Jólablaðið - 20.12.1950, Side 8
8
JÓLABLAÐIÐ
ÚR SJÓÐI HJARTANS
Saga eftir Manúel Komroff
„Komið börn, ég held að stundin
sé komin. — Réttið mér ullarsjalið,
og ég mun reyna að sitja upprétt.
— Komið hingað að hlið mér. —
Móðir ykkar vill þrýsta ykkur að
sér og hún þarf að segja ykkur
fjöldamargt........Og þið verðið
að lilusta með athygli á það sem
hún segir ykkur“.
Börnin komu með ullarsjalið að
rúmstokknum, og hin deyjandi
kona vafði því um herðar sér. —
Peter, sem var tíu ára gamall varð
fyrri til að fara upp í rúmið og
kúra sig hjá móður sinni. Hann var
tveim árum eldri en Ellen systir
hans, en á margan hátt var hann
ennþá smábarn. — Móðir hans
strauk honum um kollinn, og hann
hvíldi höfuðið á öxl hennar, fast
upp við andlitið. — Ellen hikaði
augnablik, en kom síðan að hinni
hlið móður sinnar og hringaði sig
inn í ábreiðurnar.
„Munið þið um hvað við töluðum
í gær ?“
Börnin kinkuðu kolli.
„Peter verður að taka dollarinn
og þið verðið að fara til Pauline
frænku ykkar og leika ykkur við
Jerry. — Verður það ekki gaman?“
Börnin kinkuðu kolli, því að þau
vissu að Jerry, hinn glaðværi strý-
hærði veiðihundur, var alltaf til í
leiki og gat gripið gúmmíbolta í
ginið. — Af einni eða annarri á-
stæðu höfðu þau séð Jerry minna
upp á síðkastið, en þeim þótti gott.
— Það var sjaldgæfur viðburður
að móðir þeirra heimsækti systur
sína. —
„Já, þið getið leikið við Jerry
eins lengi og ykkur sýnist og þið
munuð sofa þar og Jerry sefur hjá
ykkur, svo þið verðið ekki hrædd,
eða haldið þið það?“
„Nei, sögðu þau bæði í einu“. —
„Mamma ykkar verður ekki hjá
ykkur svo þið verðið að vera stór
börn. — Og ef ykkur vantar glas af
vatni á nóttunni eða eitthvað ann-
að, megið þið ekki trufla frænku
ykkar, þegar hún sefur. — Kveikið
aðeins ljósið og þá munið þið sjálf
sjá hvernig þið getið náð í það, al-
veg eins og fullorðna fólkið gerir.
Þið skiljið það. — Og Pauline
frænka mun elska ykkur og þið
verðið að muna að elska hana allt-
af líka. — Og ég veit að hún verður.
voða góð við ykkur, og þið verðið
líka að vera góð og gera það sem
hún segir ykkur. — Hún mun senda
ykkur í skóla. — Ykkur langar til
að fara í skóla og leika ykkur við
önnur börn, er það ekki?“
„Jú, mamma“, sagði Perler, um
leið og Ellen kinkaði sínum ljós-
hærða kolli. —
„Þið munið, börn, hvar Pauline
frænka býr?“
„Fairwood“, svöruðu þau. —
„Og þið vitið hvernig þið komist
þangaði“?
Þau kinkuðu kolli. —
„Farðu, Peter og taktu dollarinn
og færðu mér kassann úr efstu drag
kistu skúffunni“.
Peter hvarf frá hlið móður sinn-
ar og náði í dollarsseðilinn úr felu-
staðnum, og kom með kassann sem
móðir hans bað um. —
„Þú ert viss um að týna ekki
dollarnum. Lofaðu mér að sjá livar
þú setur hann? Það er gott. — Og
Ellen þú sérð hvar hann setur hann
svo hann viti í hvaða vasa hann
er“. —
Hún opnaði litla kassann, sem
Peter hafði fært að rúmstokknum.
