Bæjarins besta


Bæjarins besta - 13.05.1998, Page 10

Bæjarins besta - 13.05.1998, Page 10
10 MIÐVIKUDAGUR 13. MAÍ 1998 þurrka gleraugun hans og sjá honum fyrir dóti. Hann er svo athafnasamur og forvitinn eftir að heimurinn opnaðist fyrir honum með þessum hætti. Það er eins og það sé hreint ekkert sem fer framhjá honum. Ég var að gefa honum skyr og það fór einn dropi á borðið og hann fór strax að hræra í dropanum með putt- anum. Mér var ráðlagt að velja handa honum litríka hluti að leika sér að og hafa í kringum sig, eins og til dæmis rúmföt. Allt slíkt þroskar sjónina. Guðmundur læknir sagði við okkur: Hann er búinn að vera blindur og þess vegna nýtir hann þá sjón sem hann fær mun betur en fullorðinn mað- ur sem verður sjóndapur, en sjónin getur aldrei orðið meiri en 50-70%“, segir Anna. „Hann sér best nálægt sér, segir Óttar, en það sem er fjær sér hann eins og í þoku, þó að hann sjái hreyfingu. Um þriggja ára aldur á hann síðan að fá tvískipt gleraugu, til þess að sjá bæði nærri sér og frá sér.“ Fyrsta fjölskyldu- boðið var áfall... „En það var eitt sem fylgdi aðgerðinni“, segir Anna. „Eft- ir að við komum heim fórum við í fjölskylduboð og þar var margt fólk og allir að heilsa honum og skoða hann og tala við hann. Þá fékk hann hrein- lega sjokk, svitnaði og grét og var alveg óhuggandi. Við hringdum í Guðmund lækni og spurðum hvort þetta væri ekki bara heilbrigt, þar sem hann væri nýbúinn að fá sjón- ina. Hann sagði að þetta væri vissulega mikið áreiti fyrir hann að vera allt í einu farinn að sjá og við mættum búast við að það tæki nokkra mán- uði fyrir hann að venjast því. Þess vegna ætti hann að vera á meðan sem mest í rólegheit- um í sínu venjulega umhverfi og við skyldum ekki vera að fara neitt með hann. Þetta reyndist alveg rétt hjá Guð- mundi, því að það er bara eitt- hvað um einn eða tveir mán- uðir síðan drengurinn okkar breyttist í félagsveru, ef svo má segja. Núna mega allir tala við hann, hann er glaður og kátur að hitta fólk og breyt- ingin er alveg stórkostleg. En það tók alveg fjóra til fimm mánuði.“ ...en fermingarveislurnar skemmtilegar „Ég fór með hann suður um miðjan mars og fór þar í tvær fermingarveislur. Ég var í miklum vafa hvort ég ætti að fara með hann þangað, því að við höfðum bara farið með hann hér á heilsugæsluna en annars verið með hann hérna heima. En ég ákvað að taka hann með, en ætlaði að fara strax með hann aftur ef honum virtist líða illa innan um allt fólkið. Þarna voru tugir af ókunnugu fólki og mikið skvaldur og hávaði, en hann var bara hress og kátur og klappaði saman höndunum. Ég fór svo með hann í hina veisluna líka og þar var sama sagan og allir máttu tala við hann. Þá var búið að sýna þáttinn um hann á Stöð 2 og þess vegna voru ennþá fleiri sem vildu heilsa upp á hann og skoða hann. Þetta var óskaplega mikil breyting. Hann er mjög glaðvær og síhlæjandi og virðist að okkar mati vera alveg búinn að vinna upp þann þroska sem skorti á í upphafi.“ „Hann er búinn að taka út allan þann þroska á síðustu mánuðum“, segir Óttar. Dagamunur á þroska „Áður en hann fór í aðgerð- irnar spyrnti hann ekki einu sinni með fótunum þegar maður hélt honum uppi. Hann lá bara og hreyfði sig varla“, segir Anna. „Nú er hann farinn að sitja sjálfur og meira að segja kominn með sex tennur! Þroskinn kemur mjög hratt um þessar mundir. Við förum oft með hann til föðurömmu sinn- ar og henni finnst hún hrein- lega sjá mun á honum daglega, liggur við. Nú er hann ekki hræddur lengur og orðinn al- ger félagsvera! Ef hann heyrir umgang er hann strax hlaup- inn í göngugrindinni til að sjá hver er að koma inn.“ Óttar: „Þegar hann verður kominn á fermingaraldur, þeg- ar augun eru orðin fullvaxin, er síðan ætlunin að gera á honum aðra aðgerð og setja í hann augasteina úr gleri og þá á hann að geta hætt að nota þykk gleraugu. Slíka aðgerð væri vissulega hægt að gera fyrr, en þá þyrfti alltaf að gera það með vissu millibili og skipta um augasteina eftir því sem hann stækkaði.