Bæjarins besta


Bæjarins besta - 13.05.1998, Qupperneq 13

Bæjarins besta - 13.05.1998, Qupperneq 13
MIÐVIKUDAGUR 13. MAÍ 1998 13 Sjóminjasafnið á Ísafirði Líkan af elsta Fagranesinu Sjóminjasafnið á Ísafirði hefur fengið að gjöf vandað líkan af fyrsta Djúpbátnum sem bar nafnið Fagranes. Gefendur eru Hf. Djúp- báturinn, Ísafjarðarleið, Vélbátaábyrgðarfélag Ísfirðinga og Vélsmiðjan Þrymur og var gjöfin afhent sl. laugardag. Líkanið smíðaði hag- leiksmaðurinn kunni, Grímur Karlsson í Ytri- Njarðvík. Þetta skip annaðist Djúpferðir í fulla tvo áratugi, frá 1943 til 1963, og reyndist alla tíð mikil happafleyta. Skipið var byggt í Molde í Noregi árið 1934 sem farþega- og flutn- ingaskip fyrir Leif Böðv- arsson og fleiri á Akra- nesi og mældist þá 60 rúmlestir. Fimm árum síðar var það stækkað og mældist þá 70 rúmlestir. Upphaflega var í skipinu 150 ha vél en 1946 var sett í það 240 ha vél. Á árunum 1934-1942 var skipið í póstferðum milli Akra- ness og Reykjavíkur, en þá festi Hf. Djúpbáturinn kaup á því og árið eftir hóf það áætlunarferðir um Ísafjarðardjúp, til Jökulfjarða, norður á Strandir og vestur á firði og flutti farþega, vörur og póst. Einnig var skipið oft í vöruflutning- um á milli Ísafjarðar og Reykjavíkur. Fagranesið elsta eyðilagðist í bruna árið 1963 og bar beinin inni í Reykjafirði í Djúpi. Framkvæmdastjóri Hf. Djúpbátsins allan þennan tíma var Matt- hías Bjarnason, en skipstjórar á Fagra- nesinu eftir að það kom til Ísafjarðar voru Halldór Gunnarsson, Gísli Júlíusson, Ásberg Kristjánsson og fleiri. Fulltrúar gefenda ásamt Matthíasi Bjarnasyni, fyrrum framkvæmdastjóra Hf. Djúpbátsins, alþingismanni og ráðherra. Frá vinstri: Reynir Ingason, núverandi framkvæmdastjóri Hf. Djúpbátsins, Jónas Pétursson frá Vélsmiðjunni Þrym, Hinrik Matthíasson frá Vélbátaábyrgðarfélagi Ísfirðinga, Kristinn Ebenezersson frá Ísafjarðarleið, Engilbert Ingvarsson, stjórnarformaður Hf. Djúpbátsins og Matthías Bjarnason. Matthías Bjarnason afhendir Jóni Sigurpálssyni safnstjóra Sjóminjasafnsins á Ísafirði gjöfina. Ísafjörður Dánargjöf Hildar S. Jordan Í nóvember í vetur lést Hildur S. Jordan flugfreyja af völdum slyss sem hún varð fyrir á heimili sínu í Reykjavík, fimmtug að ald- ri. Hún var Ísfirðingur að uppruna og hafði mælt svo fyrir, að listaverkasafn henn- ar skyldi að henni látinni ganga til Listasafns Ísafjarð- ar, gamlar brúður til Byggðasafns Vestfjarða og bækur til Bæjar- og héraðs- bókasafnsins á Ísafirði. Á sunnudag afhenti móðir Fimm ísfirskar vinkonur við hluta listaverkagjafar Hildar heitinnar Jordan. Frá vinstri: Jónína Einarsdóttir, Geirþrúður Charlesdóttir, Lára Gísladóttir, Amalía Kristín Einarsdóttir og móðir Hildar, Ásthildur Sigurðardóttir. Hildar heitinnar, Ásthildur Sigurðardóttir, sem búsett er í Bandaríkjunum, hluta af listaverkasafninu hér á Ísa- firði, þ.e. þær myndir sem eru tiltölulega litlar og meðfæri- legar, en hin stærri verk verða send síðar. Meðfylgjandi mynd er tekin við það tækifæri og er Ásthildur þar í hópi nokkurra vinkvenna sinna frá fyrri tíð á Ísafirði. Faðir Ásthildar og afi Hildar heitinnar var Sig- urður Sigurðsson, kennari á Ísafirði, kunnur borgari á sinni tíð. 145 íbúar í Súgandafirði, 12 ára og eldri, hafa skrifað undir áskorun til bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar um að byggt verði heppilegt íþróttahús á Suðureyri. Það eru nemendur í 6., 7. og 8. bekk Grunn- skólans á Suðureyri sem hafa safnað undirskriftunum. Í áskoruninni segir, að nemend- unum auk meirihluta íbúa á Suðureyri finnist það misrétti að allir aðrir íbúar Ísafjarðar- bæjar njóti fyrsta flokks íþróttaaðstöðu meðan Súg- firðingar verða að láta sér nægja lítinn sal í félagsheimili sveitarinnar. Undirskriftalist- arnir hafa verið afhentar bæj- arstjórunum í Ísafjarðarbæ. Nemendur vilja íþróttahús Suðureyri Fulltrúar nemenda í Grunnskólanum á Suðureyri afhenda bæjarstjórum Ísafjarðarbæjar undirskriftalistana að viðstöddum sóknarpresti sínum. Til hægri eru Jónas Ólafsson, bæjarstjóri, sr. Valdimar Hreiðarsson sóknarprestur á Suðureyri og Kristinn Jón Jónsson bæjarstjóri með plöggin. Tvennir nemendatónleikar í tilefni 50 ára afmælis Tón- listarskóla Ísafjarðar á þessu ári verða haldnir í kvöld (miðvikudag) og á laugar- dagskvöld. Tónleikarnir í kvöld verða í Ísafjarðar- kirkju og hefjast kl. 20.30. Þeir eru með sérstæðara móti, því að þar mun nem- endakvartett leika á ýmis sjaldheyrð hljóðfæri frá miðöldum, en kennarar að- stoða. Efnisskráin er fjöl- breytt og verða flutt verk frá liðnum öldum en einnig nútímaverk. Efnisskrá tónleikanna á laugardag, sem hefjast kl. 16.00 í sal Grunnskólans á Ísafirði, er helguð tónlist frá hinu svonefnda rómantíska tímabili tónlistarsögunnar, eða árunum 1829-1900. Jónas Tómasson kynnir verkin og fjallar um nokkur helstu einkenni rómantíska stílsins. Aðgangur að hvorum tveggja tónleikunum er ókeypis og öllum heimill. Tónlistarskóli Ísafjarðar Fimmtíu ára af- mælistónleikar nemenda

x

Bæjarins besta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.