Jólablaðið - 22.12.1934, Blaðsíða 2

Jólablaðið - 22.12.1934, Blaðsíða 2
2 JÓLABLAÐIÐ Jólatréð og barnið. Eftir síra Sigurð 6íslason, Þingeyri. Jólin eru hátíð hátíðanna. Engin önnur hátíð hefir slíkt vald sem hún tii þess að hefja dagana í hærra veldi og skapa óvenjulegan fögnuð og hrifningu á meðal okkar. Og jafnvel þótt jólunum fylgi aukin umsvif húsmæðranna, þá hvílir ekki hvað minstur há- tíðleiki vfir þeim önnum. Jóia- hreingerning er ekki eins og þegar endranær er gert hreint. Og á aðfangadagskvöld, þegar öllu erfiði er lokið, alt er orðið tilbúið, hreint og fágað, þá er eins og hátiðarblærinn og andinn grípi okkur svo ómótstæðilega og lyfti, sem það augljóst boði, að hátíð ljóssins sé gengin í garð. Já, hátið ljóssins gengin í garð. Því að nú liggur næst fyrir að kveikja á jólatrénu. Þá munu bæði þeir, sem strituðu og þeir, sem erfiðað var fyrir undir jólin, taka höndum saman í hjartans jóla- fögnuði og ieiðast kringum jóla- tréð — skínandi faliegt, bjart og skreytt. Og blómin í þessum fögnuði, hátíðleik og umhyggju eru börnin — um fram alt börn- in. Hjarta jólanna eru jólatrén og börnin — hinn barnslegi fögn- uður yfir Ijósinu mikla og eilífa. Já, hjarta jólanna er jólatréð og barnið. Því að nú munu allir foreldrar verma fögnuð barnanna sinna með því að segja þeim frá fæðingu barnsins Jesú, frá hirð- unum, sem vöktu úti um nóttina og gættu kindanna sinna og sáu alt i einu að geysimikið jólatré var kveikt á himnum, svo fallegt og svo bjart, að það ljómaði upp alla vellina, já, lýsti um heim all- an, svo bjart, að það vareinsog sólskin mitt í niðdimmu nætur- þykni. — Þeir sáu aðeins ljósið en ekki tréð sjálft. En þannig stóð á þessu jólatré, að nú var frelsarinn, konungur ljóssins, ný- fæddur. Þess vegna skyldu og mennirnir verða glaðir, óumræði- lega glaðir. Og vegna þessa fyrsta jólatrés yfir nýfæddu Jesú-barninu, eru jólin hátíð barnanna, sem ganga fagnandi kringum jólatréð sitt — ljós af hinu mikla himneska ljósi. Og jólin eru meira. Þau eru hátið barnsins, sem lifir í hjörtum okkar allra, ungra, setn gamalla. Við höfum tekið eftir þessu — hvernig þetta barn fæðist á jól- ununi. Það er aldrei eins auðvelt að verða barn með börnum og á jólanótt og syngja með þeim i kringum jólatréð: „Sem börn af hjarta viijum vér nú vegsemd, Jesú, flytja þér“. Jólin eru hátíð guðsríkis barns- ins, sem á hina heilögu, himn- esku arfleifð fyrir frelsunina, sem kom og gafst í Jesú-barninu. Þau eru hátið þess andlega ljóss, sem skin í hjarta frelsaðs kristins sem jólatré í nátt- Lúkas 2, 10—11. Gleðileg jól — gleðileg jól, kristnu bræður og systur, í Jesú nafni. myrkri syndugs heims. Því á hver kristinn maður, að skreyta nú þetta jólatré hjarta síns og auka við ljós þess, með því að fagna sem barn jólunum, syngja með fögnuði og hjartans einlægni jóla- sálmana sina og verða barn á ný, eins og Matthías kveður: ..Hyggindasá!, sem í húmi starir, Iúin og ieið á ljósaskiftum. Hverf til baka, ver barn á ný, svo að þitt guðsljós glæðist aftur“. Ó, að verða barn á jólunum, syngja inn fögnuð og ljós, syngja skammdegið burt, syngja burt myrkrið úr hverju hjarta, syngja þar, sem