Bæjarins besta - 13.05.1998, Qupperneq 16
Bæjarins besta
ÓHÁÐ Á VESTFJÖRÐUMFRÉTTABLAÐ
Stofnað 14. nóvember 1984 Sími 456 4560 Fax 456 4564 Netfang: hprent@snerpa.is Verð kr. 200 m/vsk
BÍLATANGI
Ísafirði
Símar 456 3800 og 456 4580
BÍLATANGI
Ísafirði
Símar 456 3800 og 456 4580
Hagnaður Hraðfrystihúss-
ins hf., í Hnífsdal nam 179,4
milljónum króna á síðasta
starfsári. Tap varð af reglulegri
starfsemi, einkum vegna tap-
rekstrar í Súðavík, en síðustu
fjóra mánuði ársins tókst að
snúa rekstrinum við og var þá
félagið rekið með hagnaði.
Þessar upplýsingar komu
fram á aðalfundi fyrirtækisins
sem haldinn var á laugardag,
en þetta er í fyrsta skipti sem
fyrirtækið birtir reikninga sína
opinberlega.
Dótturfélagið Miðfell hf., í
Hnífsdal og Frosti hf., í
Súðavík sameinuðust Hrað-
frystihúsinu hf., 1. maí á síð-
asta ári og var sameining
fyrirtækjanna endanlega sam-
þykkt í byrjun ágúst sama ár
og ný stjórn kjörin. Í ljós kom
við átta mánaða uppgjör að
verulegt tap hafði orðið á
starfsemi félagsins í Súðavík.
Rækjuverksmiðjan tapaði fé,
meðal annars vegna verkfalls
og erfiðleika vegna þess að
ekki náðust samningar um
vaktavinnu. Markaðsaðstæð-
ur voru erfiðar og rekstur
Bessa ÍS var þungur, meðal
annars vegna lélegra afla-
bragða á Flæmska hattinum.
Á síðustu mánuðum ársins
var unnið að breytingum og
varð 104 milljóna króna hagn-
aður fyrir afskiftir síðustu
fjóra mánuði ársins miðað við
sex milljóna króna tap fyrstu
átta mánuði ársins. Félagið
seldi eignarhlut sinn í Trygg-
ingamiðstöðinni hf., og eign-
arhlut þann sem Frosti hf.,
hafði átt í Sölumiðstöð hrað-
frystihúsanna. Söluhagnaður
af þessum eignum skýrir
meginhlutann af öðrum tekj-
um félagsins, alls um 262
milljónir króna, sem gerir það
að verkum að hagnaður ársins
varð 179 milljónir króna þrátt
fyrir 89 milljóna króna halla
af reglulegri starfsemi.
Um síðustu áramót nam
eigið fé fyrirtækisins 589
milljónum króna. Þess ber þó
að geta að sá kvóti sem félagið
hefur yfir að ráða, liðlega
8.000 tonn í þorskígildum tal-
ið auk veiðiheimilda í úthaf-
inu, er ekki bókfærður fyrir
nema brot af markaðsverð-
mæti í dag.
Á aðalfundinum á laugar-
dag lagði stjórn félagsins til
að greiddur yrði 7% arður,
tæplega 24 milljónir króna og
að stjórn fyrirtækisins yrði
veitt heimild til að auka hluta-
fé með útgáfu nýrra hlutabréfa
að fjárhæð 50 milljónir króna
og mun sú heimild vera
hugsuð til að liðka fyrir
sameiningu við önnur félög,
ef slíkir möguleikar verða fyrir
hendi. Stefnt er að skráningu
Hraðfrystihússins hf., á Verð-
bréfaþingi Íslands.
Hagnaðist um 179 milljónir
króna á síðasta starfsári
Hraðfrystihúsið hf., í Hnífsdal og Súðavík
Hraðfrystihúsið hf., í Hnífsdal skilaði rúmlega 179 milljóna króna hagnaði á síðasta starfsári.