Bæjarins besta - 13.05.1998, Side 1
Blindur
fær sýn
Bæjarins besta
Miðvikudagur 13. maí 1998 19. tbl. 15. árg.
ÓHÁÐ Á VESTFJÖRÐUMFRÉTTABLAÐ
Stofnað 14. nóvember 1984 Sími 456 4560 Fax 456 4564 Netfang: hprent@snerpa.is Verð kr. 200 m/vsk
Tignir gestir í heimsókn
Margrét Þórhildur
Danadrottning sæk-
ir Vestfirði heim
Á morgun, fimmtudaginn
14. maí, er ráðgert að Margrét
Þórhildur Danadrottning og
eiginmaður hennar, Hinrik
prins, komi til Ísafjarðarbæjar
og Bolungarvíkur í boði for-
setahjónanna, þeirra Ólafs
Ragnars Grímssonar og Guð-
rúnar Katrínar Þorbergsdóttur.
Ráðgert er að flogið verði
með hina tignu gesti í Fokker-
vél Landhelgisgæslunnar og
lent á Þingeyrarflugvelli kl.
14:15. Þar verður tekið á móti
Danadrottningu og fylgdarliði
hennar og haldið til Þingeyr-
arkirkju og komið þangað kl.
14:30 og kirkjan skoðuð undir
leiðsögn sóknarprests, sr.
Guðrúnar Eddu Gunnarsdótt-
ur. Síðan verður haldið að
Holti í Önundarfirði og komið
þangað kl. 15:20. Þar verður
kirkjan skoðuð undir leiðsögn
sr. Gunnars Björnssonar.
Þaðan verður haldið að minn-
isvarðanum við Flateyrar-
kirkju og ráðgerður komutími
þar er kl. 16:00. Því næst
verður haldið til Ísafjarðar og
stoppað á Silfurtorgi kl. 16:40.
Þaðan verður haldið til Bol-
ungarvíkur og komið að Ós-
vör kl. 17:10.
Frá Bolungarvík verður að
nýju haldið til Ísafjarðar og
komið að Turnhúsinu í
Neðstakaupstað kl. 19:00. Þar
verða hús skoðuð og snæddur
kvöldverður. Að honum lokn-
um halda gestirnir á Ísafjarð-
arflugvöll og er brottför þeirra
frá Ísafirði áætluð kl. 21:15.
,,Í för með Margréti Þórhildi
Danadrottningu verður eigin-
maður hennar, Hinrik prins,
auk forsetahjónanna. Þótt ekki
sé um opinbera heimsókn að
ræða eru allir íbúar Ísafjarð-
arbæjar og Bolungarvíkur
hvattir til að taka vel á móti
hinum tignu gestum og safn-
ast saman á þeim stöðum, þar
sem stanzað verður. Það er
ekki á hverjum degi að þjóð-
höfðingjar erlendra ríkja heið-
ri okkur Vestfirðinga með
heimsóknum. Danir eru ein
helzta vinaþjóð Íslendinga og
Ísfirðingar og Vestfirðingar
eiga mikil söguleg tengsl við
Danmörku og Dani,” segir í
fréttatilkynningu frá sýslu-
manninum á Ísafirði, Ólafi
Helga Kjartanssyni, vegna
komu hinna tignu gesta.
Þess má að lokum geta að
fimmtudaginn 14. maí er
afmælisdagur forseta Íslands,
hr. Ólafs Ragnars Grímssonar.
Hornvík
Þyrla sótti slasað-
an vélsleðamann
Þyrla landhelgisgæslunnar
sótti slasaðan vélsleðamann í
Hornvík á Hornströndum
síðdegis á laugardag.
Maðurinn var ásamt tveim-
ur öðrum vélsleðamönnum á
þremur sleðum og var á leið
niður í víkina er hann rann til
í skara og kastaðist af sleð-
anum.
Hann var fluttur til Ísa-
fjarðar og þaðan með sjúkra-
flugi til Reykjavíkur. Hann
mun hafa hlotið höfuðmeiðsl.
-sjá viðtal við hjónin Önnu
Kristínu Hauksdóttur og Óttar
Jónsson í miðopnu