Kosningablað A-listans - 29.01.1934, Blaðsíða 2
það óréttláta kröfu Alþingis, að
fyrir ríkisábyrgð þeirri, er samþ.
hefir verið til Síldarbræðslu sé
krafist baktryggingar bæjarsjóðs,
og þá sérstakiega af þeim ástæð-
um, að samtímis er ríkið að
kaupa og byggja Síidarbræðslu í
öðrum landshlutum, án nokkurs
framlags eða ábyrgðar frá bæja-
eða sveitarfélögum.
Þá skal jeg líka leyfa mjer, að
minna á, aö þegar Síidarbræðslu-
mállð var fyrst tekið til meöfeiö-
ar hjer á sl. vori, þá var það eftir
ósk þingmanns kjördæmisins, gert
á sameiginlegum fundi Atvinnu-
rekendafjelagsins og Verslunar-
mannafjelagsins, en í þessum fje-
lögum er mikill meiri hluti Sjálf-
stæðismenn, og var það nefnd úr
þessum félögum sem starfaði að
öllum undirbúningi málsins hér
heima, Þar til á stofnfundi. —
Til gamans skal ég lofa fundar-
mönnum að heyra nöfn þeirra
manna sem nefndina skipuðu, en
það voru þeir: Eyjólfur Jónsson,
Sigurður Arngrímsson, Benidikt
Jónasson, Sigurður I. Quðmunds-
son, og Theodór Blöndal. —
Efsti maður C-listans talaði
um það á fundinum þann 18. þ.
m. að hann teldi Garðarshúsin
mjög heppileg — minnir mig hann
segja — til uppsáturs fyrir smá-
bátaútgerðina hér, (trillurnar). —
Ég er ekki á sama máli um þetta,
þ. e. a. segja, aö ég tel það nauð-
synlegt fyrir smáútgerðina, að þar
sem henni verður ætlað uppsátur,
að þar sé séð svo um, að nægi-
legt landrými sé til fiskþurkunar
en það fæ ég ekki séð að sé
Garðarshúslóðinni eða í grend
við hana.
( rafmagnsmálum bæjarins
höfum við Sjálfstæðismenn þá
ákveðnu stefnu, að aö því tak-
marki beri að stefna, að nota svo
vatnsaflið hér sem er óþrjótandi,
að sem fyrst veröi hægt aö bjóða
bæjarbúum svo ódýrt rafurmagn
til Ijósa, suðu og hitunar, að þar
þoli kolin engan samanburð.
Við munum því beita okkur
fyrir því, aö þetta mál verði tek-
ið til athugunar svo fljótt sem
verða má.
Um brunavarnir bæjarins hefði
ég sérstaka ástæðu til að tala,
þar sem ég var á síðastliönu vori
skipaður af bæjarstjórninni sem
brunaliðsstjóri.
Brunaliðsmálin hafa að vísu
vcrið til athugunar hjá bæjarstjórn-
inni og eru víst allir bæjarstjórn-
armennimir á eitt sáttir um það,
að nauðsynlegt sé að hefjast skjótra
aögerða í þessu máli. — Það er
líka mála sannast, að brunamál-
um kaupstaöarins er þann veg
komið, að til stórrar hneisu er
fyrir bæjarfélagið. — Allur útbún-
aður og áhöld svo ómerkileg, að
þaö mætti heita hreinasta krafta-
verk ef hægt væri að slökkva með
þeim, ef eldur kæmi upp í með-
alstóru hænsnahúsi. —
Þótt málið sé nú komið á
nokkurn rekspöl, þá er ekki hægt
annað aö segja, en það er stór-
vítavert af bæjarstjórninni, og
að sjálfsögðu fyrst og fremst af
meirihluta hennar, hve afskiftalaus
hún hefir verið í málinu.
Ég skal til að rökstyöja þetta
enn betur, benda á, að á fund
bæjarstjórnarinnar þann 23. janú
ar 1930 var lagt fram bréf frá
vegamálastjóra dags 7. desem1 er
1929, þar sem hann tilkynnir, að
eftirlitsmaður Brunabótafélagsins
„Storebrand", sem er aðal við
skiftafélag Brunabótafélsgs íslands,
hafi tilkynt ser að öll brunatæki
bæjarins sé í megnasta ólagi og
skorar hann á bæjarstjórnina, að
taka þetta mál til sk ótrar athug-
unar. Jafnframt tilkynti vegamála-
stjóri, aö ef nauðsynlegustu lag.
færingar yrðu gerðar, þá lækkaö
iögjaldiö um 15%.
