Fréttablaðið - 17.02.2021, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 17.02.2021, Blaðsíða 38
AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Gústaf Bjarnason gustaf@torg.is, ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5050: Auður Húnfjörð audur@frettabladid.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@frettabladid.is , Reynir Elís Þorvaldsson reynir@frettabladid.is, Örn Geirsson orn@frettabladid.is FÓLK/SÉRBLÖÐ SÍMI 550 5078: Arnar Magnússon arnarm@frettabladid.is, Jóhann Waage johannwaage@frettabladid.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@frettabladid.is, Ruth Bergsdóttir ruth@frettabladid.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@frettabladid. is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 550 5056: Hrannar Helgason hrannar@frettabladid.is, TÍMAMÓTA- OG ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 550-5055: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@frettabladid.is H l u t v e r k a s p i l i ð for nf ræga Du n-geons & Dragons e r e i n n ó u m -d e i l d r a h o r n -steina vestrænnar nördamenningar þótt ekki sé heiglum hent að stíga inn í þann heim drekafullra dýf lissa. Í það minnsta ekki nema hafa tíma, lág- marksþekkingu og tilfinningalegt svigrúm. Þetta veganesti er þó oftar en ekki af skornum skammti á snjall- símaöld og við því hefur tónlistar- maðurinn Gísli Gunnar Didriksen Guðmundsson brugðist, með því að bjóða fram Dreka og dýf lissu- þjónustu á Facebook undir merkj- um DMDidriksen. „Mér bara datt þetta í hug af því að ég held að mörgum finnist það dálítið óárennileg pæling að byrja að spila. Sérstaklega ef þú þekkir ekki neinn leikstjórnanda, vegna þess að það veltur rosamikið á því hlutverki,“ segir Gísli með vísan til umsýslunnar sem fylgir Drekum og dýf lissum, eða D&D. Eftirlit með skrímslum „Það þarf einhver að vera tilbúinn til að vera stjórnandinn sem kann reglurnar, allavega upp að ein- hverju marki, og sér um allan umheiminn, allar aukapersónurn- ar, öll skrímslin og allt þetta drasl. Það er ákveðin skuldbinding og ég hugsaði að það hlyti bara að vera fólk þarna úti sem væri til í að prufa en þekkti ekki spilara eða hefði bara ekki tíma eða nennu til að setja sig inn í þetta. Og þá nátt- úrlega er tilvalið að það sé bara ein- hver gæi tilbúinn til þess að stíga inn í það hlutverk,“ segir Gísli, sem ákvað að gerast akkúrat sá náungi. Hann segist einfaldlega mæta með allt sem þarf, teninga, bækur og tilheyrandi, þangað sem hann er pantaður, og leiða fjölskylduna eða vinahópinn í gegnum stór- brotin ævintýri. Þá tekur hann að sér leikjastjórn fyrir börn átta ára og eldri og býður upp á spilun í gegnum netið ef svo ber undir. 3.000 á YouTube Gísli er þegar byrjaður að hasla sér völl í netspilun utan land- steinanna á YouTube og Twitch, rafrænu varnarþingi leikjaspilara hvers konar. „Ég mun stýra fjög- urra þátta D&D-leik með metal- hljómsveitarmönnum í beinni útsendingu á Twitch í samstarfi við bandaríska plötufyrirtækið Metal Blade Records. Allt ævintýrið og umgjörðin eru eftir mig, en þetta verða fjórir þættir næstu fjórar vikurnar en þeim er svo hlaðið upp á YouTube strax eftir að útsendingu lýkur.“ Fyrsti þátturinn fór í loftið á föstudagskvöld og Gísli segir um 700 manns hafa horft á streymið á Twitch í beinni og þegar þetta er skrifað hafa um 3.000 manns horft á upptökuna á YouTube. Gísli segir að heimsfaraldurinn og f leira hafa orðið til þess að það dróst á langinn að opna DMDidrik- sen á Facebook en þegar Twitch- útsendingarnar voru yfirvofandi hafi ekki verið hægt að bíða lengur. Mörg eru undrin „Fyrir það fyrsta er þetta ógeðslega gaman. Það er svona númer eitt, tvö og þrjú,“ segir Gísli, þegar hann er spurður hvers vegna hann sé tilbú- inn í tímafreka leikjastjórnunina. Sjálfur hefur hann ekki spilað D&D nema í tæp fjögur ár og segist bölva því í sand og ösku að hafa ekki byrjað fyrr, þegar hann var ungur og hafði meiri tíma. Hann haf i rétt fengið nasaþef inn af þessu í menntaskóla og hafi síðan haft D&D bak við eyrað án þess að gera nokkuð í því fyrr en Netflix og þættirnir Stranger Things gerðust miklir örlagavaldar. „Fyrsta sería Stranger Things byrjar á því að þeir eru saman strákarnir að spila D&D og það small bara eitthvað í höfðinu á mér. Ég hugsaði bara: „Ókei, nú bara gerum við þetta“ og ég og félagar mínir fjárfestum saman í byrjendapakkanum,“ segir Gísli og bætir við að hann hafi tekið á sig að verða stjórnandinn. „Og síðan hefur bara ekki verið aftur snúið.“ toti@frettabladid.is Gísli sér um tímafrekt taumhald á skrímslum Spunanördinum Gísla Gunnari Guðmundssyni rennur blóðið svo til skyldunnar að hann tekur að sér leikjastjórn og umsýslu með auka- persónum og skrímslum í hlutverkaspilinu Dungeons & Dragons. „Nörd er bara einhver sem hefur óbilandi áhuga á einhverju,“ segir Gísli Gunnar, sem skilgreinir sig vítt sem slíkan út frá óbilandi áhuga á fantasíu, sögugerð og sögusköpun og nýtur þess að spinna ævintýri í D&D. MYND/MAMBA FYRIR ÞAÐ FYRSTA ER ÞETTA ÓGEÐSLEGA GAMAN. ÞAÐ ER SVONA NÚMER EITT, TVÖ OG ÞRJÚ. Dungens & Dragons á sér langa sögu í poppkúltúrnum, en það var einmitt ekki fyrr en Gísli sá vinina í Stranger Things spila, að hann lét loksins vaða. MARKAÐURINN.IS – NÝR VETTVANGUR VIÐSKIPTALÍFSINS Nýr og endurbættur markaðurinn.is er kominn í loftið með öllum helstu upplýsingum úr fjármálaheiminum. • Gengi hlutabréfa í rauntíma • Gengi gjaldmiðla • Daglegar viðskiptafréttir • Nýjasta tölublað Markaðarins 1 7 . F E B R Ú A R 2 0 2 1 M I Ð V I K U D A G U R22 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.