Bæjarins besta


Bæjarins besta - 13.05.1998, Síða 9

Bæjarins besta - 13.05.1998, Síða 9
MIÐVIKUDAGUR 13. MAÍ 1998 9 Guðmundur Viggósson augnlæknir glaður í bragði með Jón Þorberg litla, viku eftir seinni aðgerðina. rsýn mundur læknir var ákaflega ánægður með hvernig til hefði tekist og sagði að þetta liti allt vel út. Hann viðurkenndi reyndar fyrir okkur eftir að- gerðirnar, þegar allt hafði gengið vel, að hann hafi haldið fyrst þegar hann sá barnið að það væri eitthvað meira að því, að það væri eitthvað andlega fatlað. Þegar aðgerðirnar voru búnar fórum við nú að velta fyrir okkur hvernig barnið myndi líta út þriggja mánaða með gleraugu! Við gátum eiginlega ekki séð hann fyrir okkur með gleraugu.“ Inniljósið í bílnum Aðgerðin á fyrra auganu var gerð 7. október og umbúðirnar teknar frá daginn eftir, þó að ekki fengi hann þó gleraugu strax. „En við sáum undir eins að hann var farinn að sjá að minnsta kosti einhverja glætu“, segir Óttar. „Maður sá greinilega breytingu á hon- um. Hann leit í kringum sig. Við höfðum alltaf kveikt ljós hjá honum á nóttunni og gerum það reyndar enn. Þó að hann sé kominn með sjón, þá leitar hann í öll ljós og horfir eftir þeim, hvar sem hann kemur. Ljósið hefur verið það fyrsta sem hann sá, þriggja mánaða gamall. Þegar við vorum að koma keyrandi vestur eftir aðgerðirnar vorum við seint á ferðinni og það var komið myrkur þegar við vor- um að aka um Djúpið. Þá var hann alltaf vælandi og grát- andi og við skildum ekkert hvað var að – þangað til ég kveiki inniljósið í bílnum. Þá þagnaði hann. Síðan keyrði ég með inniljós það sem eftir var og allt var í besta lagi.“ Aðgerðin á seinna auganu var gerð viku á eftir hinni fyrri eða 14. október og daginn eftir kom að því að Jón litli fékk gleraugu í fyrsta sinn. Þau voru síðan látin bíða vikutíma í Reykjavík til þess að sjá hvernig gengi og hvernig gler- augun reyndust, áður en þau færu vestur. „Okkur var líka kynnt starfsemin í Sjónstöð Íslands við Hamrahlíð, þar sem er þjónusta og endurhæf- ing fyrir sjónskerta. Við vorum dálítið slegin þegar við kom- um þangað. Þar byrjuðum við að fara upp í lyftu með blindra- letri. Þegar við kynntumst þessum stað held ég að við höfum loksins áttað okkur á því til fulls hvað við vorum lánsöm að drengurinn okkar skyldi fá sjónina“, segir Óttar. „Þó að fólk læri að lifa við fötlun sína, þá vorum við óneitanlega svolítið miður okkar á þessum stað.“ Í marsmánuði var saga Jóns Þorbergs litla og lækning hans meðal þess sem greint var frá í þáttaröðinni Hver lífsins þraut á Stöð 2. Upptökurnar voru gerðar bæði þegar Jón Þorberg var á sjúkrahúsinu fyrir sunnan og síðan nokkru seinna. Athafnasamur og forvitinn Anna: „Þegar við komum suður vorum við strax spurð hvernig við hefðum komist að þessu, því að það væri mjög óvenjulegt að blinda uppgötv- aðist svona snemma hjá ung- börnum, einmitt vegna þess að heyrnin blekkir svo mikið, því að augun leita alltaf þang- að sem hljóðið kemur.“ Sjón Jóns litla mun smátt og smátt batna með tímanum, auk þess sem það tekur hann lengri tíma að læra að nýta hana en börn sem eru alsjáandi frá fæðingu. Hann byrjaði með gleraugu +26, sem eru þau sterkustu sem til eru, en núna í febrúar fór hann niður í +20. Svo fær hann enn ný gleraugu í sumar, eftir því sem sjónin breytist og batnar. „Það er aðalvinnan mín að

x

Bæjarins besta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.