Fréttablaðið - 17.02.2021, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 17.02.2021, Blaðsíða 23
F jár fest var f y rir 228 milljónir dala, jafnvirði 29 milljarða króna, í sprotaf y r ir tækjum á árinu 2020. Til saman-burðar var meðaltal áranna 2015 til 2019 167 milljónir dala, jafnvirði 21 milljarðs króna. Um var að ræða 26 f jármagn- anir, samanborið við 29 árið 2019. Þetta leiðir samantekt Nortstacks, fréttavefs um nýsköpun, í ljós. Hún horfir ekki til fjármögnunar sem er minni en 50 milljónir króna. Þess vegna gæti fjöldi sprotafyrirtækja sem fékk fjármögnun á árinu verið meiri. „Þrátt fyrir að COVID-19 hafi sett mark sitt á níu mánuði af árinu 2020 streymdu peningar í nýsköp- un,“ segir Kristinn Árni Lár Hró- bjartsson, ritstjóri North stacks, í samtali við Markaðinn. Hann dregur árið 2020 saman þegar litið er til f járfestingar í nýsköpunarfyrirtækjum á þessa vegu: Mikið fjármagn streymdi í nýsköpun en það hafi lítið verið fjárfest í nýjum tækifærum heldur hafi fénu verið varið í áframhald- andi uppbyggingu sprotafyrirtækja sem hafi áður fengið fjármagn. Vísi- sjóðirnir hérlendis séu meira og minna fullfjárfestir og hafi því ekki fjármagn til að leggja í ný fyrirtæki. „Það væri gott fyrir sprotaumhverf- ið ef það tekst að safna í tvo sjóði á þessu ári og tvo sjóði á því næsta,“ segir Kristinn Árni. Hann segir að erlendir fjárfestar hafi tekið þátt í um 70 prósentum af fjármögnunarlotunum. Hlutfallið var svipað árið 2019, að því er fram kom í frétt í Markaðnum fyrir ári. Ef horft er fram hjá einstaka fjár- mögnun sem er yfir 30 milljónum dala, jafnvirði 3,9 milljarða króna, sem bjaga samanburð, má sjá að umfang fjármögnunar sprota fer vaxandi: Fjárfestingin nam 57 milljónum dala árið 2016, 35 millj- ónum dala árið 2017, 84 milljónum dala árið 2019 og 223 milljónum dala í fyrra. Það var því slegið met þegar litið er til fjármögnunarlota sprotafyrirtækja sem eru minna en 30 milljónir dala. Árið 2019 var fjárfest í sprotum fyrir 84 milljónir dala, eða 62 prósentum minna en árið 2020. Munurinn helgast, að sögn Krist- ins Árna, af því að mun fleiri stórar fjármagnanir hafi verið í fyrra og mun færri litlar fjármagnanir. Hann segir að met hafi verið slegið í fjölda fjármögnunar sem hafi verið á bilinu 10 til 30 milljón- ir dala, 1,3 til 3,9 milljarðar króna. Þær voru átta talsins. Flokka megi þær sem vaxtarfjármögnun, það er að fjármagnið sé nýtt til að knýja áfram umtalsverðan vöxt til dæmis með því að ráða f leira starfsfólk. Kristinn Árni bendir á að á undanförnum tveimur til þremur árum hafi nokkur fjöldi fyrirtækja fengið minni fjármögnun. Hluti þeirra hafi verið kominn á þann stað í fyrra að þau geti sótt stóra fjármögnun. Það gæti skýrt hvers vegna met hafi verið slegið í fjár- mögnunum sem liggja á bilinu 10 til 30 milljónir dala. Helgi Vífill Júlíusson helgivifill@frettabladid.is Búum í haginn fyrir atvinnulíf framtíðarinnar arionbanki.is Traustur fyrirtækjarekstur og öflug nýsköpun kallar á samstarfsaðila sem skilur þarfirnar. Arion banki býður fyrirtækjum af öllum stærðum og í öllum geirum alhliða þjónustu með fagmennsku, innsæi og þekkingu að leiðarljósi. Hafðu samband á fyrirtaeki@arionbanki.is, við þjónustuver í síma 444 7000 eða í netspjalli á arionbanki.is. GRILLAÐUR – PÖNNUSTEIKTUR – OFNBAKAÐUR Borinn fram með fersku salati, smælki, og citrus beurre blanc. APOTEK Kitchen + Bar Austurstræti 16 Sími 551 0011 apotek.is FEBRÚAR TILBOÐ 1.990 kr. á mann FRÁBÆR Í HÁDEGINU FISKIVEISLA 3 tegundir af ferskasta fiski dagsins 29 milljarðar streymdu í nýsköpun Mikið fé streymdi í áframhaldandi uppbyggingu sprotafyrirtækja. Lítið var fjárfest í nýjum tæki- færum en vísisjóðir eru mikið til fullfjárfestir. 300 250 200 150 100 50 0 2015 2016 2017 2018 2019 2020 Heimild: Northstack ✿ Fjármögnun sprota Milljónir dala MARKAÐURINN 9M I Ð V I K U D A G U R 1 7 . F E B R Ú A R 2 0 2 1

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.