„Sjáið nú til. þetta er mjög áríð-
andi. — Hlustið nú á hvað stendur
á spjaldinu. — Ég ætla að lesa það
fyrir ykkur. Frú Pauline Monroe,
227 Hillside Avenue, Fairwood,
New York. — Nú verðið þið að
passa að týna því ekki. — Þetta er
staðurinn sem þið eruð að fara til
og þið sýnið manni á Grand Centr-
al stöðinni seðilinn, og látið hann fá
dollarinn og hann mun koma ykk-
ur á lestina. — Þegar þið farið úr
henni við Fairwoods, þá sýnið þið
manninum í stöðinni spjaldið og
hann fylgir ykkur til hússins. —
Nú setur þú Peter spjaldið í vasa
þinn. — Og elsku Ellen, hér er bréf
sem þú átt að fá frænku, þegar þú
kemur þangað. — Þið sjáið að það
er sama nafn og heimilisfang á því.
-— Þú getur geymt það í kápuvas-
anum........ Þið verðið að fara
varlega þegar þið farið til járn-
brautarstöðvarinnar og megið ekki
fara yfir götuna fyrr en ljósin
breytast. Og Peter, þú átt að leiða
Ellen“.
„Já, mamma mín“.
„Ég er hér með dálítið mjög fall-
egt fyrir ykkur bæði. — Hérna
Peter er úrið og úrfestin lians
pabba þíns. — Þú munt gæta þess
vel. — Ég ætla að trekkja það upp
og setja það fyrir þig, og á morgun
getur þá trekkt það upp sjálfur. —
Nú er klukkan tvö“.
Hún trekkti upp silfur úrið og
um leið og hún stakk því í vasa
hans, festi hún festina við hnappa-
gat í vestinu hans. — ' .
„Jæja þá. —- Og munið þið nú
hvað pabbi ykkar hét?“
„George“, sögðu þau einum
munni. —
„Já. Þið verðið alltaf að muna að
nafn hans var George. Og hérna
Ellen, er hálsmen ömmu þinnar, en
áður en ég set það á þig ætla ég að
setja þennan hring á festina. — Dag
nokkurn getur verið að þessi hring-
ur verði þér mátulegur“.
Hún dróg hringinn af fingri sér
og þræddi hann á festina og smellti
henni utan um háls Ellen. —
„Sko, en hvað það er fallegt. —
Þetta er nú allt sem mamma ykkar
á til að gefa ykkur. Henni myndi
langa til að gefa ykkur mikið
meira, en það bezta sem hún nú
getur gefið ykkur er að láta ykkur
fara aftur í skóla. — Hún hefur
haft ykkur of lengi heima, og þið
hafið hugsað mjög vel um hana. —1
Ef aðeins umhyggja og ástúð væru
örugg meðul hefðu þau læknað
hana. Og þið munuð fara aftur í
skóla og Pauline frænka og Fred
frændi munu líta mikið betur eftir
ykkur en nokkur annar. — Og
mamma ykkar mun fara í burtu í
langa, langa ferð“. —
„Langt?“ spurði Ellen.
„Já, mjög langt“.
„Og ætlar þú að heimsækja okk-
ur?“
„Ég mun reyna að gera það á
einn eða annan hátt. En þið ætlið
að vera góð börn livernig sem fer
og þegar þið stækkið munið þið
skilja allt. Og Peter, þú veröur að
lofa mér því, að þú lítir alltaf vel
eftir systur þinni, og þú annist
hana alltaf vel og hún mun elska
þig, eins og ég hefi elskað þig og
sú ást mun gera þig að miklum og
styrkum manni. — Ef þið standið
saman er ekkert afl til í heiminum,
sem getur sigrað ykkur. — Þess-
vegna verðið þið að lofa mér l>ví,
að þið megið aldrei rífast hvað svo
sem fyrir kemur. Þið lofið því, er
það ekki?“
„Jú, mamma". —
„Og nú, elsku Ellen. Brátt verður
þú lítil hefðardama og þú verður
að reyna að líta eftir því að bróðir
þinn verði ekki kvefaður eða geri
rangt eða fremji aðra heimskulega
hluti“. —
Ellen kinkaði kolli.
