Bæjarins besta


Bæjarins besta - 13.05.1998, Qupperneq 5

Bæjarins besta - 13.05.1998, Qupperneq 5
MIÐVIKUDAGUR 13. MAÍ 1998 5 Guðrún Hólmsteinsdóttir, annar maður á lista Framsóknarflokks skrifar Lítum björtum augum á framtíð Ísafjarðarbæjar Ágætu bæjarbúar. Senn líður að kosningum. Eflaust eru margir sem velta því fyrir sér hver þessi unga kona í 2. sæti lista framsóknar- flokksins er og hvaða erindi hún telji sig eiga í bæjarstjórn. Ég fæddist í Reykjavík 13. maí 1970. Ég ólst upp í Háa- leitishverfinu og er því Fram- ari. Ég er stúdent frá Verslun- arskóla Íslands. Lauk námi í lögfræði við Háskóla Íslands vorið 1996. Þegar Guðni Jóhannesson talaði fyrst við mig um það hvort ég væri til í að koma í framboð fyrir Framsóknar- flokkinn þá leist mér nú ekki mjög vel á það. Ég hugsaði málið í nokkurn tíma og ákvað svo að slá til þar sem ég taldi Guðrún Hólmsteinsdóttir. að ég hefði ýmsar hugmyndir um stjórn bæjarins. Ég taldi að ég gæti gert eitthvað gott fyrir Ísafjarðarbæ. Ég flutti til Ísafjarðar haust- ið 1994. Frá þeim tíma til vorsins 1996 stundaði ég mitt nám að mestum hluta hér á Ísafirði. Með þessa reynslu veit ég að það er möguleiki að stunda fjarnám einkum þar sem aðgengi að upplýsingar- tækninni er orðin almennarri í dag. Fjarnám skiptir miklu máli fyrir byggðalag eins og Ísafjarðarbæ. Ég mun því beita mér fyrir því að íbúum Ísafjarðarbæjar standi til boða bestu hugsanlegu aðstæður til þess að stunda fjarnám. Ný fyrirtæki eru að skjóta upp kollinum hér eins og ann- arsstaðar á landinu. Ég tel að ný bæjarstjórn eigi að beita sér fyrir því að gera Ísafjarð- arbæ að aðlaðandi stað til að hefja atvinnurekstur í, ásamt því sem við verðum að hlúa að þeim fyrirtækjum sem fyrir eru. Með því tel ég að við ættum að geta fjölgað fólki hér á næstu árum. Það geta ekki allir búið á stór Reykja- víkursvæðinu. Hið opinbera hefur verið að flytja ríkisfyrir- tæki út á land og ætlar sér að gera meira af því. Stjórn bæj- arfélagsins verður að tryggja okkur væna sneið af þeirri köku. Einnig þarf að taka fjármál bæjarfélagsins föstum tökum. Ég vil að staðið verði við þær rekstrar-og fjárfestingaáætl- ef við hugum að því að með nýju fólki aukast tekjur bæjar- sjóðs. Stjórnsýslan er alltaf að verða víðáttumeiri. Haldin eru námskeið hjá Háskóla Íslands í opinberri stjórnsýslu þannig að yfirmenn stofnana og aðrir starfsmenn stjórnsýslunnar verði betri starfsmenn. Ég er nú ekki að mælast til þess að öll bæjarstjórnin fari á slík námskeið. Bæjarstjórnin á samt sem áður að vera leið- andi með virka stjórnsýslu þannig að allir íbúar séu sáttir við störf hennar og bæjarins í heild. Ég mun því beita mér fyrir því að stjórnsýslan verði sem best hér í Ísafjarðarbæ og að öll þjónusta bæjarfé- lagsins í heild verði aukin og gerð skilvirkari. Ég tel að unnt sé að gera þetta án þess að þurfi að koma til verulegrar aukningar á rekstarkostnaði. Við getum alltaf gert betur. „Íbúar Ísafjarðarbæjar, við þurfum að standa saman og líta björtum augum á framtíð bæjarfélagsins ef við ætlum að búa hérna áfram. Við upp- byggingu bæjarfélags skiptir bjartsýni og áhugi fólksins á staðnum miklu máli. Kjósið því rétt í kosningunum 23. maí nk. þannig að við stönd- um uppi eftir kosningar með góða bæjarstjórn.