetta er ritstjórnin ákaflega bjartsýnáaðþeirfjármunirskiliséríeinueða öðru fonni. Og lofar hún núna norræna sam- vinnu í hástert. Annars er það Þórarinn B. læifsson sent ber mesta ábyrgð á málinu en hann mun unt þessa dagana vera staddur í heimsborginni Berlín (sjá frétt). Við segjunt bara einsog ónefndur starfs- maður í ónefndu landi sagði þegar hann sá teiknimyndasögur eftir ónefndan höfund; “Perkele Saatana!!!" Þ.H. PAAuíTo Söuuo

x

Gisp!

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gisp!
https://timarit.is/publication/1525

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.