Fréttablaðið - 27.02.2021, Blaðsíða 84

Fréttablaðið - 27.02.2021, Blaðsíða 84
Lífið í vikunni 21.02.21- 27.02.21 KRAFTUR LESBLINDUNNAR Sylvía Erla Melsted er í forgrunni heimildarmyndarinnar Lesblindu sem Álfheiður Marta Kjartans- dóttir leikstýrir og var frum- sýnd á RÚV á fimmtu- dagskvöld. Myndin hefur þegar vakið athygli og umræður en leikstjórinn segir Sylvíu Erlu lifandi dæmi um þann sköpunar- kraft sem lesblindir geta búið yfir. SAMSÆRIÐ UM FRIKKA DÓR Grínheimilda- þáttaröðin Hver drap Friðrik Dór? var frumsýnd í Sjónvarpi Símans en þar reynir leikarinn Vilhelm Neto að upplýsa ráðgátuna um afdrif söngvarans Friðriks Dórs, sem hann hefur þrá- hyggjukenndar hugmyndir um að sé látinn þannig að Frikki Dór sé alls ekki Frikki Dór heldur einhver allt annar. STAFRÆNN DAGUR Háskóladagurinn er í dag en hann var fyrst haldinn árið 2004 í þeim tilgangi að kynna fjölbreytt úrval námsbrauta og auðvelda ný- nemum að velja sér nám við þeirra hæfi. Heiða Skúladóttir er verk- efnisstjóri dagsins sem verður stafrænn að þessu sinni. EILÍF STUÐKLASSÍK Elín Hall gaf út ábreiðu af Páls Óskars-smellinum Stanslaust stuð og lagið virðist enn jafn vin- sælt og það var þegar Palli sendi það frá sér fyrir 25 árum. Útgáfa Elínar af laginu er lágstemmdari og sveipuð ákveðinni dulúð. Ingólfur Eiríksson og Elín Edda Þorsteinsdóttir eru höfundar bókarinnar Klón: eftirmyndasaga sem fjallar um tilveru klónahunds­ins Samsonar Ólafssonar Moussaieff og setur hana í víðara samhengi í máli og myndum í ljóð­ sögu sem útgefandi lýsir sem bæði nístandi og bráðfyndinni auk þess sem hún láti engan ósnortinn. Eftirmyndasagan hverfist öðrum þræði um ábyrgð mannsins gagn­ vart lífi á jörðinni, dauða og endur­ fæðingu. Þar segir að Samson hafi verið eins og Sámur en upplifði sig annarlegan. „Eitthvað gerði að verkum að hann var ekki Sámur.“ Ingólfur segir verkinu þó alls ekki beint sérstaklega gegn eigendum klónsins, en eins og löngu frægt er orðið var Bessastaða­ v a r ð h u n d u r i n n Sámur fyrrverandi f or s e t a hjónu nu m Dorrit Moussaieff og Ólafi Ragnari Gríms­ syni svo mikill harm­ dauði að Dorrit lét klóna hann. Sárt ert þú leikinn, Samson klóni „Ég fór einhvern veg­ inn að hugsa hvað það væri furðulegt að eiga eigin tilvist undir því að vera eftirmynd af einhverjum öðrum. Að vera klón af ein­ hverjum öðrum,“ segir Ingólfur um grunnhugmyndina að ljóða­ bókinni. „Það er þessi annarleiki við það að eiga ekki tilveru á eigin for­ sendum og það er ofsalega annar­ legt að klóna gæludýrið sitt, en frá einhverjum rosalega furðulegum sjónarhóli er það ofsalega skiljan­ legt líka. Það er náttúrlega sorg þarna á bak við.“ Skáldið sý nir tilf inning um Dorritar fullan skilning og segir aðspurður að honum þætti miður ef verk hans verði túlkað sem ein­ hvers konar aðför að Ólafi og Dor­ rit. „Í raun þætti mér það svolítið leiðinlegt af því ég var alls ekki að reyna það með þessu. Ég hef heilmikla samúð með því að þau hafi gert þetta vegna þess að þú ferð ekkert að klóna hundinn þinn bara upp á grínið. Þú gerir það af því að þarna á bak við eru ein­ hverjar ofsalega djúpstæðar tilfinn­ ingar sem eru raunverulegar,“ segir Ingólfur. „Hvort það sem þú gerir sé síðan réttlætanlegt er annað mál.“ Stóru spurningarnar Ingólfur bætir við að ef til vill hljómi fáránlega að tala um það að klóna hund í þessu sambandi. „En þetta er eitthvað sem sprettur upp af sorg og síðan má náttúr­ lega kannski gagn­ rýna stórfyrirtækin, sem eru að nýta sér tilfinningalegt upp­ nám fólks, enn frekar en Dorrit og Ólaf og ég hef ekkert á móti þeim. Það er alveg skóli sem segir að þau eigi þetta og megi þetta en svo er líka skóli sem myndi kannski spyrja hvort það sé nægilega góð siðferðis­ leg ástæða. Að þú getir gert svona hluti af því að þú hefur peninga til þess? Þetta er svona kannski þessi vinkill varðandi ábyrgð mannsins gagnvart lífi á jörðinni.“ Rökfræði Ingólfur heldur áfram að velta vöngum og víkur að kaf lanum Rökfræði í ljóðsögunni. „Þar er sett fram sú staðhæfing að Samson sé ekki Sámur, heldur sé hann eins og Sámur. Þú ert afrit af einhverjum en þú ert ekki nákvæmlega eins. Það er eitthvað ofsalega dapurlegt við að vera ekki elskaður fyrir það að vera sá sem þú ert, heldur það að þú líkist einhverju ástarviðfangi sem er látið. Það er rosalega skrýtið að tala um þetta á alvarlegum nótum af því að þetta er svo kostulegt dæmi en ég held líka að þeim mun dýpra sem er kafað ofan í allt sem er svona fyndið í kapítalismanum þá kemst maður að einhverju sem er svolítið harmrænt.“ Þótt Sámur, eigendur hans og Samson síðar hafi verið mikið í fréttum er bókin þó ekki viðbragð við neinni sérstakri eftirspurn. „Þetta var nokkuð sjálfsprottið og það bað mig enginn um að skrifa þessa bók,“ segir Ingólfur, sem fékk hugmyndina á ritlistarnámskeiði í háskólanum. „Ég kláraði þetta og sendi textann til gamans á Elínu Eddu, sem var mjög hrifin af þessu og stakk upp á að hún myndi hanna bókverk úr þessu með myndum eftir sig og textanum mínum. Hún var mjög spennt fyrir því að gera myndirnar og hanna útlit bókarinnar, sem er alveg stórkostlegt,“ segir Ingólfur, sem ræðir bókina frekar á fretta ­ bladid.is. toti@frettabladid.is Annarleg tilvera klónsins Samsonar Ljóðabókin Klón: Eftirmyndasaga fjallar um klónahundinn Samson Ólafsson Moussaieff og ábyrgð mannsins í sköpunarverkinu. Höfundurinn Ingólfur Eiríksson segir henni ekki beint sérstaklega gegn eigendum klónsins. Vinirnir Ingólfur og Elín Edda segja ljóðsögu klónsins Samsonar í knöppu máli og myndum. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR 09 04 21BEIN ÚTSENDING HLUSTENDa VERÐLAUNIN 2021 2 7 . F E B R Ú A R 2 0 2 1 L A U G A R D A G U R48 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.