Bæjarins besta - 13.05.1998, Side 3
MIÐVIKUDAGUR 13. MAÍ 1998 3
Til sölu
Til sölu er Sólbaðsstofan Hjá Jónu í Bol-
ungarvík.
Upplýsingar í símum 456 7335 og 456
7079.
Félagsfundur
Karladeild SVFÍ Ísafirði boðar til félags-
fundar í Sigurðarbúð sunnudaginn 17. maí
kl. 20:00.
Fundarefni:
Húsamál og sameining.
Stjórnin.
Jóna Benediktsdóttir og Jónína Emilsdóttir skrifar
Einsetning skóla - lykilatriði
Samkvæmt lögum á að
vera búið að einsetja alla
grunnskóla á Íslandi árið
2002. Nú í haust verða allir
grunnskólar í Ísafjarðarbæ
einsetnir. Einsetningin er
kostnaðarsöm og því er ekki
að furða þótt menn velti fyrir
sér hvort hún sé nauðsynleg
og hvað muni vinnast með
slíkri breytingu. En fyrir
hverja verður þessi breyting
til batnaðar.
Fyrir nemendur því að
- allir nemendur hefja skóla á
sama tíma dagsins, systkini
verða þá öll á sama tíma.
- aðalstarfstíminn verður frá
morgni fram á miðjan dag,
þegar einbeitingin er sem best
og hugurinn frískastur. Þetta
er einn besti kosturinn við
einsetninguna.
- frjáls tími til leikja og heima-
náms nýtist betur þegar allir
verða búnir á sama tíma í skól-
anum.
Fyrir foreldra því að
- börnin í fjölskyldunni verða
öll á sama tíma í skólanum,
þar sem foreldrar eru útivinn-
andi fara allir til starfa á sama
tíma.
- boðið verður upp á lengda
viðveru fyrir börn í 1.-4. bekk.
Þessi börn munu ekki þurfa
að vera ein heima á morgnana
eins og nú hefur gjarnan verið
eina úrræðið.
- Með því að kennslu ljúki á
svipuðum tíma hjá öllum
kennurum ætti að vera auð-
veldara fyrir foreldra að ná
sambandi við kennara.
Fyrir kennara því að
- allir sinna kennslu á sama
tíma dagsins þannig að sam-
starf utan kennslustunda verð-
ur mun auðveldara en nú er.
- hver bekkur mun hafa sína
skólastofu einn, það breytir
miklu varðandi skipulag
skólastarfsins.
- nægur tími verður fyrir
kennarafundi þar sem allir
kennarar skólans koma sam-
an.
Eins og sjá má eru kostirnir
við einsetningu mjög margir.
Aukið öryggi skapast fyrir
yngri börnin í samfélaginu og
námshæfni þeirra fær að njóta
sín betur.
Álag á foreldra minnkar við
að vita af börnunum á örugg-
um stað meðan þeir eru í
vinnu.
Auknir samstarfsmöguleik-
ar hjá kennurum stuðla að
meiri fagmennsku í skóla-
starfinu.
Jóna Benediktsdóttir,
Jónína Ólöf Emilsdóttir.
Þórunn Gestsdóttir, verkefnisstjóri skrifar
Konur og karlar nýti
sér lagalegt jafnrétti
Markmið jafnréttisáætlunar
Ísafjarðarbæjar 1997-2002 er
að stuðla að jafnri stöðu
kvenna og karla í Ísafjarðar-
bæ. Jafnframt er markmið að
bæði konur og karlar nýti sér
það lagalega jafnrétti sem er
til staðar í atvinnulífinu, innan
fjölskyldunnar, í félagslífi og
til menntunar.
Þetta er markmið nýsam-
þykktrar jafnréttisáætlunar
Ísafjarðarbæjar sem gefin hef-
ur verið út og verður dreift í
hvert hús í sveitarfélaginu á
næstu dögum. Jafnréttisáætl-
un Ísafjarðarbæjar tekur til
stjórnkerfis sveitarfélagsins
og starfsmanna bæjarins ann-
ars vegar og hins vegar til
starfsemi og þjónustu sem
veitt er hjá stofnunum hans.
Meðal þess sem lesa má í
áætluninni er að hvert fyrir-
tæki og stofnun, nefndir og
ráð á vegum sveitarfélagsins
skulu gera starfsáætlun í jafn-
réttismálum.
Um framkvæmdir og stöðu
mála skal gerð grein fyrir í
lok hvers árs.
Karlar í föstu starfi hjá
Ísafjarðarbæ skulu eftir fæð-
ingu barna þeirra, njóta 2ja
vikna fæðingarorlofs á fullum
launum. Þá er því beint til
skólayfirvalda og forstöðu-
manna uppeldisstofnana að
vinna að jafnri stöðu kynjanna
og veita börnum og ungling-
um hvatningu til að rækta
sérkenni sín og jákvæð sam-
skipti kynjanna.
Framkvæmdaáætlun fylgir
jafnréttisáætluninni og þar má
sjá nýmæli sem eru um veit-
ingu jafnréttisviðurkenningar
Ísafjarðarbæjar í fyrsta sinn
árið 1999. Árið 2000 skal
framkvæmd viðhorfskönnun
til jafnréttismála meðal íbúa
Ísafjarðarbæjar.
Jafnréttisáætlunin er gefin
út af félagsmálanefnd Ísa-
fjarðarbæjar, unnin af starfs-
hópi er sú nefnd skipaði á
síðasta ári. Í forsvari fyrir
starfshópnum er Jónína Ólöf
Emilsdóttir, aðstoðarskóla-
stjóri og er hún jafnframt
ábyrgðarmaður útgáfu áætl-
unarinnar.
-Þórunn Gestsdóttir,
verkefnisstjóri.
Mæður nemenda í 7.-10. bekkjum Grunnskóla Ísafjarðar tóku þátt í grillveislunni sem haldin var á lóð skólans í blíðunni
á föstudag.
Leiðrétting
Í frétt í síðasta blaði af
árgangi 1951 var ranglega
sagt frá tveimur atriðum.
Í fyrsta lagi fermdist
árgangurinn 2. maí en ekki
1. maí og í öðru lagi heim-
sóttu þau Halldór Mikka-
elsson og Guðrúnu Ósk-
arsdóttur í Neðri-Breiða-
dal en ekki Ásgeir Mikka-
elsson og konu hans í
Fremri-Breiðadal. Þetta
leiðréttis hér með.
Í blíðunni á föstudag
bauð Grunnskólinn á
Ísafirði nemendum 7.-
10. bekkjar grunn-
skólana í Ísafjarðarbæ til
vormóts.
Þetta var í annað sinn
sem boðið er til slíks
móts í Ísafjarðarbæ á
vegum skólans og er
markmiðið að fá nem-
endur og kennara til að
líta á hið nýja bæjarfélag
sem eina heild, vinna á
fordómum og ,,hreppa-
ríg" og gera sér glaðan
dag.
Á vormótinu í fyrra var
keppt í ýmsum íþrótta-
greinum með skoplegri
útfærslu en í ár var farið
í ratleik víðsvegar um
Eyrina á Ísafirði. Um
hádegisbil söfnuðust
síðan allir nemendur
saman á lóð grunn-
skólans og þáðu grill-
aðar pylsur og drykki í
boði foreldrafélags
skólans.
Grillveisla
og ratleikur
Grunnskólinn á Ísafirði
Og feðurnir mættu líka og grilluðu af mikilli snilld.