“ Guðrún Hólmsteinsdóttir, 2. maður á lista Framsóknar- flokksins í Ísafjarðarbæ. anir sem gerðar eru. Þá tel ég að fjárhagur bæjarsjóðs sé ekki í stakk búinn fyrir miklar framkvæmdir á næsta kjör- tímabili. Í staðin eigum við að laða fólk til bæjarins. Það þarf ekki að kosta svo mikið Kolbrún Halldórsdóttir bæjarfulltrúi Ísafjarðarbæjar fyrir Sjálfstæðisflokk skrifar Fjöðrin sem varð að þremur hænum Kolbrún Halldórsdóttir. Ég nota hér sömu fyrirsögn og oddviti okkar sjálfstæðis- manna Þorsteinn Jóhannesson viðhafði í BB þann 29.apríl s.l. þar sem hann á væntan- lega við að hann sem fyrrum leiðtogi og í baráttusætinu sé skrautfjöður flokksins og frambjóðendurnir í þremur efstu sætum þá hænurnar þrjár. Það er rétt hjá Þorsteini að eitt helsta mál fyrrum meiri- hluta var skólamál og var unnið ötullega að þeim mála- flokki sem og öðrum málum s.s. uppbyggingu Safnahúss- ins, nýr leikskóli, endurnýjun miðbæjar á Ísafirði, lokið byggingu við íþróttahús á Þingeyri, lokið við gerð aðal- og deiliskipulag á Flateyri, ásamt gerð varnagarðar o.fl. o.fl. hér er ekki verið að tala um eitt stórverkefni heldur fjöldan allan. Það má vel vera að framkvæmdagleði sjálf- stæðismanna undanfarin átta ár við uppbyggingu Funa og Þjónustudeildar á árunum 1991-1994 og svo áður taldar framkvæmdir á árunum 1994- 1997, séu að kollkeyra fjárhag bæjarfélagsins, eins og odd- viti sjálfstæðismanna lætur liggja að nú fyrir kosningar. Sá og hinn sami og hljópst á brott frá vandanum í nóvem- ber s.l. þegar ekki var fallist á óútfylltan víxil við breytingar á gömlu fiskvinnsluhúsi fyrir skólahúsnæði. Fjárhagsstaða bæjarsjóðs hefur ekki breyst neitt til þess verra á þeim sex mánuðum frá því að þið hlup- ust undan merkjum við stjórn bæjarfélagsins. Ísfirðingar þurfa fólk sem treystir sér til þeirra verka sem framundan eru, en ekki fólk sem gefst upp við mótbyr. Skógurinn og trén Það hefur ekki reynst okkur vel í íslenskri náttúru að hafa eitt stakt tré á berangri í norðan garra, þannig að það eru rök í sjálfum sér að taka ákvörðun um að færa unglingastig skól- ans upp á Torfnes, þar sem skortur er á húsnæði fyrir skólahaldið á Eyrinni. Við höfum búið við lélega aðstöðu til handa nemendum og kenn- urum á núverandi stað lengi, þar er lóðarými ekki fyrir hendi né heldur bifreiðastæði. Kennarar hafa sýnt okkur ótrúlega biðlund og í húsnæð- ismálum og hana ber vissu- lega að þakka, hvort heldur er við grunnskólann eða tónlistaskólann. Húsnæðis- mál Tónlistaskólans eru leyst og nú þarf að leysa húsnæðis- mál Grunnskólans. ,,Þrjú stórverkefni undir” segir Þorsteinn, það er rétt það er minna en verið hefur. Odd- vitinn telur upp þau verk sem unnin hafa verið í hans tíð og þar er verið að ræða um verk upp á um 200 milljónir sem unnin hafa verið á s.l. tveimur árum og sumum ekki lokið. Í fyrri tíð þegar Funi var byggð- ur þá kostaði hann um 300 milljónir fullbúinn og þjón- ustudeildin um 30 milljónir . Auðvitað hafa allar þessar framkvæmdir áhrif á fjárhags- stöðu sveitarfélagsins. Við munum klára