Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1983, Síða 75
Telur nefndin aö æskilegt væri aö setja fyrirmæli um notkun þessara
efna i reglugeró. Nefndin lýsti áhyggjum sinum yfir förgun notaðs
tetraklóretýlens, þar eð veruleg vandkvæói væru á þvi aö farga
efninu. Nefndin beindi þeim tilmælum til þeirra, sem selja tetra-
klóretýlen, aö þeir sæu til þess, að hreinsuö yröi fita úr notuðu
tetraklóretýleni þannig, aö nota mætti efnió á ný i staö þess aó
farga þvi.
Eiturefnanefnd kom þeim sjónarmiöum á framfæri vió fulltrúa oliu-
félaganna þriggja, aó nefndin myndi vilja takmarka magn hexans og
benzens i bensini eöa öórum oliuvörum, sem seldar væru á almennum
markaói. Þá benti nefndin á, aó æskilegt væri aó setja i regulgerð
ákvæöi um hámarksmagn blýs i bensini til eldsneytis. Nefndin lýsti
einnig áhyggjum sinum yfir þvi, aó svo virtist sem terpentina gæti
valdió vitsmunaskerðingu fyrir aldur fram, ef um langvarandi
ákverkun væri aö ræóa. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu var
bent á, að oxavarnarefniö BHT (bútýlhýdroxitólúen) heföi reynst
geta valdið krabbameini i tilraunadýrum, en efni þetta er leyft
aukaefni i matvæli. Itrekuó voru fyrri tilmæli til heilbrigðis- og
tryggingamálaráðuneytisins, aö takmarka bæri notkun koffeins sem
aukaefni i matvæli. Fjallaö var um erindi Hollustuverndar rikisins
þess efnis, hvort banna eigi sölu á sælgæti hér á landi, ef þaó
inniheldur etra (etýletra). Nefndin benti i þessu sambandi á, aö
sala sælgætis, er innihéldi etra, væri óleyfileg hér á landi. Þá
tók nefndin fram, aö ekki væri ástæða aó amast vió klóróformi i
sælgæti, ef magn þess væri innan leyfilegra marka (2%).
I árslok lést Bragi ölafsson, læknir, sem átt hafói sæti i eitur-
efnanefnd frá upphafi og til ársloka 1975.
73