Þessi brunatæki sem voru að
áliti umboðsmanns brunabótafé-
lagsins „Storebrand" ónothæf 1929
eru þau sömu, sem hér eru enn
að ég ekki tali um að á Vest-
dalseyri hefir ekki verið séð fyrir
svo miklu sem vatnsfötu til bruna-
varna af bæjarins hálfu.
Þá tel ég óhjákvæmilegt að
bæjarstjórn sú, sem kosin verður,
verði að taka fræðslumál kaup
staðarins til athugunar.
Ég tel fræðslumálum bæjarins í
ýmsu ábótavant, og verð ég þar
að skella skuldinni á meirihluta
bæjarstjórnar, Framsóknar- og
jafnaö&rmenn, því eins og allir
vita er skólanefnd kosin af bæjar
stjórn, og verður því meirihluta
bæjarstjórnarinnar kent um þær
misfellur sem á fræðslumálum
kunna að vera.
Það er nú þannig höguru hátt-
að hér á Seyðisfirði, bæöi hvað
efni og annað snertir, aö flestir
hafa engin tök á að kosta börn
sín til mentunar í öðrum skólum,
og verður því sú undirstöðument-
un, sem börn og unglingar fá
hér við barnaskólann einasta vega-
nesti þeirra út í lffsbaráttuna. —
En þá er að athuga hvort þessi
mentun sé nægileg, og hvort
skólinn hér uppfyllir þær kröfur
sem gerðar eru í skólamálum
þessa lands. — Ég fyrir mitt.Ieyti
tel að svo sé ekki.
Ég er því fastráðinn í því, ef
mér gefst tækifæri til þess, aö
sitja sem fulltrúi í bæjarstjórn
þessa kaupstaöar, aö beita áhrif-
um mínum til þess, aö koma
betra og fullkomnara fyrírkomu-
lagi á fræðslumál bæjarins. — Ég
geng þess ekki dulinn, að þetta
er hið mesta vanda verk, og verð-
ur að sjálfsögðu misjafnlega tekið,
en ég vænti að það verði eigi
vanþakkaö af aðstandendum barna
og unglinga.
Fulltrúi Kommunista, Þorkell
Björnsson, gerði þá kröfu hér á
úndinum þann 18. þ. m. að upp-
liituð sundlaug yrði bygð í sam-
bandi við barnaskólann.
Ég skal benda þessum Komm-
unista á það, að þessi krafa þeirra
er, eins og svo margar aðrar
kröfur þeirra, ekki neitt nýtt mál,
sem þeir hafa fundið upp.
íþróttafélagið „Huginn" hefir
mörg undanfarln ár barist fyrir
þessu máli, og hefir einu sinni
komist svo vel á veg með það
að aðeins stóð á 2000 króna á-
byrgð bæjarstjórnarinnar fyrir
bráðabyrgðarláni.
Um nauðsyn þessa máls þar
ekki að ræða, ailir vita hve afar
þýðingarmikið sundnámiö er, og
vart mun sá maður hér í þessu
bæjarfélagi, sem ekki veitir málinu
- tt fulla fylgi, því svo sorglegir
al- !>rðir hafa hér gerst, sem vekja
menn til umhugsunar um hve
sundkunnátta er nauðsynleg og
sjálfsögð.
íþróttaféiagið „Huginnw mun á-
reiðanlega ekki skilja viö þetta
mál fyr en það er til lykta leitt,
>g hefi ég sérstaka ánægju af því,
að mér gefst tækifæri til þess, að
styðja að fran.gar.g; málsins sem
bæjarfulltrúi, samtímis þvf, sem
ég mun að sjálfsögðu, hér eftir
sem hingað til, vinna í félagsskap
allra þeirra mörgu féiaga i Hug
inn sem áhuga hafa á málinu.
Ég hefi nú hér á undan bent á
nokkur mál sem munu koma til
athugunar fyiir væntanlega bæjar-
stjórn, og mætti að sjálfsögðu
á mörg fleiri benda ef tími væri
til. —
Áður en ég lýk máli mínu get
ég ekki látiö vera aö beina nokkr-
um orðum til Vestdalseyringa
sérstaklega, ef einhverjir eru hér.
Ég hygg að með sanni megi
segja, aö með kjörfylgi ykkar
hafið þið gefið meirihluta bæjar-
stjórnarinnar, Framsóknar- og
jafnaðarmönnum tækifæri til þess
að sýna sína ágætu stjórnarhæfi-
leika, undanfarin ár, já sennilega
alt frá árinu 1920. En hvað hafa
)á þessir menu gert fyrir ykkur?
lafa þeir yfirleitt munað eftir því,
að þið væruð hluti af bænum,
nema þegar þeir hafa þurft á
kjörfylgi ykkar að halda.
