Bæjarins besta - 13.05.1998, Qupperneq 2
2 MIÐVIKUDAGUR 13. MAÍ 1998
Útgefandi:
H-prent ehf.
Sólgötu 9,
400 Ísafjörður
% 456 4560
o 456 4564
Netfang prentsmiðju:
hprent@snerpa.is
Stafræn útgáfa:
http://www.snerpa.is/bb
Ábyrgðarmenn:
Sigurjón J. Sigurðsson
Halldór Sveinbjörnsson
Ritstjóri:
Sigurjón J. Sigurðsson
Netfang ritstjórnar:
bb@snerpa.is
Bæjarins besta er aðili að samtökum bæjar- og héraðsfréttablaða.
Eftirprentun, hljóðritun, notkun ljósmynda og annars efnis er
óheimil nema heimilda sé getið.
Ísafjarðarkirkja
Pólskur gítarleikari
Sunnukórinn
Tvennir tónleikar
Junior Chamber
Pólitískur bíódagur
Pólski gítarleikarinn Irenusz Strachocki heldur tónleika
í Ísafjarðarkirkju nk., mánudagskvöld 18. maí. Á efnis-
skránni eru verk eftir Dowland, Bach, Fernando Sor, Villa
Lobos og Albeniz. Tónleikarnir eru aukatónleikar á vegum
Tónlistarfélags Ísafjarðar. Aðgangseyrir er kr. 1.000 en
ókeypis er fyrir skólafólk.
Sunnukórinn á Ísafirði heldur tvenna tónleika í næstu
viku, í Ísafjarðarkirkju og á Þingeyri. Nánar verður greint
frá tónleikunum í næsta blaði, en óhætt er að fullyrða að
tónleikarnir verða með fjölbreyttasta móti og ætti því
enginn unnandi góðs söngs að láta þá fram hjá sér fara.
Junior Chamber Vestfjarða hefur ákveðið að efna til
opins framboðsfundar í Ísafjarðarbíói og hefst hann kl. 16
á laugardag. Þar munu fulltrúar flokkanna þriggja sem
bjóða fram í Ísafjarðarbæ flytja framsögu, svara fyrir-
spurnum og fleira. Junior Chamber hvetur alla kjósendur í
Ísafjarðarbæ til að fjölmenna á fundinn.
Kærkomnir
gestir
Leiðari
Margrét Þórhildur Dana-
drottning, Hinrik prins,
Ólafur Ragnar Grímsson,
forseti Íslands, og frú Guðrún
Katrín, koma í heimsókn til Vestfjarða á morgun, 14. maí,
á afmælisdegi forsetans. Það er vel til fundið hjá forseta
Íslands að bjóða þjóðhöfðingja Dana vestur á afmælisdegi
sínum. Með því áréttar forsetinn ræktarsemi við
bernskustöðvarnar á Ísafirði og á Þingeyri. Um leið á hann
þess kost að gefa Margréti Þórhildi innsýn í daglegt líf
þess fólks sem býr á þeim stöðum þar sem rætur hans
liggja. Vestfirðingum er í senn mikill heiður og sönn
ánægja að þessari góðu heimsókn.
Kóngur vill sigla en byr ræður, segir gamalt máltæki.
Vonandi verða veðurguðirnir hliðhollir forseta vorum og
Danadrottingu svo þau geti notið heimsóknarinnar til
Vestfjarða sem ríkulegast.
Forseti Íslands, Margrét Þórhildur Danadrottning og
fylgdarlið eru boðin velkomin til Vestfjarða um leið og
þökkuð er sú velvild í garð íbúa þessa landssvæðis, sem í
heimsókninni felst.
Aldarminning
,,Hér hefur söguna af Einari Guðfinnssyni, manninum,
sem hófst af sjálfum sér úr fátækt til mikilla eigna og ríkis
í því byggðarlagi, þar sem hann haslaði sér völl, réði síðan
þar án ráðríkis, gætti eigna sinna og jók þær án yfirgangs,
barðist hart og sigraði án þess að aðrir töpuðu og varðveitti
í róti mikilla umsvifa og harðrar lífsbaráttu, gott upplag
sitt og hjartalag.”
Svo segir í upphafi Einars sögu Guðfinnssonar, mannsins
sem stærstan þátt átti í því að breyta Bolungarvík í
nútímalegan kaupstað úr litlu, einangruðu sjávarþorpi.
N.k.sunnudag eru 100 ár liðin frá fæðingu hans.
Bolvíkingar ætla að minnast þessara tímamóta með ýmsu
móti og hyggjast reisa þessum fyrrum helsta máttarstólpa
byggðarlagsins veglegan minnisvarða.
Fyrirtæki Einars Guðfinnssonar heyra sögunni til. EG
eru ekki lengur einkennisstafir Bolungarvíkur. Maðurinn
á bak við ævintýrið er allur. Það breytir því ekki að svo
lengi sem byggð helst í Bolungarvík mun nafn Einars
Guðfinnssonar lifa meðal íbúanna.
-s.h.
Frá þinginu sem haldið var í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði um helgina.
Ársþing Körfuknattleikssambands Íslands
Haldið í fyrsta sinn á Ísafirði
Ársþing Körfuknattleiks-
sambands Íslands var haldið
á Ísafirði um síðustu helgi.
Þingið, sem haldið í Stjórn-
sýsluhúsinu, var hið 38. í röð-
inni og það fyrsta sem haldið
hefur verið á Ísafirði.
Fjölmargir gestir mættu til
bæjarins vegna þessa, bæði
þingfulltrúar og gestir auk
þess sem landslið Íslands og
Noregs komu og léku lands-
leik í íþróttahúsinu á Torfnesi
á sunnudagskvöld. Sá leikur
reyndist fremur slakur af hálfu
beggja liða og lyktaði honum
með sigri Íslendinga 65-53.
Liðin léku að nýju í Laugar-
dalshöll á mánudag og sigr-
uðu Íslendingar þá 75-73.
Friðrik Stefánsson í harðri baráttu við norsku leikmennina
í leiknum á sunnudagskvöld.
Á mánudagskvöld var
dregið um töfluröð í úrvals-
deildinni í körfuknattleik
fyrir næsta keppnistímabil.
Í fyrstu umferð mætast
eftirtalin lið: Njarðvík-
Keflavík, Þór-KR, Snæfell-
Tindastóll, KFÍ-Haukar,
Skallagrímur-Grindavík og
Valur-ÍA. Gert er ráð fyrir
að Íslandsmótið hefjist í
byrjun október.
KFÍ mætir
Haukum
Körfuknattleikur
Áður en þingið hófst var þingfulltrúum boðið að þiggja létt-
ar veitingar í Tjöruhúsinu í Neðstakaupstað í boði Básafells.