Fréttablaðið - 27.02.2021, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 27.02.2021, Blaðsíða 32
Sýningarstjóri Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum auglýsir eftir sýningarstjóra til þess að stýra mótun og upp- setningu nýrrar sýningar í Húsi íslenskunnar sem áætlað er að verði opnuð haustið 2023. Ný sýning í Húsi íslenskunnar veitir tækifæri til að vekja áhuga á þeim menningararfi sem felst í fjölbreyttum gögnum Árnastofnunar og sýna hann í nýju ljósi. Meðal gagnanna eru þekktustu miðaldahandrit Íslendinga, umfangsmikið örnefnasafn og þjóðfræðiefni í hljóðritum. Sýningunni er ætlað að höfða til fólks á öllum aldri, jafnt þeirra sem búsettir eru á Íslandi og ferðamanna sem sækja það heim. Um er að ræða tímabundið starf til þriggja ára. Sýningar- stjóri heyrir beint undir forstöðumann. Helstu verkefni og ábyrgð • leiða handritsgerð fyrir sýninguna í samvinnu við for- stöðumann, sýningarnefnd og starfsfólk stofnunarinnar, • móta útlit hennar í samvinnu við sýningarnefnd, sýningarhönnuði og hönnuði hússins, • stýra vinnu við framleiðslu, uppsetningu og eftirfylgni, • bera ábyrgð á sýningarskrá og gerð kynningarefnis og varnings í tengslum við sýninguna, • bera ábyrgð á gerð kostnaðaráætlunar í sambandi við sýninguna. móta dagskrá með viðburðum í tengslum við sýninguna, • stuðla að góðu samstarfi við söfn í næsta nágrenni, Hæfnikröfur • Háskólamenntun sem nýtist í starfi. • Brennandi áhugi á íslenskri tungu og menningu og miðlun hennar til nýrra kynslóða. • Traust reynsla af sýningarstjórnun. • Rík samskiptahæfni. • Frumkvæði og drifkraftur í verkefnavinnu. • Færni í að leiða hugmyndavinnu með ólíkum einstaklingum. Frekari upplýsingar um starfið Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag háskólakennara hafa gert. Gert er ráð fyrir að ráðning taki gildi 1. maí 2021 eða eftir samkomulagi. Umsækjendur eru beðnir að skila ferilskrá ásamt kynningarbréfi sem lýsir áhuga á starfinu og hæfni umsækjanda til að gegna því. Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin. Umsóknir geta gilt í sex mánuði frá lokum umsóknarfrests. Starfshlutfall er 100% Umsóknarfrestur er til og með 15.03.2021 Nánari upplýsingar veitir Guðrún Nordal - gnordal@hi.is Verksmiðjustjóri Rótgróið iðnfyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu óskar að ráða efnaverkfræðing til framtíðarstarfa. Starfssvið: • Stýring framleiðslu og innkaupa • Mönnun verksmiðju • Tækniráðgjöf • Skýrslugerð • Viðhalda og betrumbætur á verksmiðju • Önnur tilfallandi verkefni Menntunar- og hæfniskröfur: • Próf í efnaverkfræði eða menntun sem nýtist í starfi • Reynsla af verkefnastjórnun og vinnu við hættuleg efni er kostur • Lipurð í mannlegum samskiptum og hæfni til að vinna með öðrum • Metnaður, frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð • Gott vald á íslensku og ensku Vinsamlegast sendið umsókn á atvinna@frettabladid.is merkt Verksmiðjustjóri-2002 fyrir 5. mars. Embætti skrifstofustjóra Landsréttar Landsréttur auglýsir laust til umsóknar embætti skrifstofustjóra Landsréttar. Skrifstofustjóri stýrir daglegum rekstri dómstólsins eftir nánari ákvörðun forseta réttarins og í umboði hans, auk þess að gegna öðrum störfum sem forseti kann að mæla fyrir um, sbr. 23. gr. laga nr. 50/2016. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Menntunar- og hæfniskröfur: • Embættispróf í lögfræði eða grunnnám ásamt meistaraprófi í lögum. • Þekking og reynsla á sviði réttarfars og stjórnsýslu. • Þekking á rekstri og starfsemi dómstóla. • Stjórnunarhæfileikar, samskiptahæfni og skipulögð vinnubrögð. • Góð íslenskukunnátta og hæfni til að tjá sig í ræðu og riti. • Tölvufærni og þekking á sviði upplýsinga- og tæknimála. Forseti Landsréttar skipar í embættið til fimm ára í senn. Laun og starfskjör skrifstofustjóra fara eftir ákvörðun stjórnar dómstólasýslunnar. Þeir sem áhuga hafa á embættinu eru hvattir til að sækja um óháð kyni. Með umsókn skal fylgja ítarleg starfsferilsskrá ásamt kynningarbréfi þar sem gerð er grein fyrir ástæðum umsóknar og hvernig viðkomandi uppfyllir hæfniskröfur. Áskilið er að umsóknir og fylgigögn berist með rafrænum hætti á netfangið landsrettur@landsrettur.is Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um skipun í embættið liggur fyrir. Nánari upplýsingar veitir Hervör Þorvaldsdóttir, forseti Landsréttar, í síma 432-5300. Umsóknarfrestur er til og með 14. mars 2021. Til hvers að auglýsa ? Ef þú auglýsir sjálf-/ur eftir starfsmanni eyðir þú verulegum tíma í úrvinnslu innsendra umsókna. Okkar styrkur er öflugur gagnabanki og yfir tveggja áratuga reynsla við að þjónusta fyrirtæki við leit að starfsmanni. Sparaðu þér tíma, kostnað og fyrirhöfn - leitaðu aðstoðar fagmanna með langvarandi reynslu af ráðningarmálum. STRÁ Starfsráðningar ehf. - Suðurlandsbraut 30 - sími 588-3031 stra@stra.is - gudny@stra.is - www.stra.is. Með starf fyrir þig Starfsemi STRÁ ehf. býr að aldarfjórðungs reynslu og þekkingu á sviði starfs- manna- og ráðningarmála en stofan hefur unnið fyrir mörg helstu og leiðandi fyrirtæki landsins um árabil. Rík áhersla er lögð á trúnað varðandi vörslu gagna og upplýsinga bæði gagnvart umsækjendum, sem og vinnuveitendum. Ánægðir viðskiptavinir til margra ára hafa notið þjónustu STRÁ, en stofan hefur jafnframt umsjón með ráðningum í sérfræði- og stjórnunarstöður. www.stra.is 2 ATVINNUAUGLÝSINGAR 2 7 . F E B R ÚA R 2 0 2 1 L AU G A R DAG U R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.