Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1977, Blaðsíða 128
126
VIII. SKÖLAEFTIRLIT
Tafla VI, A og B
Skýrslur um skólaeftirlit árið 1976 bárust frá 39 heilsugæslustöðvum :
Skýrslur um barnaskóla taka til 29112 barna, og gengu 20736 þeirra
undir aðalskólaskoðun. Tilsvarandi tölur í unglinga-, mið- og gagn-
fræðaskólum eru 14640 og 10697 og í 6 menntaskólum 2874 og 1831.
Engar skýrslur bárust frá Menntaskólanum í Reykjavík, Kennaraháskóla
Islands og Verslunarskóla Islands.
Töflur hafa ekki verið gerðar fyrir árið 1977.
IX. HEILBRIGÐISLÖGGJÖF
1976
Á árinu voru sett þessi lög, er til heilbrigðislöggjafar geta talist
(þar með taldar auglýsingar birtar í A- og C-deild Stjórnartíðinda):
1. Lög nr. 36 14. maí, um breyting á lögum nr. 67/1971, um almanna-
tryggingar, sbr. lög nr. 96/1971, nr. 112/1972, nr. 62/1974 og
nr. 13/1975.
2. Lög nr. 85 25. maí, um breyting á lyfsölulögum nr. 30 29. apríl
1963.
3. Lög nr. 58 31. maí, um sjúkraþjálfun.
4. Lög nr. 74 31. maí, um breyting á lögum nr. 31 5. maí 1970, um
dýralækna.
5. Bráðabirgðalög nr. 95 6. ágúst, um breyting á lögum nr. 95
31. desember 1975, um breytingar á lögum um almannatryggingar
nr. 67/1971.
6. Lög nr. 117 31. desember, um breyting á lögum nr. 67 20. apríl
1971, um almannatryggingar.
7. Auglýsing nr. 1 2. janúar, um gildistöku alþjóðasamnings frá
29. desember 1972, um varnir gegn mengun hafsins vegna losunar
úrgangsefna og annarra efna í það.
Þessar reglugerðir og samþykktir varðandi heilbrigðismál voru gefnar út
af ríkisstjórninni (birtar í B-deild Stjórnartíðinda):
1. Starfsreglur nr. 31 26. janúar, fyrir Heilbrigðisráð íslands.
2. Auglýsing nr. 38 13. febrúar, um afgreiðslutíma Sauðárkróks Apóteks.