Gisp! - 01.06.1991, Qupperneq 44
sem áður hafa verið ky nntar á sama vettvangi.
Má þar nefna Kosta Ríka, Filipseyjar, Malí
og Mósambík.
Sýningin mun standa yfir dagana 7.-15.
mars ’92 og er áhugasömum bent á lágt
verðlag í Portúgal sem og hreinar strendur.
J.L.T.
Veiðlaunasamkeppni Gisp!
Ritstjóm GISP! efnir nú í fyrsta
skipti til samkeppni meðal lesenda.
Markmiðið er að efla myndasögu-
gerð í landinu, uppgötva feimna og vel
geymda snillinga sem kartnski eiga í
erfiðleikum með að ýta úr vör eða hafa
hingaðtil einbeitt sér að öðrum list-
greinum og fúlsa ekki við tilbúnu
handriti.
Öllum er heimil þátttaka, lengdin skal
vera 1-2 síður, að sjálfsögðu í svart-hvítu
og fyrst skal einungis sent inn ljósrit af
síðunum ásamt upplýsingum um þátt-
takanda. Ritstjóm skoðar síðan allt með
krítísku auga og hefur samband við hina
heppnu. Skilafreshtr er til 30.október.
Eins og t öllum alvöm verðlauna-
samkeppnum af þessu tagi em verð-
laun í boði. Þau em, fyrir utan birtingu í
blaðinu:
1. Heimsókn í aðalstöðvar Gisp!
(kaffi & kleinur innifalið).
2. Símasamtalviðhinnþekktahöfund
dagblaðaseríunnar "Ferdinand".
3. Ferð fyrir tvo í Hljómskálagarðinn,
fram og til baka (skiptimiði), með
viðkomu á Hlemmi (ef þið búið í
Austurbænum).
4. Ársáskrift að Gisp!
Höfundur handritsins sem hér birtist
er Þorvaldur Þorsteinsson, mynd-
listamaður.
FRIÐA FRIÐA
(Fyrir utan lýtalæknisstofu Grettis).
Fríða: Þaðhlýturaðverahéma.BANK
BANK. (Fríða, fögur en andlega þjökuð,
gengur inn).
Fríða: Afsakið, en er þetta biðstofan hjá
Gretti lýtalæ...Gisp! (Á biðstofunni bíða
öll helstu greppitrýni samfélagsins. Fríða
sest á meðal þeirra)
þöööööööööööögn!
SKRÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍf Næsti!
(Hurðlæknisstofunnaropnast. Módel
kemur út, krypplingur fer inn)
SKRÍÍÍÍÍÍÍIÍÍÍ Næsti!
(Módel út, krypplingur inn)
Fríða:Hann er greinilega 1. flokks lýta-
læknir. Hann hlýtur að geta hjálpað mér.
SKRÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍ Næsti!
(Fríða fer inn)
Fríða: Sæll, ég heiti...
Grettir: Legstu.
Grettir: Andaðu d júpt, 10,9,8,7,6,5,5,
5, djúp... (Fríða fer í svæfingarástand, sér
sýnir úr fortíð sinni)
litla fallega pabbastelpan leyfðu pabba
að kyssa... (kynferðislegt áreiti á heimili)
fídd-fíííjú sástu þessa? Eltum hana...
(áreiti drengja)
ahh æhh neiii aaaaaííí (nauðgun)
falllllllleg og heieieieieieimsk! (for-
dómar þjóðfélagsins)
svo fríííííð...
Grettir: Fríða... (Fríða vaknar)
Grettir: Þessu er lokið.
Fríða: Hvemig tókst það?
Grettir: Fullkomlega.
(Fríða ætlar út sömu leið og hún kom
inn)
Grettir: Nei, ekki héma út. Það gæti
valdið misskilningi. Notaðu spegla-
göngin, þá geturðu virt árangurinn fyrir
þér á leiðinni út.
Fríða: (í speglagöngunum) Þetta er
stórkostlegt, hr. Grettir!
Fríða: Alveg ógeðslega vel heppnað!
(Fríða gengur frjáls út).
44