„Nú hefi ég ekkert meira að
segja ykkur, af því að það yrði of
mikið fyrir ykkur að muna. — Að-
eins eitt enn. — Reynið að vera
hugrökk. — Verið ekki lirædd. —
Og ef þið eruð ekki hrædd þá mun-
ið þið verða hugrökk. — Það er
stundum mjög erfitt að vera hug-
rakkur........... Faðmið þið nú
mömmu ykkar dálítið ög 'géfið
henni góðan koss, og farið svo og
náið í húfurnar ykkar og kápurn-
ar“.
Hún faðmaði börnin og kyssti
þau ástríðufullt. Kraftar hennar
voru þrotnir og höfuð hennar féll
aftur á hak á koddann. — Hún
horfði á þau klæðast húfum og káp-
um, — og þegar þau voru tilhúin
sagði hún með skjálfandi röddu:
„Reynið að vera hugrökk. —
Mamma ykkar reynir mjög mikið
að vera hugrökk, og hún ætlast til
að þið reynið lika“. —
„Já, mamma“, sögðu systkinin
samstundis. —
„Farið þið nú, og skiljið við dyrn
ar ofurlítið opnar, aðeins rifu. Og
Peter, haltu í hendina á systur
þinni eftir að þið komið út. — öll
veröldin er úti og megi guð elska
ykkur og vaka yfir ykkur“. —
Fingur annarrar handarinnar
voru þrýstir að munni hennar, en
hina hendina rétti hún undan á-
breiðunni og veifaði til þeirra
mjög hægt. —
Börnin stóðu við dyrnar, og
veifuðu líka til móður sinnar. —
Þau sáu hana brosa og þau brostu
á móti, ekki stóru og heilu brosi,
aðeins litlu hálfu brosi. — Hægt
færðust þau út og Peter lokaði
hurðinni en skildi eftir svolitla
rifu. -—
Meðan þau gengu niður stigann
stanzaði Ellen allt í einu, veifaði
handleggnum og kallaði: „Vertu
sæl, mamma". —
„Hún getur ekki séð þig hér“,
sagði Peter. „Korndu". Um leið og
dyrnar höfðu lokast gat konan i
rúminu ekki stillt sig lengur. —
Brotajárn hefði verið bráðnað fyr-
ir löngu, en hér var stálvilji og hug
rekki. — Hún stakk fingrinum
upp i sig og kjökraði, og mjór
straumur rann í hlykkjum niður
andlit hennar og niður í koddann.
Og nú var seinasta haldreipið rifið
sundur, það virtist svo auðvelt að
rétta út limina og loka augunum.
Það voru nokkrar húsalengdir að
Grand Central stöðinni, og þessa
leið gengu börnin hönd í hendi. —
Þau voru nú á göngu í hinurn
stóra heimi. Við og við stönzuðu
þau til að horfa í búðargluggana
þar sem leikföng eða sælgæti var
sýnt, og þegar þau höfðu stanzað
nógu lengi sagði Peter: „Komdu“.
Einu sinni stönzuðu þau fyrir
framan kvikmyndahús og horfðu á
stóra litaða auglýsingu sem sýndi
karlmann í faðmlögum við kven-
mann. — Þetta var einskonar ást;
en þau liötuðu þessa ást, og liéldu
að hún væri óþörf. — Hún var ekki
sú sama og ást móður þeirra til
þeirra. — Þau slæptust ekki lengi.
Á stöðinni staldraði Peter hjá
blaðsölu og keypti jarðarberjaís
fyrir fimm penny sem hann átti í
frakkavasa sinum. — Hann gaf
Ellen hann, eins og hún væri barn
en haún foreldrið. —
Þau gengu að upplýsingabórðinu
og sýndu spjaldið.
„Svo þið ætíið til Fairv.roods?“
„Já,“ hann sýndi dollarinn. —
„Hver er þessi persóna í Fair-
woods?“
„Pauline frænka okkar“. •—
Skrifstofumaðurinn kallaði í
svartan burðarkarl, sem fylgdi
þeim að miðasöluglugganum og