Holtsbúinn - 24.06.1934, Blaðsíða 2
2
Holtsbúinn
munamál, sem alþýðan þarf að
berjast fyrir og það eirta, sem
hann lofar alþýðunni, er að
standa alltaf í broddi fylking-
ar í baráttu hennar.
Yið bendum alþýðunni hér
á Holtinu og í Skerjafirði á
eftirfarandi mál, sem hún þarf
að sameinast um og knýja í
framkvæmd:
1. Að hinar mjög ófull-
komnu götur, sérstaklega a
Holtinu, verði þegar fullgerð-
ar, og að vatn veröi leitt að
að öllum húsum á kostnað
bæjarins og sömnleiðis frá-
rennsli.
2. Að byggðir verði barna-
leikvellir.
3. Að atvinnuleysingjaruir
á þessum stöðum fái vinnu
við þessar framkvæmdir.
4. Að skólabörn fái ókeyp-
is ferðir til og frá skólunum
með strætisvögnunum.
Verkafólk! Þið hafið í gegn um
pöntunarfélögin fundið hverju
við getum áorkað með samtök-
um í því að bæta lífskjör okk-
ar, í þessu hafið þið einnig
fundið forystu kommúnistanna
og þeirra óeigingjarna starf. Á
sama hátt verðum við að sam-
einast um þessi hagsmunamál
okkar og ef við gerum það þá
er sigurinn vís.
Yfirstéttin veit það ósköp
vel að Kommúnistaflokkurinn
einn skipuleggur baráttu verka-
lýðsins, þessvegna liræðist hún
ekkert eins mikið og vaxandi
fylgi hans. Yið kjósum Komm-
únistaflokkinn einmitt vegna
þess, að hann er okkar flokk-
ur. Við kjósuin öll D-listann.
Við sendum fél. Brynjólf
Bjarnason á þing en hindrum
kosningu fasistans Sigurðar
Kristjánssonar —- hindrum
meirihluta íhaldsins á þingi.
Er gengislækkun yfirvofandi.
Gengislækkun þýðirallsherjar
kauplækkun fyrir verkalýðinn.
Kommúnistaflokkurinn hefir
sent þá fyrirspurn til Alþýðu-
flokksins hvort hann vilji á-
samt KFÍ og Verkalýðssam-
bandi Norðurlands hindra all-
ar tilraunir til gengislækkunar
með allsherjarverkfalli.
Ef Alþýðuflokkurinn ekki
svarar fyrir kosningar (eins og
um er beðið) hlýtur allt gasp-
ur um að liann sé á móti geng-
islækkun að vera kosninga-
blekkingar og ekkert annað.
Klofningslygar borgaranna.
Út af þvættingi borgaraflokk-
anna um »innbyrðis valdabar-
áttu« í KFÍ, er rétt að taka
þetta fram: KFl hefir háð bar-
áttu gegn röngum skoðunum
og starfsaðferðum innnan sinna
vébanda.
Bardagaaðferðir flokksins og
SUK gegn hinum röngu skoð-
unum bafa að ýmsu leyti ver-
ið rangar, sem hefur gefið
andstæðingum flokksins frekari
átyllu til óliróðurssagna um
flokkinn og einstaka félaga, sbr.
skeytafölsun Alþýðubl., að KFÍ
sé »í upplausn», Hjalti Árnason
sé »keyptur af íhaldinu« o.s.frv.
Hinsvegar hafa ýmsir félagar
haft fél. Einar Olgeirsson fyrir
rangri sök, en hann nýtur fulls
trausts flokksstjórnarinnar.
Ábyrgðarm. E. S. — Prentsmiðjan Dögun.