“ Notar gleraugun til að ná athygli Jón Þorberg er dálítið óþekkur með gleraugun og finnst gaman að naga þau, segja foreldrar hans. Óttar: „Hann notar þau til þess að ná athygli. Þegar enginn er að tala við hann, þá rífur hann af sér gleraugun og fer svo að kalla. Þá veit hann að einhver kemur til hans.“ Anna: „En þegar ég tek þau af honum til að þurrka af þeim, eins og auðvitað þarf að gera oft á dag, þá fer hann aftur á móti að gráta. Eins og Guð- mundur læknir sagði, þá elska þessi börn gleraugun sín ofar öllu, og þegar þau eldast, þá eru gleraugun það fyrsta sem þau grípa til þegar þau vakna á morgnana.“ Fleiri á skurðstofunni en þar sáust? Umsjónarmaður þáttanna Hver lífsins þraut á Stöð 2 var Kristján Már Unnarsson fréttamaður, en hann heitir í höfuðið á ömmubróður sín- um, Kristjáni heitnum Sveins- syni augnlækni. Hann mun hafa verið fyrsti maðurinn í heiminum til þess að fram- kvæma líffæraflutninga, því að hann byrjaði á því að græða hornhimnur í fólk. En svo vill til, að þegar föðuramma Jóns Þorbergs litla var ung, þá var hún heimilishjálp hjá Krist- jáni augnlækni í Reykjavík. Svona er heimurinn lítill. „Og einmitt á meðan við vorum með drenginn fyrir sunnan“, segir Anna, „þá bar svo við að hún hallaði sér aftur á bak í sófanum eftir hádegið og dott- aði og dreymdi þá Kristján heitinn, en hefur annars aldrei dreymt hann, hvorki fyrr né síðar á lífsleiðinni. Okkur datt í hug að ef til vill hefðu verið fleiri á skurðstofunni og vakað yfir verkinu en við sáum.“ Hlýjan og stuðningurinn... Þau Anna Kristín og Óttar vilja koma á framfæri þakk- læti til hinna fjölmörgu sem hafa hugsað hlýlega til þeirra á þessari erfiðu göngu litla drengsins og höfðu samband við þau meðan á þessu stóð og eftir það. „Hlýjan og umhyggjusemin og stuðning- urinn sem við höfum mætt hjá fólki er alveg ótrúleg. Við vitum líka að það var beðið fyrir honum þegar hann var í aðgerðunum. Margir sem við höfðum aldrei hitt og þekktum ekkert hafa tekið okkur tali á förnum vegi og óskað okkur til hamingju með þetta krafta- verk.“ Þessu spjalli skal lokið með ljóði, sem Daniella Holm, þrettán ára bróðurdóttir Önnu samdi og sendi frænda sínum litla um jólin. Ljóðið er inn- rammað í stofunni á heimili þeirra: Ljós lífsins Eins og fugl sem byrjar lífsgöngu sína, lítill og óreyndur. Svona komstu í heiminn, lítill og óreyndur. Þú komst í heiminn án ljóss. Ekkert ljós þú hafðir. Þú fékkst alla þá ást og umhyggju sem þú gast óskað. Þetta ljós sem þú ekki hafðir í fyrstu, kom með smá hjálp. Núna sérðu, en alltaf muntu minnast er ekkert þú hafðir. Og þegar tímar líða mun Jón Þorberg sjálfur geta lesið með eigin augum þetta litla ljóð frænku sinnar frá fyrstu jólunum sínum, hátíð ljóssins, þökk sé guði og góðum mönn- um. – Hlynur Þór Magnússon. KARTÖFLURÆKTENDUR ATHUGIÐ! Nú líður senn að því að fólk fari að huga að kartöflugörðum sínum. Þeir sem ekki ætla að vera áfram með garðland á vegum kaupstaðarins, er vinsamlegast beðið að láta garðyrkju- stjóra vita svo hægt verði að úthluta öðrum garðinum. Svæðin verða plægð um leið og hægt verður að komast um þau með vinnu- vél. Athugið að ganga snyrtilega um og skiljið ekki eftir plast eða drasl í og við garðlöndin. Mikilvægt er að fólk setji einungis viðurkenndar útsæðis- kartöflur í garða sína til að komast hjá hættu á sjúkdómum og smiti. Hægt er að hafa samband við garð- yrkjustjóra milli kl. 08:00 og 09:30 á morgnana í síma 456 3443. Einnig er hægt að skilja eftir skilaboð hjá Ölmu og Þórdísi í síma 456 3722. Garðyrkjustjóri Ísafjarðarbæjar. ÍSAFJARÐARBÆR Auglýsingar og áskrift sími 456 4560

x

Bæjarins besta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.