þau verk sem ókláruð eru í dag og leysa húsnæðismál skólans. Bráðabirgðarhúsnæði á Torfnesi næstu tvö árin skerðir ekki æfingasvæði knatt- spyrnumanna á grasvellinum, hugsanlega skerðir það afnot þeirra af malarvelli næsta sumar, en þá er til staðar svæði við Skeið sem lagfæra þarf sem malarvöll, sparkvellir verði áfram við Skeið eins og undanfarin ár. Baðaðstaða verður til staðar hvort heldur er í íþróttahúsi við Austurvöll eða í íþróttahúsi við Torfnes. Viðræður við íþróttahreyfing- una mun leiða í ljós á hvern hátt sé hentugast að standa að uppbyggingu svæðisins í Tungudal til framtíðar. Og þannig skapað heilstætt íþrótta- og útivistarsvæði þar sem allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi við íþrótta- og útivistarveru. Hvað varðar að leysa hús- næðisvanda Byggðasafnsins, þá teljum við það mjög góða lausn að nýta fjármagnið á þann hátt að húsnæðið verði byggt sem bráðabirgðar- kennsluhúsnæði og nýtt síðar fyrir Byggðasafnið okkar. Húsið er teiknað með það í huga að það falli vel að gömlu húsaþyrpingunni í Neðsta- kaupstað, en að innra fyrir- komulagi fullnægi það öllum kröfum um kennsluhúsnæði. Við hefðum getað farið þá leiðina að kaupa lausar kennslustofur og sett þær þarna niður og selt síðan með einhverjum afföllum síðar meir, en þessi kostur var val- inn og mun húsið verða nýtt til þess að varðveita muni Byggðasafnsins sem nú eru ekki aðgengilegir almenningi til sýnis vegna aðstöðuleysis á lofti Sundhallarinnar við Austurveg. Að taka ábyrgð á gjörðum sínum! Já Þorsteinn minn, það er nú með ábyrgðina eins og ann- að í lífinu, okkur er ekki alltaf gert kleift að standa við hlut- ina. Þannig var það í mínu tilfelli að mér var boðið ótiltekið sæti á lista sjálf- stæðismanna og ég lýsti mig reiðubúna til að taka eitt af þremur efstu sætum listans,á grundvelli þess að við værum þrjú af starfandi bæjarfulltrú- um listans sem ekki væru búin að gefa út að við værum hætt í pólitík. Ég fékk svör nokkr- um dögum síðar, að ekki væri fylgi við mig innan uppstill- ingarnefndar í neitt af þeim sætum, en mér boðið að skipa 17 sæti listans. Því boði hafn- aði ég, þar sem ég taldi þá rétt að draga mig í hlé þar sem minna starfskrafta væri ekki óskað. Ég vil minna á að það varst þú og Kristján Þór, fyrrum bæjarstjóri sem hélduð opinn blaðamannafundur þann 27. nóvember s.l. þar sem þar sem þið slituð meirihluta- samstarfinu en ekki ég eða Jónas Ólafsson. Þannig að öllum má ljóst vera að, þær dylgjur sem þú og aðrir sjálfstæðismenn viðhafið nú um ábyrgðar- leysi núverandi bæjarfulltrúa eru vísvitandi rangar og þar að auki ódrengilegur mál- flutningur. Á framboðslista sjálfstæð- ismanna er Jónas Ólafsson í heiðurssætinu, á lista fram- sóknar er Kristinn Jón Jóns- son, á lista bæjarmálafélags- ins eru Guðrún Á. Stefáns- dóttir og Sigurður R. Ólafs- son. Þeir bæjarfulltrúar sem ekki eru á framboðslistum eru; Smári Haraldsson, sem var löngu búinn að taka sínar ákvarðanir , ég er þetta rita og Halldór Jónsson. Kolbrún Halldórsdóttir, bæjarfulltrúi Ísafjarðarbæj- ar fyrir Sjálfstæðisflokk.

x

Bæjarins besta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.