hinir einmana sitja. Því það er aldrei eins slæmt að vera einmana, eins og á jólunum — hátíð gleðinnar og ljóssins. Þess vegna skulum við, sem eigutn heimili, jólatré og barna- gleði, reyna að sjá um að fáir verði einmana á jólunum. Við skulutn ekki gleyma dap- urleikanum og myrkrinu á jólun- um. Æ, til hvers er eg nú að draga þessa skugga upp á blaðið mitt? Vegna þess, að það er ein- mitt svo jólalegt — alveg eins og jólin eru haldin á myrkasta tíma ársíns — og verða svo þrungin fögnuði einmitt af þeim ástæðum: Börnin svo glöð yfir Ijósinu af því, að það tekur burt myrkrið mikla. Ljósin eru svo björt og elskuð, af því að svo dimt er úti. Og jól guðsríkis barnsirts verða einmitt svo björt og jólatré hjart- ans svo unaðarríkt af því, að það getur lýst í dimmum heimi. Jóla- tréð á Betlehemsvöllum var svo fagurt tneð tilliti til náttmyrkurs- ins í kring. Og Jesú-barnið er svo indælt af því, að það er frels- ari frá synd og sorg mannlegs lífs. Það er þetta dökkleita leiksvið, sem ber jólagleðina uppi í hjört- um ljóselskra og myrkhræddra guðsbarna. Hvað þrá þau mest? Hvað er það eiginlega, sem er krafturinn í jólagleði okkar, það sem veitir henni mesta svölun? Það er að gjöra aðra glaða um leið og við gleðjumst sjálf. Við sköpum börnum okkar gleði með því, að forða þeim frá myrkr- inu og gefa þeirn ljós frá hinu mikla himneska ljósi, gefa þeim Jesú-barnið og jólatré þess — já — gefa þeim það, sem þeirra er — jóiin. Og við sköpum sjálfum okkur jólagleði með þvi, að veita ljósi og gleði guðsríkis vorsins inn í myrkrin, þar sem margar meinvillur liggja, og með því, að hjálpa öllu, sem er kalt og þjáð, inn í jóla- ljós guðlegs hjálpræðis — frels- unarinnar. Og tii þess því, að fullkomna jólagleði okkar, skulum við stað- næmast dálitla stund á vegi sárs- I auka og iðrunar. Því að þú, ble - ss að jólabarnið mitt, þú minn frels- ari og guðssonur, þú fæddist mín vegna i fátækt á jörðunni og varst lagður í jötu — vegna minna synda. Það grillir í krossinn við fæðingu þína, hjá jólatré þínu. Sjáum þetta öll, börnin stór og smá. Beygjum kné okkar. Jóla- tréð er fest við — fest við: kross- inn. Því að okkur er i dag frelsari fæddur, frelsari frá synd, sorg og dauða. Og vegna þessa var það svona fallegt jólatréð yfir Betlehem. Vegna þessa gleður það barnið — gleður til fagnaðar frelsunarinnar guðsbarnið í hjört- um okkar. Vegna þessa á himn- eska jólatréð svo mikinn kraft gegn myrkrinu, innra sem ytra, vegna þessa er það svo dýrmætt öllum, ungum sem gömlum, þegar myrkrin skelfa. Vegna þessa finnur hið veika barn staf sinn og styrk í trénu mikla. Vegna þessa vilja allir eiga jólatré á jóiunum, ljóst af hinum dásamlega himn- eska ljósi og verða börn með hinu frelsandi barni. Vegna þessa er jólatréð og barnið hjarta jólanna. Ó, þú jólabarn og frelsari. Veit okkur náð til þess að jólagleði okkar megi verða mest og bezt sú, sem birtist í fögnuðinum yfir því, að eiga jólatré hjálpræðis þíns i sálum okkar — skínandi skreytt og bjart. Og sé hugur vor, vilji og tilfinningar barnslega leikandi í kringum það. Ger okkur öll að blessuðum jólabörnum þínum. J61 málleysmgjaima. Það