Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1983, Qupperneq 73
SKÝRSLA EITUREFNANEFNDAR
Fundir, ráóstefnur, námskeið og tengsl við aðrar nefndir, heirosóknir.
Haldnir voru 21 fundir i eiturefnanefnd. Auk nefndarmanna og ráóu-
nauta, er sátu nokkra fundi, sátu 8 gestir jafnmarga fundi i nefnd-
inni.
Nefndarmenn tóku þátt i innlendum og norrænum fundum, samstarfs-
nefndum og starfshópum.
Föst verkefni
Fjallaó var um 105 umsóknir um leyfisskirteini (blá) til þess aó
mega kauþa og nota efni og efnasamsetningar i X og A hættuflokkum.
Mælt var meó öllum umsóknum nema 6 (64 frá garðyrkjumönnum og garó-
yrkjubændum, 13 frá öórum bændum, 5 frá meindýraeyðum, 3 frá skóg-
ræktarmönnum og 8 frá öórum).16 tilvikum var ekki tekin endanleg
afstaóa til umsókna vegna þess að upplýsingar voru ófullnægjandi.
Mælt var meó öllum umsóknum, 16 aö tölu, um leyfisskirteini (rauð)
til þess aó mega kaupa og nota tiltekin efni á listum I og II. Mælt
var meó öllum umsóknum, 4 aö tölu, um leyfis- skirteini (rauð) til
þess aö mega kaupa og nota fenemal og tribrómetanól til útrýmingar á
svartbaki og hrafni (3 frá umráóamönnum æóavarps, 1 frá trúnaóar-
manni veióistjóra). Ein umsókn barst um leyfisskirteini (rautt) til
þess aö mega kaupa og nota mebumalum 20% til aflifunar minka og
refa. Var mælt meó umsókninni. Mælt var meö 5 af alls 10 eitur-
beiónum um að mega kaupa takmarkaö magn eiturefna á listum I og II.
Mælt var meó öllum beiónum, 20 aö tölu, um undanþágu til kaupa á
takmörkuðu magni eiturefna i hættuflokki A til nota i landbúnaði og
garöyrkju samkvæmt ákvæóum reglugeróar nr. 248/1981. Afgreiddar voru
samtals 6 umsóknir um skráningu efna og efnasamsetninga i X, A, B og
C hættuflokkum. Var mælt meó skráningu i 5 tilvikum. Þá mælti
nefndin meó skráningu nýrra afhendingariláta þriggja áóur skráöra
efnasamsetninga. Þar aó auki fjallaói nefndin um allmargar umsóknir,
sem ekki hlutu fullnaöarafgreiósu, aóallega vegna ófullnægjandi
upplýsinga. Á árinu voru 5 efnasamsetningar i X, A, B og C hættu-
flokkum teknar af skrá aó beióni umboósmanna. Gerö var breyting á
reglugerð nr. 455/1975 um eftirlit meó framkvæmd ákvæða laga um
eiturefni og hættuleg efni nr. 85/1968 þess efnis, aö frá 1. júli
1983 skuli Lyfjaeftirlit rikisins hafa eftirlit með innflutningi
eiturefna á lista II likt og gilt hefur um efni á lista I til þessa.
Staófest var reglugerö nr. 54/1983 um notkun nitrita og formalins
til rotvarnar i bræóslufiski, en reglugeró þessi er sett meö heimild
i lögum nr. 85/1968. Ennfremur voru settar með heimild i lögum
þessum reglugeró nr. 77/1983 um geró iláta, merkingu og varnaöar-
merki varðandi sölu og varöveislu eiturefna og reglugerð nr. 74/1983
um bann vió innflutningi og notkun asbests. Reglugeró þessi gekk i
gildi 1. september. Frá þeim tima og til ársloka fjallaði eiturefna-
nefnd um 5 umsóknir um undanþágu frá ákvæöum reglugeröarinnar um
bann viö innflutningi á asbesti. Nefndin gerói tillögur til
heilbrigóis- og tryggingamálaráöuneytisins um tvær breytingar á
lögum um eiturefni og hættuleg efni nr. 85/1968. Tillögur þessar til
breytinga á lögunum voru nánast formlegs eólis. Nefndin sá hins
Vegar ekki ástæóu til þess, aö heildarendurskoðun færi fram á
lögunum. Nefndin gerði tillögur aö breytingu á reglugerð nr.
129/1971 varðandi notkun bróms til eyðingar sýkla i baðvatni og
merkingu á glösum undir blóósýni, er innihalda 0,2 g af natríum-
flúoriði til þess aö rotverja og segaverja sýnin.
71