Jólablaðið - 20.12.1950, Blaðsíða 3
JÖLABLAÐIÐ
3
Jólahugleiðing:
Hið undursamlega
Drottinn Jesús Kristur
Það fæðist fátækt barn. Þetta barn á sér ákveðið
hlutverk. Það á að verða frelsari mannanna. Guðs
sonur, sem verði eilíf fyrirmynd og ljós fyrir villu-
ráf andi mannkyn.
Þetta er undursamlegt, svo undursamlegt, að
flestir efast um að slíkt eigi sér stað, en sumir af-
neita öllu slíku sem fullkominni fjarstæðu.
Mannleg skynsemd er vissulega mikil og víð-
feðm. Mörg djúp efasemda hefir hún kannað til
fulls. Margt hefir hún uppgötvað og gert sér undir-
gefið, og þó átt í stöðugri baráttu við sömu mein-
semdirnar án þess að sigra þær.
Þetta sýnir öllum sem sjáandi eru, takmörk
mannvitsins. Það skoðar alla atburði frá sínum
sjónarhól, og hvernig má það trúa eða taka gilt hið
undursamlega, f jötrað af böndum efnishyggjunnar.
Við slíku má alls ekki búast. Hinir guðdómlegu
leyndardómar, hið undursamlega, opnast þá fyrst
er hið andlega sigrar hið efnislega. Sálin verður að
vakna, svo hún heyri, sjái, finni og skilji hið undur-
samlega, leyndardóma guðs.
Það er ný opinberun. Himnarnir og heimarnir
opnast. Guðleg dýrð og kraptur biasir við. Þá verð-
ur jólaboðskapurinn ekki lengur trú eða von, heldur
vissa. Þú hefir fundið frelsara þinn, Jesús Krist, og
getur haldið þér í klæðafald hans, eins og hann væri
þér líkamlega nálægur.
„Pabbi“, sagði lítil stúlka, sem er að komast á
fermingaraldurinn, „er það nokkuð satt, að Jesús
Kristur hafi fæðst sem frelsari mannanna“.
„Já, það er satt“, sagði faðirinn.
Þá sagði litla stúlkan f rá því, að stallsystir henn-
ar, gáfuð og góð stúlka, segði að þetta væri ósatt.
Það væri bara látið standa í lærdómsbókunum.
Þetta atvik er því miður ekki einstætt. Það sýnir,
að vantrúin grefur æ meira um sig hjá börnunum
— á ábyrgð okkar sem eldri erum og þroskaðri.
Hér er hvorki staður né stund til þess að rekja
orsakir vantrúarinnar, en hin almennasta orsök er
máske sú, að það hefir lengi verið í tízku að vera
vantrúarmaður. Er talið af sumum sem sérstakt
gáfu- og þroskamerki.
Það má heldur ekki gleymast, að kristin trú legg-
ur okkur meiri skyldur á herðar en vantrúin. Við
eigum að vanda sem bezt allt dagfar okkar, vera
umburðarlynd, skilningsrík og auðmjúk. Kærleiks-
rík í huga og sál, og láta ekki blekkjast af lysti-
semdum heimsins. Þetta er frelsun þeirra, sem vilja
vera kristnir í anda og sannleika.
Þetta er vegurinn og lífið. Hinn þröngi vegur,
sem reynist okkur flestum svo örðugur, en vegur,
sem leiðir okkur örugglega til guðsríkisins,, gefur
okkur kraft, lán og líf. Lætur okkur skilja hið guð-
lega og undursamlega. Gerir okkur að börnum guðs
og gefur lífinu þá fyllingu, sem engin orð fá lýst.
Hátíð barnanna eru jólin kölluð. Það má til sanns
vegar færa, en jólin eru fagnaðar- og blessunarhá-
tíð allra þeirra, sem kosið hafa Krist sem frelsara
sinn og leiðtoga. Hún er staðfesting og fullkomnun
hins undursamlega, að fátæka barnið, sem fæddist
í jötu í Betlehem er frelsari mannanna. Hellubjarg-
ið, sem ekki bifast, og sem stöðugt streymir frá
líkn og náð.
Jólin eru sem fyrsta vígsla hins guðlega. Þau
leiða fyrir okkur barnið, guðs soninn, sem lifði og
kenndi og gerði kraftaverk. Hann sem kraminn var
vegna okkar misgjörða, krossfestur og líflátinn, en
reis upp frá dauðum til þess að sitja við hægri hönd
föðursins. — Jólin sýna okkur í senn fæðinguna og
fórnardauðann. Hina dýpstu gleði og dýpsta harm.
Þau eru sem spegill boðorða guðs og sýna okkur
veginn, sem kristnir viljum vera. Að við látum anda
guðs búa í hjörtum okkar.
Þú, sem kannt að trúa á eigin mátt eða tímanlega
velgengni, hugleiddu að þetta er hvorttveggja veikt
og fallvalt. Meðan allt leikur í lyndi getur þetta lit-
ið út í þínum augum og ánnara sem hið sterkasta
vígi, sem standi af sér öll áföll, en ef guð er ekki
með í verki getur jafnvel hið sterkasta vígi hrunið
sem spilaborg. Sá einn er sterkur, sem guð styður.
Það sem gildir fyrir einstaklinga gildir líka fyrir
þjóðirnar. Þær þjóðir, sem bezt rækja guðs kristni
hafa einnig náð mestri almennri hagsæld. Þær eru
sterkastar í meðlæti og mótlæti. Þær hafa stað-
reynt, að maður eða þjóðir lifa ekki af einu saman
brauði, heldur sérhverju því orði, sem fram gengur
af guðs munni.
Guðs kristni er lífsins vegur. Hún er afl og kraft-
ur til þess að framkvæma góðverk. Hún er kraftur
sáttar og samlyndis. Uppspretta þess kærleika, sem
er reiðubúinn að vera hinn miskunsami samverji,
hjálpa hinum veiku og voluðu, og skoða alla menn
sem bræður og náunga.
Kristur er leiðarljós og lampi fóta vorra. Trúin
lyftir lífinu í hærra veldi, gerir bjart í mannheimi.
Hún er klettur og öruggt hæli þegar harmur og
sorgir þjá okkur. Hún lætur okkur verða auðmjúk
og hrokalaus, svo við getum því betur játað og
kannast við ávirðingar okkar og yfirsjónir. Hún
leiðir okkur og leggur hendur vorar í skaut almátt-
ugs föðurs á himnum.
Það er þessi styrkur, þessi gleði sem sérhver há-
tíð á að færa okkur öllum, og þó einkum hin bless-
aða jólahátíð, hátíð ljósanna, sem flytur okkur boð-
skapinn um barnið blessaða, frelsara okkar og
guðssoninn.
Guð gefi öllum gleðileg jól, í frelsarans Jesú
nafni.