er gamall og fagur siður víða á Íslandi, að gera húsdýrin hluttakandi í jólafögnuðinum með meiri birtu og betri gjöf en endra- nær. En þessi fagri siður ætti einnig að ná til allra þeirra dýra, sem eru umhverfis okkur. Vísinda- menn þeir, er mest hafa ransak- að líf og háttu dýranna, hafa sannfærst um það, að dýrin hafa sál, eins og vér, þótt sáiarlíf þeirra sé að líkindum fábrotnara en okkar. Þessi vissa á að færa okk- ur i enn innilegra vináttusamband við dýrin, enda er ,það víst að framkoma okkar við þau hefir mikil áhrif. Þau verða stiltari og gæfari, ef vel er að þeim farið og öll verk okkar í þágu dýranna vinnast með tvöföldum árangri, ef vér vinnum þau af glöðum hug og góðvild. Það er viðurkentjgæfumerki fyrir unglinga, að vera góður við dýr- in, og allafsem varnarlitiir eru eða minniháttar, eins og kallað er. Hvert alúðlegt atlot sem vér sýn- um þeim, sem veikasta hafa vörn- ina, yljar þeim eins og hlýr sólar- geisli. Einkum ættu börn og ungling- ar að temja sér strax í æsku kurteist og alúðlegt viðmót. Það göfgar og vekur hið bezta í sál- um þeirra, og verður þeim að fastri reglu, er þau eldast, og betra veganesti en nokkur bóka- lærdómur. Mállausi drengurinn. Hefirðu ljúfan ljóskoll við litla gluggan’séð ? Hann horfir út í húmið. Hvað harmar ’ans geð? Engar á hann menjar og allir lækka hann. Hann vantar það, er veröldinni venslar sérhvern mann. Þar gleðst hann og grætur, en getur ekkert sagt. Hvaða lið er honum þá í hörir.um sínum lagt? Við ástardrottinn æðstan engill talar hans. — Margt er það, sem gefur guð á götu smælingjans. Ætti’ ’ann þá að skifta — á auð ’ins háa manns? Kné þín beygðu í duftið, drótt, við dyr hins snauða ranns. Er vermir hann sitt hjarta, — sem hefir ekki mál, við ljós, er falla’ á ljórann inn og leiftra í hans sál. Þá byggir hástól halur, sem hefir völd og mál. Að fótum hans er heimurinn, sem hertók þó ’ans sál. Og þarna situr seggur við seim og glys og skál. Hann kvað eiga alla hluti. En — á hann nokkra sál? Sigarðiir Gíslason. JólaútvarpiS: Aðfangadagur jóla: Kl. 18. Aftansöngur í Frikirkj- unni (sr. Árni Sigurðss.) Kl. 20. Klukknahringing og Or- gelleikur (Páll ísólfss.) KI. 20,30 Jólakveðjur. Jóladagur: Kl. 11. Messa í Dómkirkjunni (dr. theol. Jón Helga- son biskup). KI. 12,30 Jólakveðjur. Tónleikar. Kl. 17. Messa í Fríkirkjunni i Hafnarf. (sr. J. Auðuns). Kl. 20. Jólavaka:Tónleikar,upp- lestur (frú Guðrún Ind- riðad. o. fl.) Kórsöngur, barnakór, Jólalög. Annar jóladagur: Kl. 11. Messa í Dómkirkjunni (sr. Bjarni Jónsson). Kl. 15. Tónieikar frá Hóteljjsl. Kl. 17. Messa í Dómkirkjunni (sr. Friðrik Hallgrímss.) Kl. 20,30 Kórsöngur (Karlakór Reykjavíkur; söngstjóri Sigurður Þórðarson). Kl. 21,20 Tónleikar (Útvarps- hljómsv. leikur). Dans- lög til kl. 24. [Hátíðamessur: Aðfangadagskvöld kl. 6 I ísa- fjarðarkirkju og kl. 7 í Sjúkrahúsi ísafjarðar. Jóladag kl. 2 í Hnífsdal og kl. 5 í ísafjarðarkirkju. Annan jóladag kl. 11 í Hnífs- Uai (barnagubsþjónusta) og kl. 2

x

Jólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jólablaðið
https://timarit.is/publication/1540

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.