Lindin

Årgang

Lindin - 01.04.2004, Side 3

Lindin - 01.04.2004, Side 3
Feðginaflokkur 4. til 6. júní 2004 verður feðginaflokkur í Vatnaskógi. Á dagskrá er gönguferðir, íþróttir bæði úti og inni, kvöldvökur, fræðslustundir o.fl. Feðnr dœtra! Nú er enn tækifæri til að koma í feðginaflokk í Vatnaskóg og rifja upp gamlar minningar. Dœtur! Nú er tækifærið að taka pabba með og eiga góða daga í Vatnaskógi. Sæludagar Sæludagar eru fastur liður í starfi Vatnaskógar. Þeir verða haldnir um verslunarmannahelgina 30. júlí til 2. ágúst. Hátíðin er öllum opin og er dagskráin fjölbreytt svo að fólk á öllum aldri ætti að finna þar eitthvað við sitt hæfl, m.a. tónleika, íþróttir, kvöldvökur, hæfileikakeppni og leiktæki fyrir börnin. Góð tjaldstæði eru á staðnum og öll aðstaða hin besta. Tilvalið er fyrir gamla og nýja Skógarmenn að taka fjölskyldu sína með og njóta töfra Vatnaskógar í góðum félagsskap. Þeir sem ekki geta dvalið alla helgina geta staldrað skemur við enda tekur ekki nema 45 mín. til 1 klst. að aka frá Reykjavík. Taktu fjölskylduna með í Vatnaskóg þar sem allir geta notið sín. Feðgaflokkar Feðgaflokkar í Vatnaskógi eru þegar faðir og sonur eða synir 7 ára og eldri og jafnvel afi kemur með og dvelja saman í Vatnaskógi. Hafa flokkarnir notið mikilla vinsælda og í haust bjóða Skógarmenn upp á tvo feðgaflokkka. Fyrri flokkurinn er dagana 27. til 29. ágúst og sá seinni er dagana 3. til 5. sept. Lindin - Aukablað Utgefandi: Skógarmenn KFUM, pósthólf 4060,124 Reykjavík Ábyrgðarmaður: Ársæll Aðalbergsson. Prentun: Prentmet Þessu blaði er dreift ókeypis til þeirra sem dvöldu í Vatnaskógi sumarið 2003. LINDIN

x

Lindin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lindin
https://timarit.is/publication/1539

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.