Fyrir atbeina eins Sjálfslæðis-
mannsins í bæjarstjérn, Sigurðar
Arngrímssonar, og flokksmanna
hans, hefir verið ák eðið að láta
ransaka og gera ár 'un um kostn-
að við aö leiða ra agn til ykkar.
Við Sjálfstæðisme teljum sjálf-
sagt aö þetta k verði fram-
kvæmt svo fljótt m verða má.
Þá teljum við ,a sjálfsagt að
athugað verði og áætlun gerö um
kostnað við vatnsveitu hjá ykkur
sem við teljum að eigi að koma
svo fljótt sem efnf og ástæður
bæjarféiagsins leyfa
Við þessar kosni.igar haffð þiO
tækifæri til að koma að ykkar
eigin fulltrú 5 manni A-listans
Benedikt Jónasson, sam áreiðan-
lega mun gæta hagsmuna ykkar í
hvívetna.
Þó að þið gafið Benedikt Jónas-
syn; utkvæði ykkar, þá eru fyrver-
andi fulltrúar ykkar þeir Gunnl.,
Karl og Emil vissir, og ennfrem-
ur efsti maður C-listans Haraldur
Guðmundsson.
Ég v’l því gefa ykkur þetta ráð,
lofið ium Guðmundi Beaedikts-
syni í) hvfla sig eftir alt stritið
fyrir > <ur, og takið þið Bene-
dikt J nasson í hans staö, en
það j ið þið með því að kjósa
A-Iistenn. —
Að endingu skal tekið undir
það sem Jafnaðarmaðurinn sagði
þann 20. þ. m. að „mörg verk-
efni eifið og vandasöm bíða bæj-
arstjórnar þeirrar, sem kosin
verður".
I1eir sem treysta jafnaðarmönn-
um og kommunistum best til að
eysa þau, kjósa B og C-lista
„og taka sér Eskifjörð til fyiir-
myndar."
Það voru nefnilega Framsókn-
armenn og jafnaðarmenn og
<ommunistar, sem í sameiningu
settu Eskifjörð á hausinn.
Áhugamál Vestdalseyringa,
Á þessu tímamótum, þegar velja um allar framkvæmdir og fram-
nýja bæjarstjórn fyrir Seyðis-
fjarðarkaupstað, er ekki óviðeig-
andi að minst sé eitthvað á þau
verkefni er á komandi árum mur.i
liggja fyrir bæjarstjórn til úrlausn-
ar. Þetta hefir og verið gjört að
nokkru leyti, af efstu mönnum
framboðslistanna, á hinum tveim-
ur umræðufundum um bæjarmál,
sem haldnir hafa verið hér í bæn-
um undanfarna daga. Þó er það
einn liður bæjarmálanna, sem
aðeins lftillega hefir verið minnst,
á þessum fundum, og það eru
áhugamál Vestdalseyringa. Eins
og öllum er kunnugt, þá er Vest-
dalseyrin einn hluti bæjarins og
greiðir að sjálfsögðu, sem slíkur,
öll gjöld til þarfa bæjarreksturs-
ins, eins og aðrir partar bæjarins
eftir efnum og ástæðum. Hltt vita
Iíka allir, að þessi partur bæjar-
ins hefir orðið herfilega útundan
farir frá öndverðu, af hálfu bæjar-
félagsins, og má þar sérstakle a
minnast á vatnsveitu og rafvei u,
auk margs annars er minnu má'i
skiftir. Vatnsveita bæjarins er nú
oröin 30 ára gömul og rafveitan
20 ára, og virðist þvf vera fylli-
lega kominn tími til þess að at-
huga hvort ékki mætti tr.eð góöu
móti veita þessum bæjarhluta þessi
hlunnindi. Það þarf ekkert að
lýsa því hér, hver þægindi eru að
báðum þessum framkvæmdum,
þvl það vita allir, bæði þeii sem
hafa þau, og ekki síðui hinir.sem
hafa farið þeirra á mÞ en við-
víkjandi vatnsveitunni má einnig
geta þess, hve miklaþýðingu hún
hefir gagnvart brunavörnum, sem
aldrei hafa verið neinar á Vest-
dalseyri, frá bæj^rii s hálfu, og
sem þó allir vita aö er gagnstastt
öllum lögum. því sambandi má